Smári sakar Þorstein um að fara vísvitandi með rangt mál Jakob Bjarnar skrifar 8. apríl 2019 15:38 Mikill hiti er að færast í umræðunni um þriðja orkupakkann. Smári sakar Þorstein um að fara vísvitandi með rangt mál til að ala á ótta og skora keilur hjá þeim hinum óupplýstu. Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sakar Þorstein Sæmundsson, starfandi þingflokksformann Miðflokksins, um að fara vísvitandi með rangt mál í þeim tilgangi að ala á ótta og skora stig hjá þeim sem vita ekki betur. Þann málflutning segir Smári Þorstein viðhafa í tengslum við umræðu um 3. orkupakkann. „Ég stóð við hlið Þorsteins Sæmundssonar áðan, en báðir vorum við í viðtali við RÚV vegna þriðja orkupakkans. Þá hélt Þorsteinn, sem er einn varaforseta Alþingis, því fram að það væri einhvernveginn vafasamt að ríkisstjórnin bæri þetta fram sem þingsályktunartillögu frekar en lagafrumvarp, því þá væru bara tvær umræður frekar en þrjár og engin undirskrift forseta. En þetta veit hann að er algjörlega út í hött, og hann spilar þarna mjög vísvitandi inn á vanþekkingu fólks á ferlum Alþingis, í þeim tilgangi að ala á hræðslu og skora einhver stig hjá fólki sem hefur gleypt við áróðrinum,“ segir Smári á Facebooksíðu sinni nú fyrir stundu.Þetta veit Þorsteinn Ekki ætti að þurfa að hafa um það mörg orð hversu alvarlegar ásakanir þetta mega heita. En þær mega vera til marks um að verulegur hiti er og hefur verið að færast í umræðuna um orkupakkann. Víst er að stjórnarandstaðan á þingi stillir ekki saman strengi sína í aðhaldi við ríkisstjórnarflokkana með þessu áframhaldi. Smári segir samþykki Alþingis fyrir því að taka upp „gerðir í EES samninginn er hvorki lög né jafngildi laga, þannig að það myndi ekki meika sense að taka gerðir upp með lögum. Það er aldrei gert. Þetta veit Þorsteinn.“ Smári segir jafnframt að þriðji orkupakkinn sé ekki bara ein þingsályktunartillaga; „heldur ein slík um að taka upp tilskipanirnar í samninginn, og svo tvö lagafrumvörp (með þremur umræðum og undirskrift forseta) til að innleiða breytingarnar (sem snúast aðallega um neytendavernd), og svo önnur þingsályktunartillaga um að breyta aðeins stefnu stjórnvalda um uppbyggingu raforkukerfisins til samræmis við allt hitt.“ Þetta veit Þorsteinn Þannig er þetta, að sögn Smára, hvorki meira né minna en tíu mismunandi umræður, lágmark fjögur nefndarálit, tvær undirskriftir forseta, og fleira til. „Þetta veit Þorsteinn.“ Smári vill meina að þriðji orkupakkinn sé fínn. Það sé „ljóta leyndarmálið“, snúist um neytendavernd og eftirlit með eftirlit með fyrirtækjum í orkuframleiðslu. „Hann snýst ekki um raforkusæstrengi eða framsal ríkisvalds eða neitt slíkt. Því miður hefur Miðflokkurinn ákveðið að þetta sé hundaflautan sem þau vilja spila á til að grafa undan EES samningnum, en það virðist vera aðal markmið þeirra. Þetta veit Þorsteinn.“ Sjá má Facebookfærslu Smára hér neðar en hún hefur þegar vakið mikla athygli. Alþingi Miðflokkurinn Orkumál Píratar Þriðji orkupakkinn Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sakar Þorstein Sæmundsson, starfandi þingflokksformann Miðflokksins, um að fara vísvitandi með rangt mál í þeim tilgangi að ala á ótta og skora stig hjá þeim sem vita ekki betur. Þann málflutning segir Smári Þorstein viðhafa í tengslum við umræðu um 3. orkupakkann. „Ég stóð við hlið Þorsteins Sæmundssonar áðan, en báðir vorum við í viðtali við RÚV vegna þriðja orkupakkans. Þá hélt Þorsteinn, sem er einn varaforseta Alþingis, því fram að það væri einhvernveginn vafasamt að ríkisstjórnin bæri þetta fram sem þingsályktunartillögu frekar en lagafrumvarp, því þá væru bara tvær umræður frekar en þrjár og engin undirskrift forseta. En þetta veit hann að er algjörlega út í hött, og hann spilar þarna mjög vísvitandi inn á vanþekkingu fólks á ferlum Alþingis, í þeim tilgangi að ala á hræðslu og skora einhver stig hjá fólki sem hefur gleypt við áróðrinum,“ segir Smári á Facebooksíðu sinni nú fyrir stundu.Þetta veit Þorsteinn Ekki ætti að þurfa að hafa um það mörg orð hversu alvarlegar ásakanir þetta mega heita. En þær mega vera til marks um að verulegur hiti er og hefur verið að færast í umræðuna um orkupakkann. Víst er að stjórnarandstaðan á þingi stillir ekki saman strengi sína í aðhaldi við ríkisstjórnarflokkana með þessu áframhaldi. Smári segir samþykki Alþingis fyrir því að taka upp „gerðir í EES samninginn er hvorki lög né jafngildi laga, þannig að það myndi ekki meika sense að taka gerðir upp með lögum. Það er aldrei gert. Þetta veit Þorsteinn.“ Smári segir jafnframt að þriðji orkupakkinn sé ekki bara ein þingsályktunartillaga; „heldur ein slík um að taka upp tilskipanirnar í samninginn, og svo tvö lagafrumvörp (með þremur umræðum og undirskrift forseta) til að innleiða breytingarnar (sem snúast aðallega um neytendavernd), og svo önnur þingsályktunartillaga um að breyta aðeins stefnu stjórnvalda um uppbyggingu raforkukerfisins til samræmis við allt hitt.“ Þetta veit Þorsteinn Þannig er þetta, að sögn Smára, hvorki meira né minna en tíu mismunandi umræður, lágmark fjögur nefndarálit, tvær undirskriftir forseta, og fleira til. „Þetta veit Þorsteinn.“ Smári vill meina að þriðji orkupakkinn sé fínn. Það sé „ljóta leyndarmálið“, snúist um neytendavernd og eftirlit með eftirlit með fyrirtækjum í orkuframleiðslu. „Hann snýst ekki um raforkusæstrengi eða framsal ríkisvalds eða neitt slíkt. Því miður hefur Miðflokkurinn ákveðið að þetta sé hundaflautan sem þau vilja spila á til að grafa undan EES samningnum, en það virðist vera aðal markmið þeirra. Þetta veit Þorsteinn.“ Sjá má Facebookfærslu Smára hér neðar en hún hefur þegar vakið mikla athygli.
Alþingi Miðflokkurinn Orkumál Píratar Þriðji orkupakkinn Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira