Fimm handteknir í dómsmálaráðuneytinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. apríl 2019 16:50 Fimm mótmælendur voru handteknir í dómsmálaráðuneytinu á fjórða tímanum í dag fyrir að hlíta ekki fyrirmælum lögreglu. Vísir/sigurjon Fimm mótmælendur voru handteknir í dómsmálaráðuneytinu á fimmta tímanum í dag fyrir að hlíta ekki fyrirmælum lögreglu. Fréttastofu fékk ábendingu um handtökurnar frá mótmælanda og aðalvarðstjóri staðfestir þetta. Þetta er fjórði dagurinn í röð sem No borders, ásamt öðrum samtökum, standa að kyrrsetumótmælum í anddyri dómsmálaráðuneytisins. Þetta gera þau í þeirri von um að fá fund með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, dómsmálaráðherra, til að ræða um stöðu hælisleitenda hér á landi. „Ég get staðfest að það voru fimm aðilar handteknir fyrir að hlíta ekki fyrirmælum lögreglu, margítrekuðum, og þau voru flutt á lögreglustöð í framhaldinu og þau mega eiga von á að fá sektir fyrir að hlíta ekki fyrirmælum,“ segir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Hver voru fyrirmælin?„Að yfirgefa anddyrið. Ítrekuð fyrirmæli. Það var í rauninni búið að gefa þessi fyrirmæli síðustu þrjá daga. Það var búið að bera þau út í þrjá daga og þótti nóg komið. Næsta skref var að handtaka þau og sekta fyrir.“ Hópur mótmælenda hyggst næst mótmæla fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Tilkynningu lögreglu vegna mótmælanna má sjá hér fyrir neðan:Fimm mótmælendur voru handteknir í húsakynnum dómsmálaráðuneytisins um fjögurleytið í dag, en þeir neituðu að hlýða ítrekuðum fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa húsnæðið. Lögreglan kom á vettvang að beiðni ráðuneytisins, fimmmenningarnir voru fluttir á lögreglustöð til skýrslutöku.Fimm voru handteknir í dómsmálaráðuneytinu á fimmta tímanum í dag.Vísir/sigurjonMótmælendur stóðu fyrir kyrrsetumótmælum í dómsmálaráðuneytinu fjórða daginn í röð.Vísir/sigurjón Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Sjá meira
Fimm mótmælendur voru handteknir í dómsmálaráðuneytinu á fimmta tímanum í dag fyrir að hlíta ekki fyrirmælum lögreglu. Fréttastofu fékk ábendingu um handtökurnar frá mótmælanda og aðalvarðstjóri staðfestir þetta. Þetta er fjórði dagurinn í röð sem No borders, ásamt öðrum samtökum, standa að kyrrsetumótmælum í anddyri dómsmálaráðuneytisins. Þetta gera þau í þeirri von um að fá fund með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, dómsmálaráðherra, til að ræða um stöðu hælisleitenda hér á landi. „Ég get staðfest að það voru fimm aðilar handteknir fyrir að hlíta ekki fyrirmælum lögreglu, margítrekuðum, og þau voru flutt á lögreglustöð í framhaldinu og þau mega eiga von á að fá sektir fyrir að hlíta ekki fyrirmælum,“ segir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Hver voru fyrirmælin?„Að yfirgefa anddyrið. Ítrekuð fyrirmæli. Það var í rauninni búið að gefa þessi fyrirmæli síðustu þrjá daga. Það var búið að bera þau út í þrjá daga og þótti nóg komið. Næsta skref var að handtaka þau og sekta fyrir.“ Hópur mótmælenda hyggst næst mótmæla fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Tilkynningu lögreglu vegna mótmælanna má sjá hér fyrir neðan:Fimm mótmælendur voru handteknir í húsakynnum dómsmálaráðuneytisins um fjögurleytið í dag, en þeir neituðu að hlýða ítrekuðum fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa húsnæðið. Lögreglan kom á vettvang að beiðni ráðuneytisins, fimmmenningarnir voru fluttir á lögreglustöð til skýrslutöku.Fimm voru handteknir í dómsmálaráðuneytinu á fimmta tímanum í dag.Vísir/sigurjonMótmælendur stóðu fyrir kyrrsetumótmælum í dómsmálaráðuneytinu fjórða daginn í röð.Vísir/sigurjón
Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Sjá meira