Stærstu stjörnur heimsins sameina krafta sína fyrir jörðina: "Við verðum að bjarga þessari plánetu“ Sylvía Hall skrifar 19. apríl 2019 20:14 Myndbandið er í teiknimyndastíl. Skjáskot/Youtube Í tilefni jarðardagsins þann 22. apríl fékk rapparinn og grínistinn Lil Dicky margar stærstu stjörnur heims með sér í lið til þess að gera lag um jörðina. Markmiðið er að vekja athygli á umhverfismálum og hlýnun jarðar. Lagið heitir „Earth“ eða „Jörðin“ á íslensku og fjallar texti lagsins um lífríki jarðar og er nokkurskonar lofsöngur um plánetuna. Undir lok lagsins kveður við alvarlegri tón þar sem Lil Dicky veltir upp þeim möguleika að við leggjum lífríkið einfaldlega í rúst með hræðilegum afleiðingum. „Ég ætla ekki að ljúga að þér, það eru svo margir sem trúa ekki á hnattræna hlýnun. Við verðum að bjarga þessari plánetu. Við erum að vera heimsk,“ segir í laginu. Stjörnur á borð við Justin Bieber, Ariana Grande, Halsey, Shawn Mendes, Kevin Hart, Miley Cyrus, Katy Perry, Hailee Steinfeld, Lil Jon, Rita Ora, Meghan Trainor, John Legend, Adam Levine, Charlie Puth, Wiz Khalifa, Snoop Dogg, Sia, Zac Brown, Ed Sheeran, the Backstreet Boys og Leonardo DiCaprio koma fyrir í laginu sem teiknimyndafígúrur eða dýr. Þá má einnig nálgast upplýsingar um málefnið á síðu sem tileinkuð er málstaðnum og laginu sjálfu. Þar er hægt að kynna sér ýmis úrræði til þess að leggja sitt af mörkum og breyta til hins betra. Allur ágóði lagsins mun renna til góðgerðarsamtaka sem starfa í þágu umhverfismála. Loftslagsmál Tónlist Umhverfismál Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Í tilefni jarðardagsins þann 22. apríl fékk rapparinn og grínistinn Lil Dicky margar stærstu stjörnur heims með sér í lið til þess að gera lag um jörðina. Markmiðið er að vekja athygli á umhverfismálum og hlýnun jarðar. Lagið heitir „Earth“ eða „Jörðin“ á íslensku og fjallar texti lagsins um lífríki jarðar og er nokkurskonar lofsöngur um plánetuna. Undir lok lagsins kveður við alvarlegri tón þar sem Lil Dicky veltir upp þeim möguleika að við leggjum lífríkið einfaldlega í rúst með hræðilegum afleiðingum. „Ég ætla ekki að ljúga að þér, það eru svo margir sem trúa ekki á hnattræna hlýnun. Við verðum að bjarga þessari plánetu. Við erum að vera heimsk,“ segir í laginu. Stjörnur á borð við Justin Bieber, Ariana Grande, Halsey, Shawn Mendes, Kevin Hart, Miley Cyrus, Katy Perry, Hailee Steinfeld, Lil Jon, Rita Ora, Meghan Trainor, John Legend, Adam Levine, Charlie Puth, Wiz Khalifa, Snoop Dogg, Sia, Zac Brown, Ed Sheeran, the Backstreet Boys og Leonardo DiCaprio koma fyrir í laginu sem teiknimyndafígúrur eða dýr. Þá má einnig nálgast upplýsingar um málefnið á síðu sem tileinkuð er málstaðnum og laginu sjálfu. Þar er hægt að kynna sér ýmis úrræði til þess að leggja sitt af mörkum og breyta til hins betra. Allur ágóði lagsins mun renna til góðgerðarsamtaka sem starfa í þágu umhverfismála.
Loftslagsmál Tónlist Umhverfismál Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira