Uppáhalds dagur Kit Harrington var þegar tökurnar hófust fyrir aðra þáttaröð. Það var fyrsti dagurinn hans á Íslandi og segist hann aldrei hafa komið á fallegri stað.
Það er eiginlega farið yfir of víðan völl til að taka það saman. Horfið bara á þetta og hananú. Þetta er skemmtilegt.
Fyrsti þáttur áttundu þáttaraðarinnar verður frumsýndur á Stöð 2 aðfaranótt mánudagsins 15. apríl, á sama tíma og annars staðar í heiminum. Fyrri þáttaraðir Game of Thrones er hægt að finna á Stöð 2 Maraþon.