Samningaviðræður gangi vel en samninga ekki að vænta í dag Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. mars 2019 12:21 Vilhjálmur Birgisson er formaður VFLA. Vísir/Vilhelm Formenn tveggja verkalýðsfélaga telja ólíklegt að það takist að semja í dag. Samningaviðræður eru þó sagðar ganga vel og að það gæti skýrst á næstu dögum hvort samningar gangi eftir. Fundur sex stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins hófst nú í hádeginu. Deiluaðilar funduðu til klukkan sex í gær í húsakynnum sáttasemjara og hófst fundur á ný nú í hádeginu. Fulltrúar stéttarfélaganna hittust þó fyrr í morgun til að fara yfir stöðuna fyrir fundinn. Búist er við því að fundurinn dragist fram eftir kvöldi. Í samtali við fréttastofu segir Hörður Guðbrandsson, formaður verkalýðsfélags Grindavíkur, að viðræðurnar hafi gengið vel síðustu daga. Þó sé ólíklegt að aðilum takist að semja í dag. „Þó að það gangi vel þá finnst mér það ótrúlegt en kannski kemur í ljós hvort að þetta gengur eða gengur ekki, þessar hugmyndir sem menn hafa verið að kasta á milli sín,“ segir Hörður. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, tekur í sama streng. „Ég hef nú ekki trú á því að það verði samið í dag. Ég held að það sé nánast útilokað,“ segir Vilhjálmur.En ertu vongóður um að það náist að semja fyrir verkföllinn sem að öllu óbreyttu skella á í vikunni? „Ég get alls ekki svarað þeirri spurning. Þetta er viðkvæm staða sem menn eru núna með í höndunum og menn eru bara að velta öllum möguleikum fyrir en við gerum okkur grein fyrir okkar ábyrgð,“ segir Vilhjálmur. Hann telji að það muni skýrast á allra næstu dögum hvort samningar gangi eftir. Töluverð vinna sé þó eftir. „Núna eru menn bara að reyna leita allra leiða til að athuga hvort að hægt er að ná saman kjarasamningi eða ekki,“ segir Vilhjálmur en hvorki hann né Hörður geta sagt til um það á hverju viðræðurnar hafa strandað enda í fjölmiðlabanni hvað það varðar. Að öllu óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir á vegum Eflingar í fyrramálið hjá strætóbílstjórum hjá Almenningsvögnum Kynnisferða en þau munu hafa töluverð áhrif á tíu strætóleiðir á höfuðborgarsvæðinu. Verkfallið verður á virkum dögum frá morgundeginum til og með 1. maí og verður þá daga enginn akstur frá klukkan sjö til níu á morgnanna og frá klukkan fjögur til sex seinni partinn. Þá hefjast þriggja daga verkföll á hótelum og hjá rútufyrirtækjum að öllu óbreyttu á miðnætti á þriðjudag. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Formenn tveggja verkalýðsfélaga telja ólíklegt að það takist að semja í dag. Samningaviðræður eru þó sagðar ganga vel og að það gæti skýrst á næstu dögum hvort samningar gangi eftir. Fundur sex stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins hófst nú í hádeginu. Deiluaðilar funduðu til klukkan sex í gær í húsakynnum sáttasemjara og hófst fundur á ný nú í hádeginu. Fulltrúar stéttarfélaganna hittust þó fyrr í morgun til að fara yfir stöðuna fyrir fundinn. Búist er við því að fundurinn dragist fram eftir kvöldi. Í samtali við fréttastofu segir Hörður Guðbrandsson, formaður verkalýðsfélags Grindavíkur, að viðræðurnar hafi gengið vel síðustu daga. Þó sé ólíklegt að aðilum takist að semja í dag. „Þó að það gangi vel þá finnst mér það ótrúlegt en kannski kemur í ljós hvort að þetta gengur eða gengur ekki, þessar hugmyndir sem menn hafa verið að kasta á milli sín,“ segir Hörður. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, tekur í sama streng. „Ég hef nú ekki trú á því að það verði samið í dag. Ég held að það sé nánast útilokað,“ segir Vilhjálmur.En ertu vongóður um að það náist að semja fyrir verkföllinn sem að öllu óbreyttu skella á í vikunni? „Ég get alls ekki svarað þeirri spurning. Þetta er viðkvæm staða sem menn eru núna með í höndunum og menn eru bara að velta öllum möguleikum fyrir en við gerum okkur grein fyrir okkar ábyrgð,“ segir Vilhjálmur. Hann telji að það muni skýrast á allra næstu dögum hvort samningar gangi eftir. Töluverð vinna sé þó eftir. „Núna eru menn bara að reyna leita allra leiða til að athuga hvort að hægt er að ná saman kjarasamningi eða ekki,“ segir Vilhjálmur en hvorki hann né Hörður geta sagt til um það á hverju viðræðurnar hafa strandað enda í fjölmiðlabanni hvað það varðar. Að öllu óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir á vegum Eflingar í fyrramálið hjá strætóbílstjórum hjá Almenningsvögnum Kynnisferða en þau munu hafa töluverð áhrif á tíu strætóleiðir á höfuðborgarsvæðinu. Verkfallið verður á virkum dögum frá morgundeginum til og með 1. maí og verður þá daga enginn akstur frá klukkan sjö til níu á morgnanna og frá klukkan fjögur til sex seinni partinn. Þá hefjast þriggja daga verkföll á hótelum og hjá rútufyrirtækjum að öllu óbreyttu á miðnætti á þriðjudag.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira