
Kirkjan
Þeir einstaklingar sem andvarpað hafa vegna umhyggju heimsbyggðarinnar fyrir örlögum Notre Dame og sagt að hún sé bara bygging virðast hvorki búa yfir miklu fegurðarskyni né tilfinningu fyrir menningarverðmætum. Þeim virðist hafa fundist það fremur kjánalegt að fólk skyldi bresta í grát vegna þess að aldagömul bygging var hugsanlega að verða eyðileggingu að bráð. Það er hægt að láta sér þykja vænt um margt í þessum heimi, þar á meðal byggingu eins og Notre Dame sem í augum margra er fallegasta tákn Frakklands. Hún er kirkja og hefur verið musteri trúar um aldir og það er nær ómögulegt að líta hana augum án þess að fyllast lotningu. Hinn sjálfhverfi nútímamaður hefur líka afskaplega gott af því að hrífast af einhverju öðru en sjálfum sér.
Það er sagt að Notre Dame sé miklu meira en bara bygging og meira en bara kirkja og það er vissulega rétt. En hún er samt kirkja, reist til að minna á dýrð almættisins og geymir mikla dýrgripi. Víða um heim standa voldugar gamlar kirkjur sem reistar voru guði til dýrðar á tímum þar sem ekkert var til sparað þegar kom að skreytingum. Ferðamenn af öllum þjóðernum hafa fyrir sið að fara þar inn og líta dýrðina augum. Þeir geta vart komist hjá því í leiðinni að fyllast lotningu í garð guðdómsins. Svo eru aðrar kirkjur þar sem lítið er um íburð, en altarið og krossinn minna samt á guðdóminn og helgina sem býr í öllum kirkjum. Enda er kirkja guðs hús og verður það hvort sem íburður blasir við eða er lítill sem enginn.
Nú berast þær fréttir að til standi að Notre Dame verði endurreist á fimm árum. Það er gott að fá þau tíðindi og sérstaklega nú fyrir páskahátíð þar sem kirkjur gegna stóru og veigamiklu hlutverki og minna mannkynið á stórkostlegan og eilífan boðskap um dauða og upprisu.
Landsmönnum öllum skal óskað gleðilegra páska.
Skoðun

Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir
Árni Björn Kristbjörnsson skrifar

Rölt að botninum
Smári McCarthy skrifar

Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja
Einar G. Harðarson skrifar

Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi
Jón Frímann Jónsson skrifar

Lýðskrum Skattfylkingarinnar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Krabbamein – reddast þetta?
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Valdið yfir sjávarútvegsmálunum
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Lummuleg áform heilbrigðisráðherra
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst?
Davíð Bergmann. skrifar

Baráttan um kjör eldra fólks
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið
Karen Rúnarsdóttir skrifar

Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík
Dagmar Valsdóttir skrifar

Svigrúm Eydísar á fölskum grunni
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál
Ólafur Stephensen skrifar

Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Lík brennd í Grafarvogi
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er handahlaup valdeflandi?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Á jaðrinum með Jesú
Daníel Ágúst Gautason skrifar

Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Gervigreindin beisluð
Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn
Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar

Geislameðferð sem lífsbjörg
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stöðvum helvíti á jörðu
Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Hversu mikið er nóg?
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Til þeirra sem fagna
Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar

Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis
Elliði Vignisson skrifar

Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni
Ellen Calmon skrifar