Hætt við að halda Sónar Reykjavík Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. apríl 2019 16:15 Til stóð að halda sjöundu Sónarhátíðina eftir um þrjár vikur. Hætt hefur verið við að halda tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík, sem fram átti að fara dagana 25. til 27. apríl í Hörpu, vegna gjaldþrots WOW air. Öllum sem keyptu miða á hátíðina verður endurgreitt. Grapevine greindi fyrst frá ákvörðuninni, sem Vísir hefur sömuleiðis fengið staðfesta. Starfsmenn í miðasölu Hörpu, sem Vísir ræddi við á fjórða tímanum, sögðust hins vegar ekkert hafa heyrt af þessum áformum í dag. Enn er hægt að kaupa miða á hátíðina, bæði í Hörpu á netinu. Sem fyrr segir er hátíðin blásin af vegna falls WOW air í liðinni viku. Öllu flugi félagsins var aflýst við gjaldþrotið, sem setti ferðaáætlanir tónleikagesta og tónlistarmanna, sem stíga áttu á stokk á Sónar, úr skorðum. Því hafi verið ákveðið að taka þessa afdrifaríku ákvörðun til að varna því að tónlistarmennirnir fljúgi fýluferð hingað til lands. Ljóst er að ákvörðun um að aflýsa hátíðinni var ekki í kortunum þann 28. mars síðastliðinn, daginn sem WOW air tilkynnti að flugfélagið hefði hætt starfsemi. Þá deildi Sónar Reykjavík færslu á Facebook-síðu sinni þar sem tónleikagestir voru hvattir til að leita réttar síns eftir fall WOW og lauk á orðunum: „Við þökkum fyrir skilninginn og vonumst til að sjá ykkur á Sónar Reykjavík 2019 í apríl.“ Reykjavík Sónar Tónlist Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hætt hefur verið við að halda tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík, sem fram átti að fara dagana 25. til 27. apríl í Hörpu, vegna gjaldþrots WOW air. Öllum sem keyptu miða á hátíðina verður endurgreitt. Grapevine greindi fyrst frá ákvörðuninni, sem Vísir hefur sömuleiðis fengið staðfesta. Starfsmenn í miðasölu Hörpu, sem Vísir ræddi við á fjórða tímanum, sögðust hins vegar ekkert hafa heyrt af þessum áformum í dag. Enn er hægt að kaupa miða á hátíðina, bæði í Hörpu á netinu. Sem fyrr segir er hátíðin blásin af vegna falls WOW air í liðinni viku. Öllu flugi félagsins var aflýst við gjaldþrotið, sem setti ferðaáætlanir tónleikagesta og tónlistarmanna, sem stíga áttu á stokk á Sónar, úr skorðum. Því hafi verið ákveðið að taka þessa afdrifaríku ákvörðun til að varna því að tónlistarmennirnir fljúgi fýluferð hingað til lands. Ljóst er að ákvörðun um að aflýsa hátíðinni var ekki í kortunum þann 28. mars síðastliðinn, daginn sem WOW air tilkynnti að flugfélagið hefði hætt starfsemi. Þá deildi Sónar Reykjavík færslu á Facebook-síðu sinni þar sem tónleikagestir voru hvattir til að leita réttar síns eftir fall WOW og lauk á orðunum: „Við þökkum fyrir skilninginn og vonumst til að sjá ykkur á Sónar Reykjavík 2019 í apríl.“
Reykjavík Sónar Tónlist Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“