Marinn og blár eftir að hafa verið dreginn út úr ráðuneytinu Jakob Bjarnar skrifar 4. apríl 2019 14:12 Eins og sjá má stórsér á Bjarna Daníel eftir að lögreglan dró hann út úr ráðuneytinu og henti honum og félögum hans út. visir/sigurjón Nokkrir mótmælendur á vegum No Borders voru bornir út úr dómsmálaráðuneytinu í dag. Þau höfðu komið sér fyrir í anddyri ráðuneytisins og fengið sér sæti á gólfinu. Um er að ræða þriðja kyrrsetuverkfallið á þremur dögum. Eins og sjá má á myndinni þá stórsér á einum mótmælenda. Hann heitir Bjarni Daníel. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af atburðum en tökumaður fréttastofu voru á vettvangi.„Já, ég var dreginn fremur ruddalega út af lögreglunni. Ég held að það sé allt í lagi með mig en mér líður ekkert sérstaklega vel,“ sagði Bjarni Daníel í samtali við Vísi. Hann segist ekki vita hvað hann muni gera, hvort hann muni kæra lögregluna fyrir hörku; fyrsta skrefið sé að fara á heilsugæslustöðina og fá áverkavottorð. „Nei, þetta lítur ekkert sérstaklega vel út en ég held nú að það sé í lagi með mig. Lögregla, var líkt og á þriðjudaginn, kölluð til að fjarlægja mótmælendurna sem vilja minna stjórnvöld á að ekki sé hægt að hundsa fólk í neyð sem biðji um áheyrn. Samtökin hafa þegar fengið fund með forsætisráðuneytinu sem vísaði þeim á dómsmálaráðuneytið.Mótmælendur í ráðuneytinu, áður en lögreglan kom og henti þeim út. Bjarni Daníel segir þá hafa sýnt talsvert meiri hörku nú en í gær, svo virðist sem þeir séu orðnir leiðir á mótmælendunum.visir/jói kBjarni segir að þetta hafi ekki verið neitt sérstaklega þægilegt. Og hann segir að það sé talsvert meiri harka í lögregluliðinu gagnvart sér og mótmælendum en í gær og í fyrradag. „Já, það er eins og það sé extra harka í þeim núna. Eins og þeir séu orðnir svolítið þreyttir á okkur.“ Bjarni Daníel telur að lögreglan hafi verið óþarflega harðhent. Sér í lagi þegar litið er til þess að hann barðist ekkert á móti eftir að lögreglan náði á honum taki. „En, þetta er ekkert alvarlegt. Það er ekkert aðalatriði að ég sé beittir ofbeldi í þetta eina skipti. Smávægilegt í samanburði við það ofbeldi sem flóttafólk má búa við á hverjum degi,“ segir Bjarni Daníel. Þetta sé nú bara einhver skráma sem kom eftir að lögreglan dró hann eftir gangstéttinni. Mótmælendur hafa ekki fengið fund með ráðherra sem komið er. Samtökin hafa fimm kröfur sem flóttafólk vill ræða við dómsmálaráðuneytið um. 1. Ekki fleiri brottvísanir, byrja á að stöðva brottvísanir til Grikklands og Ítalíu. 2. Efnismeðferð fyrir alla, sérstaklega fólk sem á það á hættu að vera vísað til óöruggs lands frá öðru Evrópuríki. 3. Atvinnuleyfi á meðan á umsókn stendur. 4. Jafn aðgangur að heilbrigðiskerfi. 5. Að endir sé bundin á einangrunina sem flóttafólk á Ásbrú og annars staðar fyrir utan höfuðborgarsvæðið býr við.Ummælakerfinu hefur verið lokað við þessa frétt vegna fjölda meiðandi ummæla. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Nokkrir mótmælendur á vegum No Borders voru bornir út úr dómsmálaráðuneytinu í dag. Þau höfðu komið sér fyrir í anddyri ráðuneytisins og fengið sér sæti á gólfinu. Um er að ræða þriðja kyrrsetuverkfallið á þremur dögum. Eins og sjá má á myndinni þá stórsér á einum mótmælenda. Hann heitir Bjarni Daníel. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af atburðum en tökumaður fréttastofu voru á vettvangi.„Já, ég var dreginn fremur ruddalega út af lögreglunni. Ég held að það sé allt í lagi með mig en mér líður ekkert sérstaklega vel,“ sagði Bjarni Daníel í samtali við Vísi. Hann segist ekki vita hvað hann muni gera, hvort hann muni kæra lögregluna fyrir hörku; fyrsta skrefið sé að fara á heilsugæslustöðina og fá áverkavottorð. „Nei, þetta lítur ekkert sérstaklega vel út en ég held nú að það sé í lagi með mig. Lögregla, var líkt og á þriðjudaginn, kölluð til að fjarlægja mótmælendurna sem vilja minna stjórnvöld á að ekki sé hægt að hundsa fólk í neyð sem biðji um áheyrn. Samtökin hafa þegar fengið fund með forsætisráðuneytinu sem vísaði þeim á dómsmálaráðuneytið.Mótmælendur í ráðuneytinu, áður en lögreglan kom og henti þeim út. Bjarni Daníel segir þá hafa sýnt talsvert meiri hörku nú en í gær, svo virðist sem þeir séu orðnir leiðir á mótmælendunum.visir/jói kBjarni segir að þetta hafi ekki verið neitt sérstaklega þægilegt. Og hann segir að það sé talsvert meiri harka í lögregluliðinu gagnvart sér og mótmælendum en í gær og í fyrradag. „Já, það er eins og það sé extra harka í þeim núna. Eins og þeir séu orðnir svolítið þreyttir á okkur.“ Bjarni Daníel telur að lögreglan hafi verið óþarflega harðhent. Sér í lagi þegar litið er til þess að hann barðist ekkert á móti eftir að lögreglan náði á honum taki. „En, þetta er ekkert alvarlegt. Það er ekkert aðalatriði að ég sé beittir ofbeldi í þetta eina skipti. Smávægilegt í samanburði við það ofbeldi sem flóttafólk má búa við á hverjum degi,“ segir Bjarni Daníel. Þetta sé nú bara einhver skráma sem kom eftir að lögreglan dró hann eftir gangstéttinni. Mótmælendur hafa ekki fengið fund með ráðherra sem komið er. Samtökin hafa fimm kröfur sem flóttafólk vill ræða við dómsmálaráðuneytið um. 1. Ekki fleiri brottvísanir, byrja á að stöðva brottvísanir til Grikklands og Ítalíu. 2. Efnismeðferð fyrir alla, sérstaklega fólk sem á það á hættu að vera vísað til óöruggs lands frá öðru Evrópuríki. 3. Atvinnuleyfi á meðan á umsókn stendur. 4. Jafn aðgangur að heilbrigðiskerfi. 5. Að endir sé bundin á einangrunina sem flóttafólk á Ásbrú og annars staðar fyrir utan höfuðborgarsvæðið býr við.Ummælakerfinu hefur verið lokað við þessa frétt vegna fjölda meiðandi ummæla.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira