Strætóbílstjórar segjast ekki geta lifað á launum sínum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. apríl 2019 20:00 Strætóbílstjórar almenningsvagna Kynnisferða segjast ekki geta lifað á launum sínum en þeir lögðu niður störf í fjórar klukkustundir í dag. Framkvæmdastjóri Strætó segir að farþegar virðist hafa verið meðvitaðir um verkfallsaðgerðir. Fréttastofa náði þó tali af nokkrum sem urðu seinir í skóla og vinnu vegna verkfallsins. Vagnstjórar tíu leiða lögðu niður störf frá klukkan sjö til níu í morgun. Vagnarnir voru stöðvaðir á fjölförnum stöðvum svo sem á Hlemmi eða í Mjódd. Vagnstjórar efndu til kröfugöngu í kringum Hlemm á meðan verkfallið stóðí morgun. Þá fóru þeir aftur til vinnu klukkan níu og lögðu svo niður störf að nýju klukkan fjögur til sex í dag.Dagurinn gengið vonum framar Framkvæmdastjóri Strætó segir að stór hluti farþega hafi verið meðvitaður um verkfallsaðgerðir. Dagurinn hafi gengið vonum framar. „Fólk hefur fundið aðrar leiðir sem það hefur nýtt sér. Það getur þess vegna verið einkabílinn sem er kannski ekki nógu gott,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Geta ekki lifað á laununum sínum Kristinn Eiðsson, vagnstjóri hjá Kynnisferðum, segir strætóbílstjóra almenningsvagna Kynnisferða ekki geta lifaðá launum sínum. „Þeir hafa svo lág laun miðað við til dæmis þá sem er hjá Strætó bs. Þeir eru með 55 þúsund krónum hærra í laun á mánuði en við. Við náum ekki að lifa áþessu,“ segir Kristinn og bætir við að grunnlaunin séu um 301 þúsund krónur á mánuði. Í samtali við fréttastofu segja bílstjórar að farþegar hafi tekiðþví vel þegar þeir lögðu niður störf. „Það var enginn reiður,“ segir Kristinn sem hefur fundið fyrir miklum samhug í dag. Náist samningar ekki stendur verkfalliðút apríl. „Það hafa auðvitað allir áhyggjur af verkföllum. Þau eru ekki gott mál. Ég vona bara að menn sjái sóma sinn í því að semja sem fyrst,“ segir Jóhannes. Kjaramál Strætó Verkföll 2019 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Strætóbílstjórar almenningsvagna Kynnisferða segjast ekki geta lifað á launum sínum en þeir lögðu niður störf í fjórar klukkustundir í dag. Framkvæmdastjóri Strætó segir að farþegar virðist hafa verið meðvitaðir um verkfallsaðgerðir. Fréttastofa náði þó tali af nokkrum sem urðu seinir í skóla og vinnu vegna verkfallsins. Vagnstjórar tíu leiða lögðu niður störf frá klukkan sjö til níu í morgun. Vagnarnir voru stöðvaðir á fjölförnum stöðvum svo sem á Hlemmi eða í Mjódd. Vagnstjórar efndu til kröfugöngu í kringum Hlemm á meðan verkfallið stóðí morgun. Þá fóru þeir aftur til vinnu klukkan níu og lögðu svo niður störf að nýju klukkan fjögur til sex í dag.Dagurinn gengið vonum framar Framkvæmdastjóri Strætó segir að stór hluti farþega hafi verið meðvitaður um verkfallsaðgerðir. Dagurinn hafi gengið vonum framar. „Fólk hefur fundið aðrar leiðir sem það hefur nýtt sér. Það getur þess vegna verið einkabílinn sem er kannski ekki nógu gott,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Geta ekki lifað á laununum sínum Kristinn Eiðsson, vagnstjóri hjá Kynnisferðum, segir strætóbílstjóra almenningsvagna Kynnisferða ekki geta lifaðá launum sínum. „Þeir hafa svo lág laun miðað við til dæmis þá sem er hjá Strætó bs. Þeir eru með 55 þúsund krónum hærra í laun á mánuði en við. Við náum ekki að lifa áþessu,“ segir Kristinn og bætir við að grunnlaunin séu um 301 þúsund krónur á mánuði. Í samtali við fréttastofu segja bílstjórar að farþegar hafi tekiðþví vel þegar þeir lögðu niður störf. „Það var enginn reiður,“ segir Kristinn sem hefur fundið fyrir miklum samhug í dag. Náist samningar ekki stendur verkfalliðút apríl. „Það hafa auðvitað allir áhyggjur af verkföllum. Þau eru ekki gott mál. Ég vona bara að menn sjái sóma sinn í því að semja sem fyrst,“ segir Jóhannes.
Kjaramál Strætó Verkföll 2019 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira