Eitt af hverjum 20 börnum á Filippseyjum yfirgefið, munaðarlaust eða vanrækt Heimsljós kynnir 4. apríl 2019 11:00 SOS Barnaþorpið í Tacloban á Filipppseyjum. Fjölskyldueflingin nær til nágrennis þess. SOS Fjölskyldueflingarverkefni SOS Barnaþorpanna á Filippseyjum hófst með formlegum hætti í byrjun mánaðarins. SOS á Íslandi fjármagnar verkefnið með stuðningi utanríkisráðuneytisins sem lagði til rúmar 45 milljónir króna. Mótframlag SOS eru rúmar 11 milljónir króna og það er fjármagnað af styrktaraðilum SOS á Íslandi sem kallast SOS-fjölskylduvinir.Í frétt á vef SOS kemur fram að verkefnið á Filippseyjum sé til þriggja ára. Það nær til 1800 barna og ungmenna og snýst um klæðskerasniðna aðstoð við barnafjölskyldur „sem eiga erfitt með að mæta þörfum barnanna og börnin eiga á hættu að missa forsjá foreldra sinna,“ eins og segir í fréttinni. Þar kemur fram að eitt af hverjum tuttugu börnum á Filippseyjum hafi verið yfirgefið, sé munaðarlaust eða vanrækt. SOS á Íslandi hefur haft nokkra aðkomu að útfærslu verkefnisins, meðal annars umfang þess og staðsetningar í samráði við heimamenn. Þeir sjá þó um aðaláherslur og útfærslu þess. „Með formlegu upphafi verkefnisins á mánudaginn hófst ferli ráðninga á starfsfólki, uppsetning skrifstofu og önnur skipulagning en skjólstæðingar hafa þegar verið valdir eftir mati fagfólks á svæðinu,“ segir í fréttinni. SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna nú þrjú fjölskyldueflingarverkefni en hin eru í Eþíópíu og Perú.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent
Fjölskyldueflingarverkefni SOS Barnaþorpanna á Filippseyjum hófst með formlegum hætti í byrjun mánaðarins. SOS á Íslandi fjármagnar verkefnið með stuðningi utanríkisráðuneytisins sem lagði til rúmar 45 milljónir króna. Mótframlag SOS eru rúmar 11 milljónir króna og það er fjármagnað af styrktaraðilum SOS á Íslandi sem kallast SOS-fjölskylduvinir.Í frétt á vef SOS kemur fram að verkefnið á Filippseyjum sé til þriggja ára. Það nær til 1800 barna og ungmenna og snýst um klæðskerasniðna aðstoð við barnafjölskyldur „sem eiga erfitt með að mæta þörfum barnanna og börnin eiga á hættu að missa forsjá foreldra sinna,“ eins og segir í fréttinni. Þar kemur fram að eitt af hverjum tuttugu börnum á Filippseyjum hafi verið yfirgefið, sé munaðarlaust eða vanrækt. SOS á Íslandi hefur haft nokkra aðkomu að útfærslu verkefnisins, meðal annars umfang þess og staðsetningar í samráði við heimamenn. Þeir sjá þó um aðaláherslur og útfærslu þess. „Með formlegu upphafi verkefnisins á mánudaginn hófst ferli ráðninga á starfsfólki, uppsetning skrifstofu og önnur skipulagning en skjólstæðingar hafa þegar verið valdir eftir mati fagfólks á svæðinu,“ segir í fréttinni. SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna nú þrjú fjölskyldueflingarverkefni en hin eru í Eþíópíu og Perú.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent