Undirritun samninga dregst á langinn Heimir Már Pétursson skrifar 3. apríl 2019 18:28 Stíft hefur verið fundað síðustu daga og vikur í húsakynnum ríkissáttasemjara. vísir/vilhelm Undirritun kjarasamninga um þrjátíu stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins hefur dregist fram eftir öllum degi. Vonir standa þó til að hægt verði að undirrita samningana í kvöld. Umtalsverðar breytingar verða gerðar á lögum um verðtryggingu lána og gripið til fjölda annarra aðgerða að hálfu stjórnvalda í tengslum við samningana. Forystufólk nítján félaga Starfsgreinasambandsins og níu félaga innan Landsambands verslunarmanna hefur setið sleitulaust í húsakynnum ríkissáttasemjara undanfarna tvo sólarhringa. Ekki tókst að kynna innihald samninga og aðgerðir ríkisstjórnarinnar seinnipartinn í gær eins og til stóð. Gefið var út að stefnt væri að undirritun samninga klukkan 15. Fjölmiðlar biður því fyrir utan skrifstofur ríkissáttasemjara frá því skömmu fyrir 15 eða allt þar til Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara, kom fram og tilkynnti að ólíklegt væri að skrifað yrði undir fyrir eða á meðan á kvöldfréttatímar útvarps- og sjónvarpsstöðvanna væru í loftinu, en engu að síður væri stefnt að því að skrifa undir samninga í kvöld. Ýmislegt hefur spurst út um innihald aðgerða stjórnvalda og samninganna. Engin verðtryggð lán verði veitt frá árinu 2020 til lengri tíma en 25 ára. Lágmarkslengd verðtryggðra lána verði tíu ár. Húsnæðisliðurinn verði tekinn úr vísitölu verðtryggðra lána. Ákvæði verða í kjarasamningum um uppsögn þeirra, lækki Seðlabankinn ekki vexti. Skattar verði lækkaðir um níu þúsund krónur á mánuði hjá lágtekjufólki. Lægstu laun hækki um 90 þúsund krónur á mánuði á þremur árum en almenn hækkun verði 70 þúsund krónur á mánuði. Þá verði vinnuvikan stytt en það ráðist af útfærslu á hverjum vinnustað. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti forseti Alþýðusambandsins, hafði þetta að segja um væntanlega samninga í Bítinu á Bylgjunni í dag. „Það er náttúrulega alltaf þannig, eins og er í kjarasamningsgerð með aðkomu stjórnvalda, að alltaf vill maður meira. En ég tel að það sem ríkisstjórnin er að koma með núna er mun meira en við höfum séð áður. Það er bara einfaldlega þannig,“ segir Vilhjálmur. Ríkisstjórnin mun ekki kynna innihald sinna aðgerða fyrr en skrifað hefur verið undir samningana. Bítið Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Vilja ekki fara sér óðslega Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ástæðan fyrir þeim töfum sem hafa orðið á undirritun kjarasamninga sé sú að samningagerðin sé tímafrek vinna. Fólk vilji ekki fara sér óðslega. Það sé sérstaklega mikilvægt að vanda til verka í orðalagi samningsins. 3. apríl 2019 18:27 Telur kjarasamningana geta dregið úr sundrungu á meðal þjóðarinnar Halldór segist vona að hægt verði að kynna nýstárlega kjarasamninga. Það sé mat hans að vel hafi tekist til í þetta sinn en hann telur að kjarasamningarnir muni draga úr sundrungu á meðal þjóðarinnar og séu þannig jákvætt innlegg í samfélagsumræðuna. 3. apríl 2019 09:49 Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Undirritun kjarasamninga um þrjátíu stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins hefur dregist fram eftir öllum degi. Vonir standa þó til að hægt verði að undirrita samningana í kvöld. Umtalsverðar breytingar verða gerðar á lögum um verðtryggingu lána og gripið til fjölda annarra aðgerða að hálfu stjórnvalda í tengslum við samningana. Forystufólk nítján félaga Starfsgreinasambandsins og níu félaga innan Landsambands verslunarmanna hefur setið sleitulaust í húsakynnum ríkissáttasemjara undanfarna tvo sólarhringa. Ekki tókst að kynna innihald samninga og aðgerðir ríkisstjórnarinnar seinnipartinn í gær eins og til stóð. Gefið var út að stefnt væri að undirritun samninga klukkan 15. Fjölmiðlar biður því fyrir utan skrifstofur ríkissáttasemjara frá því skömmu fyrir 15 eða allt þar til Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara, kom fram og tilkynnti að ólíklegt væri að skrifað yrði undir fyrir eða á meðan á kvöldfréttatímar útvarps- og sjónvarpsstöðvanna væru í loftinu, en engu að síður væri stefnt að því að skrifa undir samninga í kvöld. Ýmislegt hefur spurst út um innihald aðgerða stjórnvalda og samninganna. Engin verðtryggð lán verði veitt frá árinu 2020 til lengri tíma en 25 ára. Lágmarkslengd verðtryggðra lána verði tíu ár. Húsnæðisliðurinn verði tekinn úr vísitölu verðtryggðra lána. Ákvæði verða í kjarasamningum um uppsögn þeirra, lækki Seðlabankinn ekki vexti. Skattar verði lækkaðir um níu þúsund krónur á mánuði hjá lágtekjufólki. Lægstu laun hækki um 90 þúsund krónur á mánuði á þremur árum en almenn hækkun verði 70 þúsund krónur á mánuði. Þá verði vinnuvikan stytt en það ráðist af útfærslu á hverjum vinnustað. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti forseti Alþýðusambandsins, hafði þetta að segja um væntanlega samninga í Bítinu á Bylgjunni í dag. „Það er náttúrulega alltaf þannig, eins og er í kjarasamningsgerð með aðkomu stjórnvalda, að alltaf vill maður meira. En ég tel að það sem ríkisstjórnin er að koma með núna er mun meira en við höfum séð áður. Það er bara einfaldlega þannig,“ segir Vilhjálmur. Ríkisstjórnin mun ekki kynna innihald sinna aðgerða fyrr en skrifað hefur verið undir samningana.
Bítið Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Vilja ekki fara sér óðslega Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ástæðan fyrir þeim töfum sem hafa orðið á undirritun kjarasamninga sé sú að samningagerðin sé tímafrek vinna. Fólk vilji ekki fara sér óðslega. Það sé sérstaklega mikilvægt að vanda til verka í orðalagi samningsins. 3. apríl 2019 18:27 Telur kjarasamningana geta dregið úr sundrungu á meðal þjóðarinnar Halldór segist vona að hægt verði að kynna nýstárlega kjarasamninga. Það sé mat hans að vel hafi tekist til í þetta sinn en hann telur að kjarasamningarnir muni draga úr sundrungu á meðal þjóðarinnar og séu þannig jákvætt innlegg í samfélagsumræðuna. 3. apríl 2019 09:49 Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Vilja ekki fara sér óðslega Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ástæðan fyrir þeim töfum sem hafa orðið á undirritun kjarasamninga sé sú að samningagerðin sé tímafrek vinna. Fólk vilji ekki fara sér óðslega. Það sé sérstaklega mikilvægt að vanda til verka í orðalagi samningsins. 3. apríl 2019 18:27
Telur kjarasamningana geta dregið úr sundrungu á meðal þjóðarinnar Halldór segist vona að hægt verði að kynna nýstárlega kjarasamninga. Það sé mat hans að vel hafi tekist til í þetta sinn en hann telur að kjarasamningarnir muni draga úr sundrungu á meðal þjóðarinnar og séu þannig jákvætt innlegg í samfélagsumræðuna. 3. apríl 2019 09:49