Hafnar því að Seðlabankanum sé stillt upp við vegg og fagnar mínútunum fjörutíu og fimm Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2019 15:53 Ragnar Þór Ingólfsson brosti sínu breiðasta í gærkvöldi þegar samningar voru undirritaðir og svo kynntir í Ráðherrabústaðnum. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það af og frá að verið sé að stilla Seðlabanka Íslands upp við vegg þegar komi að forsendaákvæði nýs kjarasamnings vinnumarkaðs og atvinnurekenda. Ein forsendan er að stýrivextir lækki verulega. Herma heimildir Vísis að lækkunin þurfi að vera komin niður í 3,75% í september 2020. Það sé talan sem aðilar vinnumarkaðarins miði við. Um er að ræða hliðarsamning við kjarasamninginn, sem Kjarninn greindi fyrst frá, sem taka á til endurskoðunar í september 2020. Þá stendur til að miða við lækkun um 0,25 prósentustig til viðbótar svo lækkunin verði orðin eitt prósent og stýrivextirnir, sem nú eru 4,5%, verði 3,5%. Ragnar vill ekkert tjá sig um tölur en segir vissulega eitt af forsenduákvæðum kjarasamningsins að stýrivextirnir lækki verulega.Már Guðmundsson Seðlabankastjóri og kollegar hans í peningastefnunefnd geta áfram tekið sínar sjálfstæðu ákvarðanir, að sögn Ragnars Þórs.Vísir/VilhelmVaxtaákvörðun Seðlabankans sjálfstæð sem fyrr Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabankans, segir í viðtali við Bloomberg að það sé klikkuð hugmynd að stilla Seðlabankanum þannig upp við vegg og gera honum erfiðara fyrir að bregðast við verðbólgu. Ásgeir Jónsson hagfræðingur og Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabankans, tala á svipuðum nótum. Þá hefur Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, verið mjög gagnrýninn. „Það er alls ekki verið að stilla Seðlabankanum upp við vegg,“ segir Ragnar Þór. Bankinn sé sjálfstæð stofnun sem taki sínar ákvarðanir. „Ekki frekar en Seðlabankinn sé að stilla verkalýðsforystunni upp við vegg með því að tala fyrir hóflegum samningum og hóta vaxtahækkunum,“ segir Ragnar Þór. Verkalýðshreyfingin geti gert hvaða forsenduákvæði sem er í samningunum. Verðbólga og efndir stjórnvalda sé þar að finna og sömuleiðis kaupmáttur launa. Allt þetta og fleira geti orðið til þess að kjarasamningum verði sagt upp. „Við erum að gefa töluvert eftir fyrsta árið í krónutölum til að vera undri ákveðnum markmiðum sem Seðlabanki Íslands hefur gefið upp að þurfi að vera til staðar til að lækka vexti.“ Það sé sjálfstæð ákvörðun bankans líkt og aðila vinnumarkaðarins að segja upp samningum.Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, virtist ekkert himinlifandi með samningana sem undriritaðir voru í gær. Framkvæmdastjóri Eflingar segir samninginn ásættanlegan.Vísir/VilhelmHrein stytting hjá VR Fram hefur komið að túlkun ASÍ og Eflingar á styttingu vinnuvikunnar er æði ólík. ASÍ talar um söguleg tíðindi á meðan Efling gerir lítið úr þeim. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi styttingu vinnuvikunnar. Viðar segir að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi fyrir hönd síns félags náð fram raunverulegri styttingu á vinnutíma síns starfsfólks. Það sama sé ekki upp á teningnum hjá almennu verkafólki. Ragnar segir í samtali við Vísi um nokkuð flókið atriði að ræða. Í grunninn þurfi breytingu á vinnuskipulagi til hjá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins á meðan um sé að ræða hreina styttingu vinnutímans hjá VR.Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, kynnti í gærkvöldi þann hluta nýundirritaðra kjarasamninga SGS og SA sem snúa að styttingu vinnuvikunnar. Ekki er um hreina styttingu að ræða líkt og í tilfelli félagsmanna VR.vísir/vilhelmUmtalsverður ávinningur fyrir félagsmenn VR Breytingin taki gildi um áramótin sem gefi liðsmönnum VR tíma og tækifæri til að fara í heilmikla kynningu á breytingunum hjá sínu fólki. Um er að ræða hreina styttingu vinnuvikunnar um 45 mínútur á viku, eða níu mínútur á dag. „Þetta er umtalsverður ávinningur fyrir okkar félagsmenn, bæði skrifstofu- og afgreiðslufólk,“ segir Ragnar Þór. Útfærslan geti verið ólík og þá sérstaklega ef starfsfólk kýs að vinnu kaffitímana líka. Þá geti það hætt á hádegi aðra hverja viku, unnið sér inn frídag eða annað. „Þetta er það sem okkar félagsmenn voru að kalla eftir.“ Kjaramál Seðlabankinn Verkföll 2019 Vinnumarkaður Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það af og frá að verið sé að stilla Seðlabanka Íslands upp við vegg þegar komi að forsendaákvæði nýs kjarasamnings vinnumarkaðs og atvinnurekenda. Ein forsendan er að stýrivextir lækki verulega. Herma heimildir Vísis að lækkunin þurfi að vera komin niður í 3,75% í september 2020. Það sé talan sem aðilar vinnumarkaðarins miði við. Um er að ræða hliðarsamning við kjarasamninginn, sem Kjarninn greindi fyrst frá, sem taka á til endurskoðunar í september 2020. Þá stendur til að miða við lækkun um 0,25 prósentustig til viðbótar svo lækkunin verði orðin eitt prósent og stýrivextirnir, sem nú eru 4,5%, verði 3,5%. Ragnar vill ekkert tjá sig um tölur en segir vissulega eitt af forsenduákvæðum kjarasamningsins að stýrivextirnir lækki verulega.Már Guðmundsson Seðlabankastjóri og kollegar hans í peningastefnunefnd geta áfram tekið sínar sjálfstæðu ákvarðanir, að sögn Ragnars Þórs.Vísir/VilhelmVaxtaákvörðun Seðlabankans sjálfstæð sem fyrr Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabankans, segir í viðtali við Bloomberg að það sé klikkuð hugmynd að stilla Seðlabankanum þannig upp við vegg og gera honum erfiðara fyrir að bregðast við verðbólgu. Ásgeir Jónsson hagfræðingur og Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabankans, tala á svipuðum nótum. Þá hefur Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, verið mjög gagnrýninn. „Það er alls ekki verið að stilla Seðlabankanum upp við vegg,“ segir Ragnar Þór. Bankinn sé sjálfstæð stofnun sem taki sínar ákvarðanir. „Ekki frekar en Seðlabankinn sé að stilla verkalýðsforystunni upp við vegg með því að tala fyrir hóflegum samningum og hóta vaxtahækkunum,“ segir Ragnar Þór. Verkalýðshreyfingin geti gert hvaða forsenduákvæði sem er í samningunum. Verðbólga og efndir stjórnvalda sé þar að finna og sömuleiðis kaupmáttur launa. Allt þetta og fleira geti orðið til þess að kjarasamningum verði sagt upp. „Við erum að gefa töluvert eftir fyrsta árið í krónutölum til að vera undri ákveðnum markmiðum sem Seðlabanki Íslands hefur gefið upp að þurfi að vera til staðar til að lækka vexti.“ Það sé sjálfstæð ákvörðun bankans líkt og aðila vinnumarkaðarins að segja upp samningum.Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, virtist ekkert himinlifandi með samningana sem undriritaðir voru í gær. Framkvæmdastjóri Eflingar segir samninginn ásættanlegan.Vísir/VilhelmHrein stytting hjá VR Fram hefur komið að túlkun ASÍ og Eflingar á styttingu vinnuvikunnar er æði ólík. ASÍ talar um söguleg tíðindi á meðan Efling gerir lítið úr þeim. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi styttingu vinnuvikunnar. Viðar segir að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi fyrir hönd síns félags náð fram raunverulegri styttingu á vinnutíma síns starfsfólks. Það sama sé ekki upp á teningnum hjá almennu verkafólki. Ragnar segir í samtali við Vísi um nokkuð flókið atriði að ræða. Í grunninn þurfi breytingu á vinnuskipulagi til hjá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins á meðan um sé að ræða hreina styttingu vinnutímans hjá VR.Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, kynnti í gærkvöldi þann hluta nýundirritaðra kjarasamninga SGS og SA sem snúa að styttingu vinnuvikunnar. Ekki er um hreina styttingu að ræða líkt og í tilfelli félagsmanna VR.vísir/vilhelmUmtalsverður ávinningur fyrir félagsmenn VR Breytingin taki gildi um áramótin sem gefi liðsmönnum VR tíma og tækifæri til að fara í heilmikla kynningu á breytingunum hjá sínu fólki. Um er að ræða hreina styttingu vinnuvikunnar um 45 mínútur á viku, eða níu mínútur á dag. „Þetta er umtalsverður ávinningur fyrir okkar félagsmenn, bæði skrifstofu- og afgreiðslufólk,“ segir Ragnar Þór. Útfærslan geti verið ólík og þá sérstaklega ef starfsfólk kýs að vinnu kaffitímana líka. Þá geti það hætt á hádegi aðra hverja viku, unnið sér inn frídag eða annað. „Þetta er það sem okkar félagsmenn voru að kalla eftir.“
Kjaramál Seðlabankinn Verkföll 2019 Vinnumarkaður Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira