Gunnar Bragi farinn í leyfi frá þingstörfum Andri Eysteinsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 5. apríl 2019 18:29 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins. vísir/vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, er farinn í leyfi frá þingstörfum. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu og hefur Vísir fengið þetta staðfest. Þingmaðurinn sendi tilkynningu um leyfið með tölvupósti til formanna og þingflokkformanna nokkurra flokka á Alþingi á fimmta tímanum í dag en þar kom hvorki fram hvers vegna hann fer í leyfi frá störfum né hversu langt leyfi hann hyggst taka sér. Fram kemur í tölvupóstinum að þau Þorsteinn Sæmundsson og Anna Kolbrún Árnadóttir muni leysa hann af sem þingflokksformann þar til Bergþór Ólason kemur heim en hann er erlendis. Ekki hefur náðst í Gunnar Braga vegna málsins og Þorsteinn sagðist í samtali við Vísi hvorki kunna skýringar á því hvers vegna samflokksmaður hans væri farinn í leyfi né hversu lengi hann hyggst vera frá. Þorsteinn sagðist hins vegar búast við því að halda á þingflokksformennskunni í byrjun næstu viku þar sem Anna Kolbrún er í embættiserindum erlendis. Þá mun varaþingmaður koma inn fyrir Gunnar Braga á mánudaginn en það er Una María Óskarsdóttir. Í samtali við Vísi segir hún ekki ljóst hversu lengi hún verður á þingi og þá kvaðst hún ekki vita hvers vegna Gunnar Bragi tekur sér leyfi.Gunnar Bragi er einn þingmannanna sex sem sátu á Klaustur Bar í nóvember síðastliðnum og létu ýmis óviðeigandi ummæli falla um samstarfsmenn sína á þingi og aðra nafntogaða einstaklinga í þjóðfélaginu. Í kjölfar þess að upptökurnar af samræðum þingmannanna á Klaustur voru opinberaðar fór Gunnar Bragi í ótímabundið launalaust leyfi frá þingstörfum. Hann settist aftur á þing í janúar síðastliðnum en gerði ekki boð á undan sér, frekar en Bergþór sem einnig hafði farið í ótímabundið leyfi. Mörgum þingmönnum var brugðið við að sjá þá snúa aftur. Þar á meðal var Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, en hún fékk mikla útreið hjá þingmönnum Miðflokksins í samræðum þeirra á Klaustur.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokksmenn óánægðir með birtingu álits siðanefndar sem sett var á vef Alþingis fyrir mistök Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmenn Miðflokksins, eru ósátt við að álit siðanefndar á því hvort umræður þeirra og athæfi á barnum Klaustri á síðasta ári falli undir siðareglur Alþingis hafi verið birt á vef Alþingis. Álitið var birt fyrir mistök að sögn skrifstofustjóra Alþingis. 26. mars 2019 23:06 Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 Gunnar Bragi sakar Femínistafélag HÍ og Kvenréttindafélag Íslands um rógburð og einelti Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, afþakkaði boð Femínistafélags Háskóla Íslands um þátttöku á málþingi um frjósemisfrelsi íslenskra kvenna. 27. mars 2019 17:58 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, er farinn í leyfi frá þingstörfum. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu og hefur Vísir fengið þetta staðfest. Þingmaðurinn sendi tilkynningu um leyfið með tölvupósti til formanna og þingflokkformanna nokkurra flokka á Alþingi á fimmta tímanum í dag en þar kom hvorki fram hvers vegna hann fer í leyfi frá störfum né hversu langt leyfi hann hyggst taka sér. Fram kemur í tölvupóstinum að þau Þorsteinn Sæmundsson og Anna Kolbrún Árnadóttir muni leysa hann af sem þingflokksformann þar til Bergþór Ólason kemur heim en hann er erlendis. Ekki hefur náðst í Gunnar Braga vegna málsins og Þorsteinn sagðist í samtali við Vísi hvorki kunna skýringar á því hvers vegna samflokksmaður hans væri farinn í leyfi né hversu lengi hann hyggst vera frá. Þorsteinn sagðist hins vegar búast við því að halda á þingflokksformennskunni í byrjun næstu viku þar sem Anna Kolbrún er í embættiserindum erlendis. Þá mun varaþingmaður koma inn fyrir Gunnar Braga á mánudaginn en það er Una María Óskarsdóttir. Í samtali við Vísi segir hún ekki ljóst hversu lengi hún verður á þingi og þá kvaðst hún ekki vita hvers vegna Gunnar Bragi tekur sér leyfi.Gunnar Bragi er einn þingmannanna sex sem sátu á Klaustur Bar í nóvember síðastliðnum og létu ýmis óviðeigandi ummæli falla um samstarfsmenn sína á þingi og aðra nafntogaða einstaklinga í þjóðfélaginu. Í kjölfar þess að upptökurnar af samræðum þingmannanna á Klaustur voru opinberaðar fór Gunnar Bragi í ótímabundið launalaust leyfi frá þingstörfum. Hann settist aftur á þing í janúar síðastliðnum en gerði ekki boð á undan sér, frekar en Bergþór sem einnig hafði farið í ótímabundið leyfi. Mörgum þingmönnum var brugðið við að sjá þá snúa aftur. Þar á meðal var Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, en hún fékk mikla útreið hjá þingmönnum Miðflokksins í samræðum þeirra á Klaustur.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokksmenn óánægðir með birtingu álits siðanefndar sem sett var á vef Alþingis fyrir mistök Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmenn Miðflokksins, eru ósátt við að álit siðanefndar á því hvort umræður þeirra og athæfi á barnum Klaustri á síðasta ári falli undir siðareglur Alþingis hafi verið birt á vef Alþingis. Álitið var birt fyrir mistök að sögn skrifstofustjóra Alþingis. 26. mars 2019 23:06 Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 Gunnar Bragi sakar Femínistafélag HÍ og Kvenréttindafélag Íslands um rógburð og einelti Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, afþakkaði boð Femínistafélags Háskóla Íslands um þátttöku á málþingi um frjósemisfrelsi íslenskra kvenna. 27. mars 2019 17:58 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Miðflokksmenn óánægðir með birtingu álits siðanefndar sem sett var á vef Alþingis fyrir mistök Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmenn Miðflokksins, eru ósátt við að álit siðanefndar á því hvort umræður þeirra og athæfi á barnum Klaustri á síðasta ári falli undir siðareglur Alþingis hafi verið birt á vef Alþingis. Álitið var birt fyrir mistök að sögn skrifstofustjóra Alþingis. 26. mars 2019 23:06
Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41
Gunnar Bragi sakar Femínistafélag HÍ og Kvenréttindafélag Íslands um rógburð og einelti Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, afþakkaði boð Femínistafélags Háskóla Íslands um þátttöku á málþingi um frjósemisfrelsi íslenskra kvenna. 27. mars 2019 17:58