Mótmælendur dregnir út úr dómsmálaráðuneytinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. apríl 2019 15:58 Úr dómsmálaráðuneytinu í morgun. Vísir/Vilhelm Um fimmtán manns mættu í dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu í miðbæ Reykjavíkur á fjórða tímanum þar sem þeir hugðust mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. No Borders stóðu að mótmælunum en ljósmyndari Vísis taldi þrettán mótmælendur til viðbótar við þá tvo sem taka upp myndefni. Lögregla var kölluð til og dró mótmælendurna út úr ráðuneytinu en þar hugðust þeir sitja sem fastast. Voru trommur slegnar og látið í sér heyra. Elínborg Harpa Önundardottir hjá No Borders segir kyrrsetumótmælin vera haldin til að minna stjórnvöld á að það sé ekki hægt að hundsa fólk í neyð sem biðji um áheyrn.Mótmælandi dreginn út úr ráðuneytinu.Vísir/Vilhelm„Fyrir helgi barst flóttafólki a Íslandi svar fra dómsmálaráðuneytinu þar sem beiðni þeirra um samráðsfundi var neitað. Bent var á að flóttafólk hefði nú þegar hitt forsætisráðuneytið og að það ætti að duga. Á fundi með forsætisraðuneytinu var flóttafólki hins vegar sagt að þau væru ekki rétta ráðuneytið og að þau ættu að keyra til dómsmálaráðuneytisins,“ segir Elínborg Harpa. „Því stöndum við og sitjum hér í dag í von um að yfirvöld virði þann sjálfsagða gjörning lýðræðisríkja að hlusta á jaðarsetta hópa samfélagsins þegar þeir biðja um áheyrn og hjálp.“Fyrir utan ráðuneytið í dag.Vísir/VilhelmKröfurnar 5 sem flóttafólk vilji ræða við yfirvöld séu: 1. Ekki fleiri brottvísanir, byrja á að stöðva brottvísanir til Grikklands og Ítalíu. 2. Efnismeðferð fyrir alla, sérstaklega fólk sem á það á hættu að vera vísað til óöruggs lands frá öðru Evrópuríki. 3. Atvinnuleyfi á meðan á umsókn stendur 4. Jafn aðgangur að heilbrigðiskerfi 5. Að endir sé bundin á einangrunina sem flóttafólk á Ásbrú og annarsstaðar fyrir utan höfuðborgarsvæðið byr við. Hælisleitendur Tengdar fréttir Páll frábiður sér það að vera stimplaður rasisti Páll Magnússon telur fráleitt að tengja rasisma við gagnrýni á umgengni á Austurvelli. 20. mars 2019 10:43 Segir ekkert til sem heiti krúttleg valdbeiting Þingmanni sem varð vitni að mótmælum hælisleitenda á Austurvelli í síðustu viku blöskraði aðgerðir lögreglu. Lögregla segir að gætt hafi verið meðalhófs. 22. mars 2019 08:00 Gagnrýndi málflutning þingmanna um mótmælin á Austurvelli Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, benti þingheimi á að rétturinn til að mótmæla standi og falli með lýðræðinu sjálfu. 20. mars 2019 22:06 „Ekki sniðugt“ hjá mótmælendum að hengja spjöld á Jón Sigurðsson Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það hafi ekki verið gott ráð hjá mótmælendum á Austurvelli að hengja mótmælaspjöld á styttuna af Jóni Sigurðssyni. 24. mars 2019 13:00 Lögreglan á fund þingnefndar vegna harðræðis á Austurvelli Þingmenn í minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar óskuðu eftir fundi með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til að svara fyrir harðræði. Formaður nefndarinnar fordæmir umgengni mótmælenda. 20. mars 2019 07:15 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Aðallega hjálpað vinum sínum í prófkjörum Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Um fimmtán manns mættu í dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu í miðbæ Reykjavíkur á fjórða tímanum þar sem þeir hugðust mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. No Borders stóðu að mótmælunum en ljósmyndari Vísis taldi þrettán mótmælendur til viðbótar við þá tvo sem taka upp myndefni. Lögregla var kölluð til og dró mótmælendurna út úr ráðuneytinu en þar hugðust þeir sitja sem fastast. Voru trommur slegnar og látið í sér heyra. Elínborg Harpa Önundardottir hjá No Borders segir kyrrsetumótmælin vera haldin til að minna stjórnvöld á að það sé ekki hægt að hundsa fólk í neyð sem biðji um áheyrn.Mótmælandi dreginn út úr ráðuneytinu.Vísir/Vilhelm„Fyrir helgi barst flóttafólki a Íslandi svar fra dómsmálaráðuneytinu þar sem beiðni þeirra um samráðsfundi var neitað. Bent var á að flóttafólk hefði nú þegar hitt forsætisráðuneytið og að það ætti að duga. Á fundi með forsætisraðuneytinu var flóttafólki hins vegar sagt að þau væru ekki rétta ráðuneytið og að þau ættu að keyra til dómsmálaráðuneytisins,“ segir Elínborg Harpa. „Því stöndum við og sitjum hér í dag í von um að yfirvöld virði þann sjálfsagða gjörning lýðræðisríkja að hlusta á jaðarsetta hópa samfélagsins þegar þeir biðja um áheyrn og hjálp.“Fyrir utan ráðuneytið í dag.Vísir/VilhelmKröfurnar 5 sem flóttafólk vilji ræða við yfirvöld séu: 1. Ekki fleiri brottvísanir, byrja á að stöðva brottvísanir til Grikklands og Ítalíu. 2. Efnismeðferð fyrir alla, sérstaklega fólk sem á það á hættu að vera vísað til óöruggs lands frá öðru Evrópuríki. 3. Atvinnuleyfi á meðan á umsókn stendur 4. Jafn aðgangur að heilbrigðiskerfi 5. Að endir sé bundin á einangrunina sem flóttafólk á Ásbrú og annarsstaðar fyrir utan höfuðborgarsvæðið byr við.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Páll frábiður sér það að vera stimplaður rasisti Páll Magnússon telur fráleitt að tengja rasisma við gagnrýni á umgengni á Austurvelli. 20. mars 2019 10:43 Segir ekkert til sem heiti krúttleg valdbeiting Þingmanni sem varð vitni að mótmælum hælisleitenda á Austurvelli í síðustu viku blöskraði aðgerðir lögreglu. Lögregla segir að gætt hafi verið meðalhófs. 22. mars 2019 08:00 Gagnrýndi málflutning þingmanna um mótmælin á Austurvelli Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, benti þingheimi á að rétturinn til að mótmæla standi og falli með lýðræðinu sjálfu. 20. mars 2019 22:06 „Ekki sniðugt“ hjá mótmælendum að hengja spjöld á Jón Sigurðsson Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það hafi ekki verið gott ráð hjá mótmælendum á Austurvelli að hengja mótmælaspjöld á styttuna af Jóni Sigurðssyni. 24. mars 2019 13:00 Lögreglan á fund þingnefndar vegna harðræðis á Austurvelli Þingmenn í minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar óskuðu eftir fundi með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til að svara fyrir harðræði. Formaður nefndarinnar fordæmir umgengni mótmælenda. 20. mars 2019 07:15 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Aðallega hjálpað vinum sínum í prófkjörum Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Páll frábiður sér það að vera stimplaður rasisti Páll Magnússon telur fráleitt að tengja rasisma við gagnrýni á umgengni á Austurvelli. 20. mars 2019 10:43
Segir ekkert til sem heiti krúttleg valdbeiting Þingmanni sem varð vitni að mótmælum hælisleitenda á Austurvelli í síðustu viku blöskraði aðgerðir lögreglu. Lögregla segir að gætt hafi verið meðalhófs. 22. mars 2019 08:00
Gagnrýndi málflutning þingmanna um mótmælin á Austurvelli Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, benti þingheimi á að rétturinn til að mótmæla standi og falli með lýðræðinu sjálfu. 20. mars 2019 22:06
„Ekki sniðugt“ hjá mótmælendum að hengja spjöld á Jón Sigurðsson Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það hafi ekki verið gott ráð hjá mótmælendum á Austurvelli að hengja mótmælaspjöld á styttuna af Jóni Sigurðssyni. 24. mars 2019 13:00
Lögreglan á fund þingnefndar vegna harðræðis á Austurvelli Þingmenn í minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar óskuðu eftir fundi með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til að svara fyrir harðræði. Formaður nefndarinnar fordæmir umgengni mótmælenda. 20. mars 2019 07:15