Mikilvægt að stjórnvöld líti sérstaklega til fatlaðra kvenna við lagasetningu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 3. apríl 2019 18:44 „Þetta gerir málefni kvenna og málefni fatlaðra kvenna almennari,“ segir Dr Lucy-Ann Buckley, dósent í lögfræði hjá National University of Ireland í Galway, um 6 grein samnings Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Greinin fjallar sérstaklega um réttindi kvenna með fötlun. „Í hvert sinn sem ríkið þarf að líta til stefnumörkunar eða lagasetningu þurfa þau ekki bara að spyrja sig hvernig þetta hefur áhrif á fólk með fötlun heldur einnig hvernig þetta hefur áhrif á konur með fötlun“. Lucy-Ann hélt lykilerindi á málþingi Kvennahreyfingar Öryrkjabandalagsins um málefni kvenna með fötlun í dag en hún sérhæfir sig í jafnréttislögum og meðal annars samtvinnun mismununar á grundvelli kyns og fötlunar á vinnumarkaði. Hún segir að fyrirbæri á borð við 6. ákvæðið í samningi Sameinuðu Þjóðanna mikilvægt til að tryggja sérstaklega viðkvæma hópa. „Ástæðan fyrir þessu er að það er fjöldi mála sem hafa áhrif á konur með fötlun sem hafa ekki áhrif á annað fólk með fötlun.“ Hún nefnir í þessu samhengi fólk sem gæti orðið fyrir svokölluðum samþættum fordómum. „Það þýðir að það er sérstök hætta sem steðjar að undirhópum í samfélaginu. Við getum til dæmis verið að glíma við hættur sem steðja að frumbyggjakonum með fötlun eða eldri konum með fötlun.“ Hún segir tölurnur renna stoðum undir þá kröfu um að réttindi þessara hópa eigi að bæta til muna. Til dæmis er mun líklegara að fatlaðar konur verði fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreiti en aðrar konur. „Þær eru tvisvar til þrisvar sinnum líklegari til að verða fyrir kynferðisofbeldi heldur en konur án fötlunar,“ segir Lucy-Ann. „Sömu sögu er að segja um börn með fötlun. Börn með fötlun eru fjórum sinnum líklegari en önnur börn til að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Innan sama hóps má einnig sjá að stúlkur með fötlun, til dæmis blindar, heyrnarlausar, á einhverfurófinu eða með þroskaskerðingu, eru í meiri hættu en drengir með fötlun.“Hér má sjá upptöku af fundi Kvennahreyfingar Öryrkjabandalagsins um konur með fötlun. Félagsmál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
„Þetta gerir málefni kvenna og málefni fatlaðra kvenna almennari,“ segir Dr Lucy-Ann Buckley, dósent í lögfræði hjá National University of Ireland í Galway, um 6 grein samnings Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Greinin fjallar sérstaklega um réttindi kvenna með fötlun. „Í hvert sinn sem ríkið þarf að líta til stefnumörkunar eða lagasetningu þurfa þau ekki bara að spyrja sig hvernig þetta hefur áhrif á fólk með fötlun heldur einnig hvernig þetta hefur áhrif á konur með fötlun“. Lucy-Ann hélt lykilerindi á málþingi Kvennahreyfingar Öryrkjabandalagsins um málefni kvenna með fötlun í dag en hún sérhæfir sig í jafnréttislögum og meðal annars samtvinnun mismununar á grundvelli kyns og fötlunar á vinnumarkaði. Hún segir að fyrirbæri á borð við 6. ákvæðið í samningi Sameinuðu Þjóðanna mikilvægt til að tryggja sérstaklega viðkvæma hópa. „Ástæðan fyrir þessu er að það er fjöldi mála sem hafa áhrif á konur með fötlun sem hafa ekki áhrif á annað fólk með fötlun.“ Hún nefnir í þessu samhengi fólk sem gæti orðið fyrir svokölluðum samþættum fordómum. „Það þýðir að það er sérstök hætta sem steðjar að undirhópum í samfélaginu. Við getum til dæmis verið að glíma við hættur sem steðja að frumbyggjakonum með fötlun eða eldri konum með fötlun.“ Hún segir tölurnur renna stoðum undir þá kröfu um að réttindi þessara hópa eigi að bæta til muna. Til dæmis er mun líklegara að fatlaðar konur verði fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreiti en aðrar konur. „Þær eru tvisvar til þrisvar sinnum líklegari til að verða fyrir kynferðisofbeldi heldur en konur án fötlunar,“ segir Lucy-Ann. „Sömu sögu er að segja um börn með fötlun. Börn með fötlun eru fjórum sinnum líklegari en önnur börn til að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Innan sama hóps má einnig sjá að stúlkur með fötlun, til dæmis blindar, heyrnarlausar, á einhverfurófinu eða með þroskaskerðingu, eru í meiri hættu en drengir með fötlun.“Hér má sjá upptöku af fundi Kvennahreyfingar Öryrkjabandalagsins um konur með fötlun.
Félagsmál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira