Vilja ekki fara sér óðslega Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2019 18:27 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ástæðan fyrir þeim töfum sem hafa orðið á undirritun kjarasamninga sé sú að samningagerðin sé tímafrek vinna. Fólk vilji ekki fara sér óðslega. Það sé sérstaklega mikilvægt að vanda til verka í orðalagi samningsins. Vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í viðtali hjá Reykjavík síðdegis að ástæðan fyrir þeim töfum sem hafa orðið á undirritun kjarasamninga sé sú að samningagerðin sé tímafrek vinna. Fólk vilji ekki fara sér óðslega. Það sé sérstaklega mikilvægt að vanda til verka í orðalagi samningsins. „Það sem er jákvætt í þessu er að við erum raunverulega að klára þetta. Það er ekki verið að rjúka fram með einhverjar yfirlýsingar eða hálfkveðnar vísur. Við bara erum að klára þetta. Þetta er mjög langt komið,“ segir Ragnar. Sá þáttur sem lýtur að VR er nánast tilbúinn að sögn Ragnars. Nú sé verið að lesa yfir textann og klára smáatriði. „Ég veit ekki nákvæmlega hver staðan er hjá Starfsgreinafélögunum. En við erum rétt á lokametrunum Verslunarmenn og ég reikna með að þetta sé að nálgast líka hjá hinum. Það er ekkert bakslag þetta tekur bara tíma.“ Ragnar segir að samningurinn muni gilda til nóvembermánaðar árið 2022. Þá séu mörg atriði inn í hinum svokallaða „lífskjarapakka“ stjórnvalda sem komi til framkvæmda yfir tiltekin tímabil. „Gríðarlega mörg atriði og ég þyrfti að hafa tölvu fyrir framan mig til að geta lesið þau öll upp.“ Aðspurður hvort fyrirvarar séu gerðir í samningnum svarar Ragnar: „Þetta eru samningar sem eru um ákveðna sviðsmynd inn í nánustu framtíð og næstu ár og fyrirvararnir sem við gerum í samningnum snúast um þá sviðsmynd sem við erum að reyna að ná fram í þessum samningum.“ Ragnar segist ekki treysta sér í að nefna neina tímasetningu. „Við munum skrifa undir og við munum klára þetta hvort sem það verður eftir klukkutíma, tvo eða þrjá. Ég get bara ekki lengur sett mér einhver tímamörk af því að tímamörkin sem við höfum gefið okkur hingað til hafa ekki staðist.“ Kjaramál Reykjavík síðdegis Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hefði viljað ákveðnari lendingu um verðtryggingu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ætla að fylgja samkomulagi um verðtryggingu fast á eftir. 3. apríl 2019 12:10 Engin leið að segja hvenær skrifað verður undir Dregist hefur um tvær klukkustundir að skrifa undir kjarasamninga í húsakynnum Ríkissáttasemjara við Borgartún. Enn liggur ekkert fyrir um hvenær skrifað verði undir. 3. apríl 2019 17:06 Fundi frestað og stefnt að undirskrift á morgun Fundað aftur klukkan átta á morgun en Ragnar Þór segir samningsaðila hafa verið orðna dauðþreytta. 3. apríl 2019 00:01 Engar vöflur þrátt fyrir engar vöfflur Þetta er bara á allra allra allra allra síðustu metrunum. Við erum langt komin með að klára þetta núna. Ég reikna fastlega með því að hér hefjist undirritun von bráðar, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. 3. apríl 2019 16:28 Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í viðtali hjá Reykjavík síðdegis að ástæðan fyrir þeim töfum sem hafa orðið á undirritun kjarasamninga sé sú að samningagerðin sé tímafrek vinna. Fólk vilji ekki fara sér óðslega. Það sé sérstaklega mikilvægt að vanda til verka í orðalagi samningsins. „Það sem er jákvætt í þessu er að við erum raunverulega að klára þetta. Það er ekki verið að rjúka fram með einhverjar yfirlýsingar eða hálfkveðnar vísur. Við bara erum að klára þetta. Þetta er mjög langt komið,“ segir Ragnar. Sá þáttur sem lýtur að VR er nánast tilbúinn að sögn Ragnars. Nú sé verið að lesa yfir textann og klára smáatriði. „Ég veit ekki nákvæmlega hver staðan er hjá Starfsgreinafélögunum. En við erum rétt á lokametrunum Verslunarmenn og ég reikna með að þetta sé að nálgast líka hjá hinum. Það er ekkert bakslag þetta tekur bara tíma.“ Ragnar segir að samningurinn muni gilda til nóvembermánaðar árið 2022. Þá séu mörg atriði inn í hinum svokallaða „lífskjarapakka“ stjórnvalda sem komi til framkvæmda yfir tiltekin tímabil. „Gríðarlega mörg atriði og ég þyrfti að hafa tölvu fyrir framan mig til að geta lesið þau öll upp.“ Aðspurður hvort fyrirvarar séu gerðir í samningnum svarar Ragnar: „Þetta eru samningar sem eru um ákveðna sviðsmynd inn í nánustu framtíð og næstu ár og fyrirvararnir sem við gerum í samningnum snúast um þá sviðsmynd sem við erum að reyna að ná fram í þessum samningum.“ Ragnar segist ekki treysta sér í að nefna neina tímasetningu. „Við munum skrifa undir og við munum klára þetta hvort sem það verður eftir klukkutíma, tvo eða þrjá. Ég get bara ekki lengur sett mér einhver tímamörk af því að tímamörkin sem við höfum gefið okkur hingað til hafa ekki staðist.“
Kjaramál Reykjavík síðdegis Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hefði viljað ákveðnari lendingu um verðtryggingu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ætla að fylgja samkomulagi um verðtryggingu fast á eftir. 3. apríl 2019 12:10 Engin leið að segja hvenær skrifað verður undir Dregist hefur um tvær klukkustundir að skrifa undir kjarasamninga í húsakynnum Ríkissáttasemjara við Borgartún. Enn liggur ekkert fyrir um hvenær skrifað verði undir. 3. apríl 2019 17:06 Fundi frestað og stefnt að undirskrift á morgun Fundað aftur klukkan átta á morgun en Ragnar Þór segir samningsaðila hafa verið orðna dauðþreytta. 3. apríl 2019 00:01 Engar vöflur þrátt fyrir engar vöfflur Þetta er bara á allra allra allra allra síðustu metrunum. Við erum langt komin með að klára þetta núna. Ég reikna fastlega með því að hér hefjist undirritun von bráðar, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. 3. apríl 2019 16:28 Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Hefði viljað ákveðnari lendingu um verðtryggingu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ætla að fylgja samkomulagi um verðtryggingu fast á eftir. 3. apríl 2019 12:10
Engin leið að segja hvenær skrifað verður undir Dregist hefur um tvær klukkustundir að skrifa undir kjarasamninga í húsakynnum Ríkissáttasemjara við Borgartún. Enn liggur ekkert fyrir um hvenær skrifað verði undir. 3. apríl 2019 17:06
Fundi frestað og stefnt að undirskrift á morgun Fundað aftur klukkan átta á morgun en Ragnar Þór segir samningsaðila hafa verið orðna dauðþreytta. 3. apríl 2019 00:01
Engar vöflur þrátt fyrir engar vöfflur Þetta er bara á allra allra allra allra síðustu metrunum. Við erum langt komin með að klára þetta núna. Ég reikna fastlega með því að hér hefjist undirritun von bráðar, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. 3. apríl 2019 16:28