Trump skýtur á Biden vegna áreitnisásakana Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2019 12:17 Donald Trump og Joe Biden. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hæddist í gær að Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, vegna ásakana um að hann hafi áreitt konur. Minnst fjórar konur hafa sakað Biden um áreitni. Ein segir hann hafa kysst sig á hnakkann árið 2014 og önnur segir hann hafa nuddað nefi sínu við nef hennar árið 2009.Biden neitar því að hafa hagað sér á ósæmandi hátt. Á fjáröflun fyrir Repúblikanaflokkinn í gær hélt Trump ræðu þar sem hann ræddi um forsetakosingarnar 2020. Líklegt þykir að Biden muni bjóða sig fram gegn Trump og var hann eini mótframbjóðandi forsetans sem hann nefndi á nafn. Það gerði Trump þegar hann var að segja frá því að hann hafi viljað kyssa hershöfðingja sem hann hitti í Írak. „Ég sagði; „Hershöfðingi, komdu hér og kysstu mig.“ Mér leið eins og Joe Biden en ég meinti það,“ sagði Trump við hlátur gesta fjáröflunarinnar.Seinna gaf Trump í skyn að sósíalistar og pólitískir andstæðingar Biden í Demókrataflokknum væru að reyna að klekja á honum með þessum ásökunum og hæddist að varaforsetanum fyrrverandi og sagðist hafa ætlað að hringja í varaforsetann fyrrverandi og spyrja hann hvort hann væri að skemmta sér.Sjálfur ítrekað sakaður um áreitni og kynferðisbrot Vel á annan tug kvenna hafa sakað Trump sjálfan um áreitni og kynferðisbrot. Nú síðast sagði Alva Johnson, fyrrverandi starfsmaður forsetaframboðs Trump, að hann hefði kysst hana gegn vilja hennar árið 2016. Trump hefur neitað öllum ásökununum. Þá var birt myndband í aðdraganda kosninganna 2016 sem tekið var upp árið 2005, þar sem Trump stærði sig af því að geta meðal annars kysst konur og gripið í píkurnar á þeim í skjóli frægðar sinnar.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konumÍ kjölfar birtingar myndbandsins gagnrýndi Biden Trump harðlega og sagði að ef þeir væru báðir í menntaskóla myndi hann draga Trump á bakvið íþróttahúsið og lemja hann.Sú umræða stakk kollinum aftur upp í fyrra eftir að Biden sagði aftur að ef þeir væru í menntaskóla myndi hann lemja Trump í klessu. Forsetinn svaraði á Twitter og sagði að hann myndi lemja Biden, ekki öfugt.Hér má sjá nokkur af ummælum Trump frá ræðunni í gær. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Erlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Innlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hæddist í gær að Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, vegna ásakana um að hann hafi áreitt konur. Minnst fjórar konur hafa sakað Biden um áreitni. Ein segir hann hafa kysst sig á hnakkann árið 2014 og önnur segir hann hafa nuddað nefi sínu við nef hennar árið 2009.Biden neitar því að hafa hagað sér á ósæmandi hátt. Á fjáröflun fyrir Repúblikanaflokkinn í gær hélt Trump ræðu þar sem hann ræddi um forsetakosingarnar 2020. Líklegt þykir að Biden muni bjóða sig fram gegn Trump og var hann eini mótframbjóðandi forsetans sem hann nefndi á nafn. Það gerði Trump þegar hann var að segja frá því að hann hafi viljað kyssa hershöfðingja sem hann hitti í Írak. „Ég sagði; „Hershöfðingi, komdu hér og kysstu mig.“ Mér leið eins og Joe Biden en ég meinti það,“ sagði Trump við hlátur gesta fjáröflunarinnar.Seinna gaf Trump í skyn að sósíalistar og pólitískir andstæðingar Biden í Demókrataflokknum væru að reyna að klekja á honum með þessum ásökunum og hæddist að varaforsetanum fyrrverandi og sagðist hafa ætlað að hringja í varaforsetann fyrrverandi og spyrja hann hvort hann væri að skemmta sér.Sjálfur ítrekað sakaður um áreitni og kynferðisbrot Vel á annan tug kvenna hafa sakað Trump sjálfan um áreitni og kynferðisbrot. Nú síðast sagði Alva Johnson, fyrrverandi starfsmaður forsetaframboðs Trump, að hann hefði kysst hana gegn vilja hennar árið 2016. Trump hefur neitað öllum ásökununum. Þá var birt myndband í aðdraganda kosninganna 2016 sem tekið var upp árið 2005, þar sem Trump stærði sig af því að geta meðal annars kysst konur og gripið í píkurnar á þeim í skjóli frægðar sinnar.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konumÍ kjölfar birtingar myndbandsins gagnrýndi Biden Trump harðlega og sagði að ef þeir væru báðir í menntaskóla myndi hann draga Trump á bakvið íþróttahúsið og lemja hann.Sú umræða stakk kollinum aftur upp í fyrra eftir að Biden sagði aftur að ef þeir væru í menntaskóla myndi hann lemja Trump í klessu. Forsetinn svaraði á Twitter og sagði að hann myndi lemja Biden, ekki öfugt.Hér má sjá nokkur af ummælum Trump frá ræðunni í gær.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Erlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Innlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Sjá meira