Fá formleg svör fengust frá aðstandendum Sónar í gær en þeir birtu hins vegar yfirlýsingu á vefsíðu hátíðarinnar í dag. Þar segir að ekki aðeins hafi gjaldþrot flugfélagsins sett strik í reikninginn, heldur jafnframt að „gríðarlega viðkvæm“ staða sem uppi sé á Íslandi hafi ekki bætt úr skák. Það er þó ekki nánar útskýrt í yfirlýsingunni.
Af þeim sökum segjast aðstandendurnir ekki geta tryggt gestum og listamönnum hátíðarinnar „sömu upplifun“ og þeir hafa geta gengið að á Sónar-hátíðum fyrri ára.
Miðahafar hafi því fengið upplýsingar um hvernig þeir geta nálgast endurgreiðslu, auk þess sem þeir eru hvattir til að kynna sér réttindi sín vegna falls WOW air.