Sleðahundurinn Katrín Tanja ætlaði að verða lögfræðingur og sendiherra Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. apríl 2019 12:00 Katrín Tanja vill vera í vinnunni eins og sleðahundur. mynd/twitter Katrín Tanja Davíðsdóttir stefnir á þriðja sigurinn á heimsleikunum í CrossFit síðar á þessu ári en hún vann leikana tvö ár í röð 2015 og 2016. Hún tryggði sér farseðilinn á heimsleikana í ár með því að valta yfir mót í Suður-Afríku en Auðunn Blöndal fylgdi henni eftir þar í þættinum Atvinnumennirnir okkar. Hann ræddi meðal annars við þjálfara Katrínar, Bandaríkjamanninn Ben Bergeron, sem er búinn að hafa mikil áhrif á feril Katrínar en hann lýsir henni á skemmtilegan máta. „Hún er eins og sleðahundur. Hún elskar að vera í vinnunni. Þegar að sleðahundur er ekki að vinna líður honum illa en þegar að hann er að störfum gæti hann ekki verið ánægðari. Katrín er nákvæmlega þannig,“ segir Ben Bergeron. Cole Sager, æfingafélagi Katrínar, fer einnig fögrum orðum um hana og viðurkennir að sjálfur er hann aðdáandi íslensku CrossFit-drottningarinnar.Katrín Tanja Davíðsdóttir leggur mikið á sig.Instagram/katrintanja„Það er ótrúlegt að æfa með henni. Hún er ein sú duglegasta sem ég hef æft með. Katrín er eitt stærsta nafnið í þessum heimi. Það er frekar töff fyrir mig að vera æfinga félagi hennar. Ég er enn þá svolítill aðdáandi hennar,“ segir Sager. Katrín Tanja stefndi ekki beint á toppinn í CrossFit á sínum tíma en hún ætlaði sér menntabrautina í hálaunastarf. „Ég ætlaði alltaf að verða lögfræðingur og sendiherra eins og afi. Ég var með níu komma eitthvað í meðaleinkunn og gekk vel í skóla,“ segir Katrín Tanja en Annie Mist kveikti áhuga hennar á íþróttinni. „Ég hef alltaf verið með þetta ótrúlega mikla keppnisskap og ég var að leita að einhverju eftir að ég hætti í fimleikum 16 ára. Síðan sá ég þessa myndbandsseríu um Annie Mist þegar að hún vinnur heimsleikana og hún var í fréttunum út um allt. Mamma og amma spurðu hvort ég vildi ekki prófa þetta og þá var ekki aftur snúið,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. Brot úr Atvinnumönnunum okkar má sjá hér að neðan. Atvinnumennirnir okkar CrossFit Tengdar fréttir Þriggja vasaklúta þáttur um Katrínu Tönju: „Hún gerði þetta“ Crossfit-drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir var gestur í öðrum þætti af Atvinnumönnunum okkar á Stöð 2 í gærkvöldi. 8. apríl 2019 14:45 Sara vann „The Open“ og Íslendingum fjölgaði á heimsleikunum 2019 Íslenska CrossFit fólkið var að gera góða hluti í opna hluta undankeppninnar fyrir heimsleikana í CrossFit og íslensku þátttakendum fjölgaði um tvo. 2. apríl 2019 09:30 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Í beinni: Valur - Braga | Valskonur mæta Íslendingaliði Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir stefnir á þriðja sigurinn á heimsleikunum í CrossFit síðar á þessu ári en hún vann leikana tvö ár í röð 2015 og 2016. Hún tryggði sér farseðilinn á heimsleikana í ár með því að valta yfir mót í Suður-Afríku en Auðunn Blöndal fylgdi henni eftir þar í þættinum Atvinnumennirnir okkar. Hann ræddi meðal annars við þjálfara Katrínar, Bandaríkjamanninn Ben Bergeron, sem er búinn að hafa mikil áhrif á feril Katrínar en hann lýsir henni á skemmtilegan máta. „Hún er eins og sleðahundur. Hún elskar að vera í vinnunni. Þegar að sleðahundur er ekki að vinna líður honum illa en þegar að hann er að störfum gæti hann ekki verið ánægðari. Katrín er nákvæmlega þannig,“ segir Ben Bergeron. Cole Sager, æfingafélagi Katrínar, fer einnig fögrum orðum um hana og viðurkennir að sjálfur er hann aðdáandi íslensku CrossFit-drottningarinnar.Katrín Tanja Davíðsdóttir leggur mikið á sig.Instagram/katrintanja„Það er ótrúlegt að æfa með henni. Hún er ein sú duglegasta sem ég hef æft með. Katrín er eitt stærsta nafnið í þessum heimi. Það er frekar töff fyrir mig að vera æfinga félagi hennar. Ég er enn þá svolítill aðdáandi hennar,“ segir Sager. Katrín Tanja stefndi ekki beint á toppinn í CrossFit á sínum tíma en hún ætlaði sér menntabrautina í hálaunastarf. „Ég ætlaði alltaf að verða lögfræðingur og sendiherra eins og afi. Ég var með níu komma eitthvað í meðaleinkunn og gekk vel í skóla,“ segir Katrín Tanja en Annie Mist kveikti áhuga hennar á íþróttinni. „Ég hef alltaf verið með þetta ótrúlega mikla keppnisskap og ég var að leita að einhverju eftir að ég hætti í fimleikum 16 ára. Síðan sá ég þessa myndbandsseríu um Annie Mist þegar að hún vinnur heimsleikana og hún var í fréttunum út um allt. Mamma og amma spurðu hvort ég vildi ekki prófa þetta og þá var ekki aftur snúið,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. Brot úr Atvinnumönnunum okkar má sjá hér að neðan.
Atvinnumennirnir okkar CrossFit Tengdar fréttir Þriggja vasaklúta þáttur um Katrínu Tönju: „Hún gerði þetta“ Crossfit-drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir var gestur í öðrum þætti af Atvinnumönnunum okkar á Stöð 2 í gærkvöldi. 8. apríl 2019 14:45 Sara vann „The Open“ og Íslendingum fjölgaði á heimsleikunum 2019 Íslenska CrossFit fólkið var að gera góða hluti í opna hluta undankeppninnar fyrir heimsleikana í CrossFit og íslensku þátttakendum fjölgaði um tvo. 2. apríl 2019 09:30 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Í beinni: Valur - Braga | Valskonur mæta Íslendingaliði Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Sjá meira
Þriggja vasaklúta þáttur um Katrínu Tönju: „Hún gerði þetta“ Crossfit-drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir var gestur í öðrum þætti af Atvinnumönnunum okkar á Stöð 2 í gærkvöldi. 8. apríl 2019 14:45
Sara vann „The Open“ og Íslendingum fjölgaði á heimsleikunum 2019 Íslenska CrossFit fólkið var að gera góða hluti í opna hluta undankeppninnar fyrir heimsleikana í CrossFit og íslensku þátttakendum fjölgaði um tvo. 2. apríl 2019 09:30