Hætt við að halda Sónar Reykjavík Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. apríl 2019 16:15 Til stóð að halda sjöundu Sónarhátíðina eftir um þrjár vikur. Hætt hefur verið við að halda tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík, sem fram átti að fara dagana 25. til 27. apríl í Hörpu, vegna gjaldþrots WOW air. Öllum sem keyptu miða á hátíðina verður endurgreitt. Grapevine greindi fyrst frá ákvörðuninni, sem Vísir hefur sömuleiðis fengið staðfesta. Starfsmenn í miðasölu Hörpu, sem Vísir ræddi við á fjórða tímanum, sögðust hins vegar ekkert hafa heyrt af þessum áformum í dag. Enn er hægt að kaupa miða á hátíðina, bæði í Hörpu á netinu. Sem fyrr segir er hátíðin blásin af vegna falls WOW air í liðinni viku. Öllu flugi félagsins var aflýst við gjaldþrotið, sem setti ferðaáætlanir tónleikagesta og tónlistarmanna, sem stíga áttu á stokk á Sónar, úr skorðum. Því hafi verið ákveðið að taka þessa afdrifaríku ákvörðun til að varna því að tónlistarmennirnir fljúgi fýluferð hingað til lands. Ljóst er að ákvörðun um að aflýsa hátíðinni var ekki í kortunum þann 28. mars síðastliðinn, daginn sem WOW air tilkynnti að flugfélagið hefði hætt starfsemi. Þá deildi Sónar Reykjavík færslu á Facebook-síðu sinni þar sem tónleikagestir voru hvattir til að leita réttar síns eftir fall WOW og lauk á orðunum: „Við þökkum fyrir skilninginn og vonumst til að sjá ykkur á Sónar Reykjavík 2019 í apríl.“ Reykjavík Sónar Tónlist Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Hætt hefur verið við að halda tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík, sem fram átti að fara dagana 25. til 27. apríl í Hörpu, vegna gjaldþrots WOW air. Öllum sem keyptu miða á hátíðina verður endurgreitt. Grapevine greindi fyrst frá ákvörðuninni, sem Vísir hefur sömuleiðis fengið staðfesta. Starfsmenn í miðasölu Hörpu, sem Vísir ræddi við á fjórða tímanum, sögðust hins vegar ekkert hafa heyrt af þessum áformum í dag. Enn er hægt að kaupa miða á hátíðina, bæði í Hörpu á netinu. Sem fyrr segir er hátíðin blásin af vegna falls WOW air í liðinni viku. Öllu flugi félagsins var aflýst við gjaldþrotið, sem setti ferðaáætlanir tónleikagesta og tónlistarmanna, sem stíga áttu á stokk á Sónar, úr skorðum. Því hafi verið ákveðið að taka þessa afdrifaríku ákvörðun til að varna því að tónlistarmennirnir fljúgi fýluferð hingað til lands. Ljóst er að ákvörðun um að aflýsa hátíðinni var ekki í kortunum þann 28. mars síðastliðinn, daginn sem WOW air tilkynnti að flugfélagið hefði hætt starfsemi. Þá deildi Sónar Reykjavík færslu á Facebook-síðu sinni þar sem tónleikagestir voru hvattir til að leita réttar síns eftir fall WOW og lauk á orðunum: „Við þökkum fyrir skilninginn og vonumst til að sjá ykkur á Sónar Reykjavík 2019 í apríl.“
Reykjavík Sónar Tónlist Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira