„Það voru sjö hundruð manns í dag og fimm hundruð manns í gær, hér er bara skíðað á fullu fyrir norðan,“ segir Egill í samtali við Vísi. Hann segir skíðavorinu hvergi nærri lokið og það séu að minnsta kosti tveir til þrír góðir dagar eftir.
Aðspurður segist hann alveg eiga von á yfir þúsund gestum næstu daga og stefnan sé sett á að taka páskana með stæl í brekkunum.
„Þetta lítur bara nokkuð vel út hjá okkur miðað við hina staðina, það er ljómandi færi hjá okkur.“