Býður ferðamönnum að sjá Kirkjufell í kajakróðri Kristján Már Unnarsson skrifar 30. mars 2019 21:45 Garðar Hafsteinsson, kajakleiðsögumaður og framkvæmdastjóri Vestur Adventures. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Grundfirðingar eru farnir að nýta sér frægð Kirkjufells til atvinnusköpunar. Meðal þeirra er kajakleiðsögumaður sem býður ferðamönnum að sjá fjallið af sjó með því að róa á kajak. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við sögðum frá því á dögunum hvernig samfélagsmiðlar og sjónvarpsþættirnir Game of Thrones hafa á skömmum tíma aukið svo frægð Kirkjufells að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllast á hverjum degi. En það er ekki alslæmt að eiga frægt fjall. Aðdráttarafl þess er orðið það mikið að það er farið að bjóða upp á ólíkustu atvinnutækifæri, eins og kajakferðir, - og það um hávetur. Sjómaðurinn Garðar Hafsteinsson lenti í því að missa skipsplássið sitt þegar skipið var selt úr landi og ákvað þá að byggja upp afþreyingu í sínum gamla heimabæ. Hann stofnaði ásamt eiginkonu sinni fyrirtækið Vestur Adventures og starfsemin hófst í maí í fyrra.Kajakræðarar á Grundarfirði með Kirkjufell í baksýn.Vestur Adventures/Tómas Freyr Kristjánsson.Til að kynna sig settu þau myndbönd og ljósmyndir á netið af kajakræðurum njóta íslenskrar náttúru með Kirkjufell í baksýn. Þrátt fyrir erfitt veðurfar í fyrrasumar segir Garðar þau sátt við hvernig gekk að koma rekstrinum af stað. Bæði íslensk náttúra og Kirkjufell dragi að. „Fjallið, Kirkjufellið, sem er náttúrlega orðin ein helsta söluvara Íslands, myndi ég halda, og bara eitt vinsælasta fjall landsins. Og líka bara að vera í náttúrunni og róa kajak,“ segir Garðar. Hann segir að það sé einkum fólk í góðu formi í leit að ævintýrum sem sæki í svona. Þegar við hittum á hann átti hann von á bandarískum ferðamannahópi, sem ætlaði að fara í norðurljósaferð á síðvetrarkvöldi. -Kajakróður um hávetur, það gengur? „Það gengur, já, já. Ef veðrið er gott, þá gengur það bara fínt,“ svarar Garðar. Einnig var fjallað um framtakið í þættinum „Um land allt" síðastliðinn mánudag. Þátturinn verður endursýndur síðdegis á morgun, sunnudag, klukkan 17. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Grundarfjörður Um land allt Tengdar fréttir Signý er silkibóndi og ræktar silkiorma Hún kallar sig silkibónda, býr á Snæfellsnesi, og er eftir því sem best er vitað fyrsti Íslendingurinn sem ræktar silki hérlendis. 25. mars 2019 20:45 Bæjarstjóra líður eins og betlara gagnvart ríkinu Sveitarstjórnarmönnum líður eins og betlurum gagnvart ríkisvaldinu þegar kemur að ferðamannastöðum, segir bæjarstjóri Grundarfjarðar, sem vill að sveitarfélögin hafi eigin tekjustofn. 27. mars 2019 21:00 Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði. Framkvæmdastjórinn efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu. 22. mars 2019 20:15 Dreymir um skíðaparadís í brekkum Grundarfjarðar Skíðamenn á Snæfellsnesi telja að í brekkunum ofan Grundarfjarðar séu náttúrulegar forsendur til að byggja upp eitt besta skíðasvæði landsins. 26. mars 2019 21:15 Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Grundfirðingar eru farnir að nýta sér frægð Kirkjufells til atvinnusköpunar. Meðal þeirra er kajakleiðsögumaður sem býður ferðamönnum að sjá fjallið af sjó með því að róa á kajak. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við sögðum frá því á dögunum hvernig samfélagsmiðlar og sjónvarpsþættirnir Game of Thrones hafa á skömmum tíma aukið svo frægð Kirkjufells að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllast á hverjum degi. En það er ekki alslæmt að eiga frægt fjall. Aðdráttarafl þess er orðið það mikið að það er farið að bjóða upp á ólíkustu atvinnutækifæri, eins og kajakferðir, - og það um hávetur. Sjómaðurinn Garðar Hafsteinsson lenti í því að missa skipsplássið sitt þegar skipið var selt úr landi og ákvað þá að byggja upp afþreyingu í sínum gamla heimabæ. Hann stofnaði ásamt eiginkonu sinni fyrirtækið Vestur Adventures og starfsemin hófst í maí í fyrra.Kajakræðarar á Grundarfirði með Kirkjufell í baksýn.Vestur Adventures/Tómas Freyr Kristjánsson.Til að kynna sig settu þau myndbönd og ljósmyndir á netið af kajakræðurum njóta íslenskrar náttúru með Kirkjufell í baksýn. Þrátt fyrir erfitt veðurfar í fyrrasumar segir Garðar þau sátt við hvernig gekk að koma rekstrinum af stað. Bæði íslensk náttúra og Kirkjufell dragi að. „Fjallið, Kirkjufellið, sem er náttúrlega orðin ein helsta söluvara Íslands, myndi ég halda, og bara eitt vinsælasta fjall landsins. Og líka bara að vera í náttúrunni og róa kajak,“ segir Garðar. Hann segir að það sé einkum fólk í góðu formi í leit að ævintýrum sem sæki í svona. Þegar við hittum á hann átti hann von á bandarískum ferðamannahópi, sem ætlaði að fara í norðurljósaferð á síðvetrarkvöldi. -Kajakróður um hávetur, það gengur? „Það gengur, já, já. Ef veðrið er gott, þá gengur það bara fínt,“ svarar Garðar. Einnig var fjallað um framtakið í þættinum „Um land allt" síðastliðinn mánudag. Þátturinn verður endursýndur síðdegis á morgun, sunnudag, klukkan 17. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Grundarfjörður Um land allt Tengdar fréttir Signý er silkibóndi og ræktar silkiorma Hún kallar sig silkibónda, býr á Snæfellsnesi, og er eftir því sem best er vitað fyrsti Íslendingurinn sem ræktar silki hérlendis. 25. mars 2019 20:45 Bæjarstjóra líður eins og betlara gagnvart ríkinu Sveitarstjórnarmönnum líður eins og betlurum gagnvart ríkisvaldinu þegar kemur að ferðamannastöðum, segir bæjarstjóri Grundarfjarðar, sem vill að sveitarfélögin hafi eigin tekjustofn. 27. mars 2019 21:00 Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði. Framkvæmdastjórinn efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu. 22. mars 2019 20:15 Dreymir um skíðaparadís í brekkum Grundarfjarðar Skíðamenn á Snæfellsnesi telja að í brekkunum ofan Grundarfjarðar séu náttúrulegar forsendur til að byggja upp eitt besta skíðasvæði landsins. 26. mars 2019 21:15 Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Signý er silkibóndi og ræktar silkiorma Hún kallar sig silkibónda, býr á Snæfellsnesi, og er eftir því sem best er vitað fyrsti Íslendingurinn sem ræktar silki hérlendis. 25. mars 2019 20:45
Bæjarstjóra líður eins og betlara gagnvart ríkinu Sveitarstjórnarmönnum líður eins og betlurum gagnvart ríkisvaldinu þegar kemur að ferðamannastöðum, segir bæjarstjóri Grundarfjarðar, sem vill að sveitarfélögin hafi eigin tekjustofn. 27. mars 2019 21:00
Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði. Framkvæmdastjórinn efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu. 22. mars 2019 20:15
Dreymir um skíðaparadís í brekkum Grundarfjarðar Skíðamenn á Snæfellsnesi telja að í brekkunum ofan Grundarfjarðar séu náttúrulegar forsendur til að byggja upp eitt besta skíðasvæði landsins. 26. mars 2019 21:15
Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45