Öflugur jarðskjálfti reið yfir við austurströnd Taívan snemma í morgun. Skjálftinn var af stærðinni sex komma einn og sýna myndir að háhýsi í borginni Taípei sveifluðust til.
Skjálftinn olli samgöngutruflunum og var neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar lokað um stund og þá voru skólar við ströndina rýmdir.
Í frétt AP fréttaveitunnar segir að skjálftinn hafi riðið yfir um klukkan eitt að staðartíma og hafi hann komið upp á um tíu kílómetra dýpi samkvæmt upplýsingum frá jarðvísindastofnun Bandaríkjanna.
Borgin Taípei er í um hundrað og fimmtán kílómetra fjarlægð frá upptökum skjálftans.
Öflugur jarðskjálfti í Taívan
Jóhann K. Jóhannsson skrifar

Mest lesið

Bensínbrúsar inni í íbúðinni
Innlent



Sást ekki til sólar fyrir mýi
Innlent




Maðurinn kominn í leitirnar
Innlent

