Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg töpuðu illa fyrir Hoffenheim í þýsku Bundesligunni í fótbolta í dag.
Alfreð byrjaði á bekknum en kom inn á fyrir Reece Oxford á 27. mínútu leiksins. Þá var staðan orðin 1-0 fyrir gestina í Hoffenheim en þeir komust yfir á sjöttu mínútu.
Staðan í hálfleik var 1-0 en Ishak Belfodil hefur fengið einhverja vítamínssprautu í hálfleiknum því hann skoraði þrennu í seinni hálfleik og tryggði Hoffenheim 4-0 sigur.
Hoffenheim er í baráttunni um Evrópusæti en Augsburg er í fallbaráttu. Liðið er í 15. sæti, síðasta örugga sætinu, með 25 stig. Stuttgart situr í 16. sæti með 21 stig en sex umferðir eru eftir.
Stórtap hjá Augsburg
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum
Enski boltinn


Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém
Handbolti


Juventus-parið hætt saman
Fótbolti

Beckham fimmtugur í dag
Enski boltinn



Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit
Enski boltinn