Warnock: Erfiðasta tímabil sem ég hef upplifað Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. mars 2019 10:30 Warnock hefur marga fjöruna sopið vísir/getty Knattspyrnustjóri Cardiff City segist aldrei hafa upplifað erfiðara tímabil en það hefur mikið gengið á hjá félaginu í vetur og það er í harðri fallbaráttu. Í opinskáu viðtali við Sky Sports ræðir Neil Warnock fallbaráttuna og áfallið sem félagið varð fyrir þegar Emiliano Sala fórst í flugslysi. Sala var keyptur til Cardiff 19. janúar fyrir metfé. Hann lést tveimur dögum seinna þegar flugvélin sem átti að bera hann frá Nantes til Cardiff hrapaði í Ermasundið. „Þetta hefur verið eitt erfiðasta tímabil sem ég hef átt, og ég er búinn að vera í þessu einhver þrjátíu ár. Það hefur verið gríðarlega erfitt að halda áfram og reyna að leggja okkur fram en strákarnir hafa gert það,“ sagði Warnock. „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt, og ég held að ég hafi séð fleiri leiki en nokkur annar á landinu eins og er, en einhvern veginn þarf maður að komast í gegnum þetta.“ „Þegar svona hlutir gerast þá setja þeir allt annað í samhengi. Þú hugsar um börnin þvín og fjölskyldu, ferð að spyrja þig hvort þú hefðir gert eitthvað öðruvísi. En á sama tíma er ég við stýrið og þarf að koma félaginu í gegnum þetta.“ Warnock sagðist ekki hafa búist við því að fráfall Sala hefði eins mikil áhrif á leikmenn liðsins og það gerði, en flestir þeirra höfðu varla hitt Sala. „Þeir komust í gegnum þetta og ég er gríðarlega stoltur af því hvernig þeir tókust á við þetta.“ Cardiff er í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti en með leik til góða. Warnock sagði sjálfur í nóvember að hann myndi ekki veðja á að Cardiff héldi sér uppi og það hefur ekki breyst. „Að sjálfsögðu ekki. Ég held að það séu ennþá mestar líkur á því að við förum niður, ég er raunsær,“ sagði Warnock. „Ég held það trufli strákana ekkert að ég tali svona, við höfum farið í gegnum ýmislegt síðustu ár og þeir koma alltaf til baka. Hugarfarið er frábært og við getum gert góða hluti.“ Cardiff mætir Chelsea á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá 12:55. Emiliano Sala Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Sjá meira
Knattspyrnustjóri Cardiff City segist aldrei hafa upplifað erfiðara tímabil en það hefur mikið gengið á hjá félaginu í vetur og það er í harðri fallbaráttu. Í opinskáu viðtali við Sky Sports ræðir Neil Warnock fallbaráttuna og áfallið sem félagið varð fyrir þegar Emiliano Sala fórst í flugslysi. Sala var keyptur til Cardiff 19. janúar fyrir metfé. Hann lést tveimur dögum seinna þegar flugvélin sem átti að bera hann frá Nantes til Cardiff hrapaði í Ermasundið. „Þetta hefur verið eitt erfiðasta tímabil sem ég hef átt, og ég er búinn að vera í þessu einhver þrjátíu ár. Það hefur verið gríðarlega erfitt að halda áfram og reyna að leggja okkur fram en strákarnir hafa gert það,“ sagði Warnock. „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt, og ég held að ég hafi séð fleiri leiki en nokkur annar á landinu eins og er, en einhvern veginn þarf maður að komast í gegnum þetta.“ „Þegar svona hlutir gerast þá setja þeir allt annað í samhengi. Þú hugsar um börnin þvín og fjölskyldu, ferð að spyrja þig hvort þú hefðir gert eitthvað öðruvísi. En á sama tíma er ég við stýrið og þarf að koma félaginu í gegnum þetta.“ Warnock sagðist ekki hafa búist við því að fráfall Sala hefði eins mikil áhrif á leikmenn liðsins og það gerði, en flestir þeirra höfðu varla hitt Sala. „Þeir komust í gegnum þetta og ég er gríðarlega stoltur af því hvernig þeir tókust á við þetta.“ Cardiff er í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti en með leik til góða. Warnock sagði sjálfur í nóvember að hann myndi ekki veðja á að Cardiff héldi sér uppi og það hefur ekki breyst. „Að sjálfsögðu ekki. Ég held að það séu ennþá mestar líkur á því að við förum niður, ég er raunsær,“ sagði Warnock. „Ég held það trufli strákana ekkert að ég tali svona, við höfum farið í gegnum ýmislegt síðustu ár og þeir koma alltaf til baka. Hugarfarið er frábært og við getum gert góða hluti.“ Cardiff mætir Chelsea á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá 12:55.
Emiliano Sala Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Sjá meira