Alvarlegur matarskortur meðal 113 milljóna jarðarbúa Heimsljós kynnir 3. apríl 2019 10:45 Ljósmynd frá Juba í Suður-Súdan. UNICEF/Campeanu Alvarlegur matarskortur hrjáði um það bil 113 milljónir íbúa í 53 ríkjum á síðasta ári, samkvæmt nýrri sameiginlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins, sem birt var í gær. Í skýrslunni er staðhæft að þessi útbreiddi matarskortur stafi einkum af tvennu: átökum og loftslagsbreytingum. Tveir af hverjum þremur sem búa við sult draga fram lífið í aðeins átta löndum: Afganistan, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Eþíópíu, Nígeríu, Suður-Súdan, Súdan, Sýrlandi og Jemen. „Global Report on Food Crisis 2019“ er yfirheiti skýrslunnar en að henni standa meðal annars Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO), Matvælaáætlun SÞ (WFP) og Evrópusambandið. Fram kemur í skýrslunni að hungraðir í heiminum hafi á síðustu þremur árum ævilega verið yfir hundrað milljónir talsins en þeir dreifist nú á fleiri lönd en áður. Auk fyrrnefndra 113 milljóna manna sem búa við alvarlegan matarskort eru 143 milljónir til viðbótar í öðrum 42 löndum sem eru nærri hungurmörkum. Þeir eru þó líkast til fleiri því skortur er á tölfræðigögnum um matvælaóöryggi frá 13 ríkjum, þar á meðal bæði Norður-Kóreu og Venesúela. Miðað við tölur frá árinu 2017 fækkaði hungruðum í heiminum um 11 milljónir milli ára. „Það er ljóst af skýrslunni að þrátt fyrir lítilsháttar fækkun í fjölda þeirra sem upplifir mikinn matarskort er þessi hópur alltof fjölmennur,“ sagði José Graziano da Silva framkvæmdastjóra FAO á tveggja daga ráðstefnu sem efnt var til í Brussel í tilefni af útgáfu skýrslunnar. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent
Alvarlegur matarskortur hrjáði um það bil 113 milljónir íbúa í 53 ríkjum á síðasta ári, samkvæmt nýrri sameiginlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins, sem birt var í gær. Í skýrslunni er staðhæft að þessi útbreiddi matarskortur stafi einkum af tvennu: átökum og loftslagsbreytingum. Tveir af hverjum þremur sem búa við sult draga fram lífið í aðeins átta löndum: Afganistan, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Eþíópíu, Nígeríu, Suður-Súdan, Súdan, Sýrlandi og Jemen. „Global Report on Food Crisis 2019“ er yfirheiti skýrslunnar en að henni standa meðal annars Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO), Matvælaáætlun SÞ (WFP) og Evrópusambandið. Fram kemur í skýrslunni að hungraðir í heiminum hafi á síðustu þremur árum ævilega verið yfir hundrað milljónir talsins en þeir dreifist nú á fleiri lönd en áður. Auk fyrrnefndra 113 milljóna manna sem búa við alvarlegan matarskort eru 143 milljónir til viðbótar í öðrum 42 löndum sem eru nærri hungurmörkum. Þeir eru þó líkast til fleiri því skortur er á tölfræðigögnum um matvælaóöryggi frá 13 ríkjum, þar á meðal bæði Norður-Kóreu og Venesúela. Miðað við tölur frá árinu 2017 fækkaði hungruðum í heiminum um 11 milljónir milli ára. „Það er ljóst af skýrslunni að þrátt fyrir lítilsháttar fækkun í fjölda þeirra sem upplifir mikinn matarskort er þessi hópur alltof fjölmennur,“ sagði José Graziano da Silva framkvæmdastjóra FAO á tveggja daga ráðstefnu sem efnt var til í Brussel í tilefni af útgáfu skýrslunnar. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent