Vinnuvikan verði 36 stundir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. apríl 2019 23:54 Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, kynnir þann hluta nýundirritaðra kjarasamningaSGS og SA sem snúa að styttingu vinnuvikunnar. vísir/vilhelm Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. Á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í kvöld kynnti Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, þennan hluta samninganna en fara má ýmsar leiðir að því að stytta vinnuvikuna samkvæmt kynningunni í kvöld. Allar virðast þær miða að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir, það er að hún verði 36 stundir í stað 40 eins og nú er. Flosi kynnti þær útfærslur sem finna má í kjarasamningi SGS og Samtaka atvinnulífsins en fram kom í máli hans að í kjarasamningum verslunarmanna sé einnig fjallað um styttingu vinnuvikunnar. Í kynningunni kom fram að lífskjarasamningurinn, eins og hann er kallaður, gefi starfsfólki möguleika á að kjósa um styttri vinnuviku á hverjum vinnustað fyrir sig. Starfsfólk og atvinnurekendur velja svo það fyrirkomulag sem hentar best á þeirra vinnustað. Óbreytt fyrirkomulag er einn kostur en annar kostur er að starfsmenn og atvinnurekendur komist að samkomulagi um að nýta styttingu á hverjum degi. Samkvæmt kynningunni mun þá hver vinnudagur styttast um 53 mínútur. Þriðji valmöguleikinn er að starfsmenn og atvinnurekendur semji um það að ljúka störfum rétt fyrir hádegi á föstudögum. Hver föstudagur myndi þá styttast um 212 mínútur. Fjórði kosturinn er svo að starfsmenn taki frí annan hvern föstudag. Annar hver föstudagur væri þá viðbótarfrídagur. Þar sem vélar stjórna hraða starfseminnar gætu starfsfólk og atvinnurekendur svo komist að samkomulagi um að nýta styttingu á hverjum degi. Hvíldarhlé væru svo útfærð á hverjum vinnustað eftir þörfum og aðstæðum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. Á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í kvöld kynnti Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, þennan hluta samninganna en fara má ýmsar leiðir að því að stytta vinnuvikuna samkvæmt kynningunni í kvöld. Allar virðast þær miða að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir, það er að hún verði 36 stundir í stað 40 eins og nú er. Flosi kynnti þær útfærslur sem finna má í kjarasamningi SGS og Samtaka atvinnulífsins en fram kom í máli hans að í kjarasamningum verslunarmanna sé einnig fjallað um styttingu vinnuvikunnar. Í kynningunni kom fram að lífskjarasamningurinn, eins og hann er kallaður, gefi starfsfólki möguleika á að kjósa um styttri vinnuviku á hverjum vinnustað fyrir sig. Starfsfólk og atvinnurekendur velja svo það fyrirkomulag sem hentar best á þeirra vinnustað. Óbreytt fyrirkomulag er einn kostur en annar kostur er að starfsmenn og atvinnurekendur komist að samkomulagi um að nýta styttingu á hverjum degi. Samkvæmt kynningunni mun þá hver vinnudagur styttast um 53 mínútur. Þriðji valmöguleikinn er að starfsmenn og atvinnurekendur semji um það að ljúka störfum rétt fyrir hádegi á föstudögum. Hver föstudagur myndi þá styttast um 212 mínútur. Fjórði kosturinn er svo að starfsmenn taki frí annan hvern föstudag. Annar hver föstudagur væri þá viðbótarfrídagur. Þar sem vélar stjórna hraða starfseminnar gætu starfsfólk og atvinnurekendur svo komist að samkomulagi um að nýta styttingu á hverjum degi. Hvíldarhlé væru svo útfærð á hverjum vinnustað eftir þörfum og aðstæðum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Tengdar fréttir Efling segist hafa slegið 25 prósent af kröfum sínum Hreinar launahækkanir til þeirra sem starfa á töxtum nema 90 þúsund krónum í fjórum hækkunum yfir samningstímann, sem er til 3 ára og 8 mánaða. 3. apríl 2019 22:45 Svona ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir afnámi verðtryggingarinnar Frá og með ársbyrjun árið 2020 verður óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Á sama tíma verður lágmarkstími verðtryggðra lána lengdur úr fimm árum í tíu ár. 3. apríl 2019 23:27 Kjarasamningar undirritaðir Kjarasamningar um þrjátíu stéttarfélaga og SA voru undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan 22:20 í kvöld. 3. apríl 2019 22:18 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Efling segist hafa slegið 25 prósent af kröfum sínum Hreinar launahækkanir til þeirra sem starfa á töxtum nema 90 þúsund krónum í fjórum hækkunum yfir samningstímann, sem er til 3 ára og 8 mánaða. 3. apríl 2019 22:45
Svona ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir afnámi verðtryggingarinnar Frá og með ársbyrjun árið 2020 verður óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Á sama tíma verður lágmarkstími verðtryggðra lána lengdur úr fimm árum í tíu ár. 3. apríl 2019 23:27
Kjarasamningar undirritaðir Kjarasamningar um þrjátíu stéttarfélaga og SA voru undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan 22:20 í kvöld. 3. apríl 2019 22:18