Vonar að samningar klárist í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. apríl 2019 09:10 Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/vilhelm Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambands Íslands segist vona að gengið verði frá samningum í dag. Þó þurfi ekki mikið út af að bregða til þess að lengist í ferlinu. Upp úr miðnætti í gærkvöldi var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. Samkomulagið er m.a. gert með fyrirvara um aðkomu stjórnvalda, sem funda með samningsaðilum í dag. „Þetta er auðvitað mikill áfangi að hafa skrifað undir þessa viljayfirlýsingu í gær um línur kjarasamnings en auðvitað skiptir þetta miklu máli í dag hvernig stjórnvöld koma að þessu, þannig að þetta byggist mjög mikið á því. En við erum mjög ánægð með að þetta hafi tekist svona að ná þessum áfanga. […] Stjórnvöld skipta miklu máli í dag,“ segir Björn í samtali við fréttastofu. Hann segist jafnframt bjartsýnn á að málið verði leitt til lykta. Stjórnvöld þurfi þó að koma með ýmislegt að borðinu í dag. „Það er náttúrulega það sem við höfum verið að ræða um, húsnæðismálin, skattamálin. Við erum að ræða um allt mögulegt sem hefur verið að ræða í þeim pakka sem menn hafa verið að ræða nú undanfarið. Og það er svo margt í þeim pakka, barnabætur og fleira og fleira og fleira. Þannig að þetta er mjög víðfemt sem menn hafa verið að ræða,“ Björn segir erfitt að segja til um það hversu langan tíma muni taka að ganga frá kjarasamningum. „Maður veit aldrei hvað þetta getur tekið langan tíma en það er alltaf þannig að hlutirnir geta tekið stuttan tíma. Svo þarf ekki mikið að koma upp á til þess að það lengist. En ég er að vona að þetta gæti klárast í dag.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Samkomulagið „ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslína“ Þá hafi félagsmenn Eflingar síðasta orðið um það hvort kjarasamningur verði samþykktur. 2. apríl 2019 08:29 Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Sjá meira
Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambands Íslands segist vona að gengið verði frá samningum í dag. Þó þurfi ekki mikið út af að bregða til þess að lengist í ferlinu. Upp úr miðnætti í gærkvöldi var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. Samkomulagið er m.a. gert með fyrirvara um aðkomu stjórnvalda, sem funda með samningsaðilum í dag. „Þetta er auðvitað mikill áfangi að hafa skrifað undir þessa viljayfirlýsingu í gær um línur kjarasamnings en auðvitað skiptir þetta miklu máli í dag hvernig stjórnvöld koma að þessu, þannig að þetta byggist mjög mikið á því. En við erum mjög ánægð með að þetta hafi tekist svona að ná þessum áfanga. […] Stjórnvöld skipta miklu máli í dag,“ segir Björn í samtali við fréttastofu. Hann segist jafnframt bjartsýnn á að málið verði leitt til lykta. Stjórnvöld þurfi þó að koma með ýmislegt að borðinu í dag. „Það er náttúrulega það sem við höfum verið að ræða um, húsnæðismálin, skattamálin. Við erum að ræða um allt mögulegt sem hefur verið að ræða í þeim pakka sem menn hafa verið að ræða nú undanfarið. Og það er svo margt í þeim pakka, barnabætur og fleira og fleira og fleira. Þannig að þetta er mjög víðfemt sem menn hafa verið að ræða,“ Björn segir erfitt að segja til um það hversu langan tíma muni taka að ganga frá kjarasamningum. „Maður veit aldrei hvað þetta getur tekið langan tíma en það er alltaf þannig að hlutirnir geta tekið stuttan tíma. Svo þarf ekki mikið að koma upp á til þess að það lengist. En ég er að vona að þetta gæti klárast í dag.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Samkomulagið „ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslína“ Þá hafi félagsmenn Eflingar síðasta orðið um það hvort kjarasamningur verði samþykktur. 2. apríl 2019 08:29 Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Sjá meira
Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05
Samkomulagið „ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslína“ Þá hafi félagsmenn Eflingar síðasta orðið um það hvort kjarasamningur verði samþykktur. 2. apríl 2019 08:29
Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30