Segja árás á sendiráð ríkisins í Madríd vera hryðjuverkaárás Samúel Karl Ólason skrifar 1. apríl 2019 10:58 Dularfull samtök, sem kallast Cheollima Civil Defense, eða Free Joseon, hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd í febrúar. AP/Bernat Armangue Yfirvöld Norður-Kóreu segja árásina á sendiráð ríkisins í Madríd vera hryðjuverk. Þau krefjast þess að málið verði rannsakað til hlítar og segjast hafa orðróma um aðkomu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að árásinni í huga. Dularfull samtök, sem kallast Cheollima Civil Defense, eða Free Joseon, hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd í febrúar. Starfsmenn sendiráðsins voru bundnir og útsendarar samtakanna komust á brott með tölvur, síma og drif og segjast hafa útvegað FBI og leyniþjónustum þau gögn sem þeir komu höndum yfir. Tvær alþjóðlegar handtökuskipanir hafa verið gefnar út vegna málsins.Sjá einnig: Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessiÍ fyrstu yfirlýsingu Norður-Kóreu vegna málsins, sem birt var á vef KCNA, fjölmiðils Norður-Kóreu í gær, segir að um „alvarlega hryðjuverkaárás“ sé að ræða og er því einnig haldið fram að starfsmenn sendiráðsins hafi verið pyntaðir.Þá er haft eftir talsmanni Utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu að ríkið búist við því að Spánverjar rannsaki málið, finni sökudólgana og þá sem eiga að halda í strengi þeirra.El País í Madríd hefur heimildir fyrir því að minnst tveir árásarmannanna tengist Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) með einhverjum hætti. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir þó að árásin komi Bandaríkjunum ekkert við.Rannsakendur hafa beint sjónum sínum að Adrian Hong Chang. Sá maður er 35 ára gamall og rekur uppruna sinn til Norður-Kóreu. Hann býr þó í Bandaríkjunum en er ríkisborgari Mexíkó. Heimildarmenn El País segir hann vara málaliða og verið er að rannsaka hvort hann hafi komið að öðrum aðgerðum gegn Norður-Kóreu. Bandaríkin Norður-Kórea Spánn Tengdar fréttir Konu sem sökuð er um að hafa myrt Kim sleppt á næstunni Doan Thi Huong, sem sökuð er að hafa myrt Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á flugvellinum í Kúala Lumpur árið 2017 hefur játað vægara brot en hún var upprunalega ákærð fyrir. 1. apríl 2019 07:18 Trump dregur nýjar refsiaðgerðir skyndilega til baka Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að Trump telji ekki þörf á fleiri refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu vegna þess að honum líki vel við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. 22. mars 2019 18:43 Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessi Samtök sem kallast Cheollima Civil Defense hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. 27. mars 2019 11:39 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Yfirvöld Norður-Kóreu segja árásina á sendiráð ríkisins í Madríd vera hryðjuverk. Þau krefjast þess að málið verði rannsakað til hlítar og segjast hafa orðróma um aðkomu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að árásinni í huga. Dularfull samtök, sem kallast Cheollima Civil Defense, eða Free Joseon, hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd í febrúar. Starfsmenn sendiráðsins voru bundnir og útsendarar samtakanna komust á brott með tölvur, síma og drif og segjast hafa útvegað FBI og leyniþjónustum þau gögn sem þeir komu höndum yfir. Tvær alþjóðlegar handtökuskipanir hafa verið gefnar út vegna málsins.Sjá einnig: Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessiÍ fyrstu yfirlýsingu Norður-Kóreu vegna málsins, sem birt var á vef KCNA, fjölmiðils Norður-Kóreu í gær, segir að um „alvarlega hryðjuverkaárás“ sé að ræða og er því einnig haldið fram að starfsmenn sendiráðsins hafi verið pyntaðir.Þá er haft eftir talsmanni Utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu að ríkið búist við því að Spánverjar rannsaki málið, finni sökudólgana og þá sem eiga að halda í strengi þeirra.El País í Madríd hefur heimildir fyrir því að minnst tveir árásarmannanna tengist Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) með einhverjum hætti. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir þó að árásin komi Bandaríkjunum ekkert við.Rannsakendur hafa beint sjónum sínum að Adrian Hong Chang. Sá maður er 35 ára gamall og rekur uppruna sinn til Norður-Kóreu. Hann býr þó í Bandaríkjunum en er ríkisborgari Mexíkó. Heimildarmenn El País segir hann vara málaliða og verið er að rannsaka hvort hann hafi komið að öðrum aðgerðum gegn Norður-Kóreu.
Bandaríkin Norður-Kórea Spánn Tengdar fréttir Konu sem sökuð er um að hafa myrt Kim sleppt á næstunni Doan Thi Huong, sem sökuð er að hafa myrt Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á flugvellinum í Kúala Lumpur árið 2017 hefur játað vægara brot en hún var upprunalega ákærð fyrir. 1. apríl 2019 07:18 Trump dregur nýjar refsiaðgerðir skyndilega til baka Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að Trump telji ekki þörf á fleiri refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu vegna þess að honum líki vel við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. 22. mars 2019 18:43 Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessi Samtök sem kallast Cheollima Civil Defense hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. 27. mars 2019 11:39 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Konu sem sökuð er um að hafa myrt Kim sleppt á næstunni Doan Thi Huong, sem sökuð er að hafa myrt Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á flugvellinum í Kúala Lumpur árið 2017 hefur játað vægara brot en hún var upprunalega ákærð fyrir. 1. apríl 2019 07:18
Trump dregur nýjar refsiaðgerðir skyndilega til baka Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að Trump telji ekki þörf á fleiri refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu vegna þess að honum líki vel við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. 22. mars 2019 18:43
Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessi Samtök sem kallast Cheollima Civil Defense hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. 27. mars 2019 11:39