Tveir sjóðir stofnaðir til að halda utan um uppbygginguna Heimir Már Pétursson skrifar 17. apríl 2019 21:35 Edouard Philippe er forsætisráðherra Frakklands. EPA Forseti Frakklands vill að Notre-Dame kirkjan verði endurbyggð á næstu fimm árum en stofnaðir hafa verið tveir sjóðir til að halda utan um framkvæmdirnar. Efnt verður til alþjóðlegrar samkeppni meðal arkitekta um endurbyggingu þakspírunnar sem brann til kaldra kola. Emmanuel Macron forseti Frakklands tilkynnti í gærkvöldi að stefnt skuli að því að Notre-Dame dómkirkjan verði endurbyggð á næstu fimm árum. Ríkisstjórn Frakklands fundaði um málið í dag og að fundi loknum sagði forsætisráðherra landsins, Edouard Philippe, það vilja kaþólsku kirkjunnar, frönsku þjóðarinnar og trúaðra jafnt sem trúlausra um allan heim að endurreisa þennan mikilvæga hluta franskrar menningar. „Þetta er vitaskuld gríðarlega krefjandi verkefni, söguleg ábyrgð, byggingarverkefni fyrir þessa kynslóð og komandi kynslóðir. Frakkland getur tekið þessari áskorun, ríkið getur tekið þessari áskorun, liðssöfnun er þegar hafin og þetta var umfjöllunarefni ríkisstjórnarfundarins í dag þar sem aðeins var fjallað um endurbyggingu Notre Dame,“ sagði Philippe. Efnt verður til alþjóðlegrar samkeppni meðal arkitekta um hvort og þá hvernig eigi að endurbyggja spíruna sem sett var á kirkjuna á nítjándu öld og varð eldinum að bráð, en elsti hluti kirkjunnar er um 850 ára gamall. Þá hafa stjórnvöld stofnað tvo sjóði sem eiga að halda utan um framlög til uppbyggingar kirkjunnar en nú þegar hafa fjölmörg fyrirtæki og stofnanir heitið háum fjárhæðum til verksins. „Þessir sjóðir munu fá peninga frá lögaðilum og einstaklingum til að fjármagna endurbyggningu og verndun Notre Dame dómsirkjunnar,“ sagði Philippe að loknum ríkisstjórnarfundi. Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Kalla eftir tillögum að nýrri spíru frá arkitektum heimsbyggðarinnar Frönsk yfirvöld munu bjóða arkitektum víða um heim að senda inn tillögur að hönnun á nýrri spíru fyrir Notre Dame dómkirkjuna. Eldri spíran varð eldinum sem geysaði í kirkjunni á mánudaginn að bráð. 17. apríl 2019 13:00 Hafa yfirheyrt þrjátíu manns vegna eldsvoðans í Notre Dame Þrjátíu verkamenn hjá fimm byggingafyrirtækjum, sem höfðu umsjón með viðgerðum á Notre Dame kirkjunni í París þegar eldur kviknaði, hafa verið yfirheyrðir vegna málsins. 17. apríl 2019 10:57 Páfi lofar slökkviliðsmenn sem björguðu Maríukirkjunni Páfagarður hefur lofað sérfræðiráðgjöf við endurbyggingu kirkjunnar sem stórkemmdist í eldsvoða á mánudag. 17. apríl 2019 19:07 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Sjá meira
Forseti Frakklands vill að Notre-Dame kirkjan verði endurbyggð á næstu fimm árum en stofnaðir hafa verið tveir sjóðir til að halda utan um framkvæmdirnar. Efnt verður til alþjóðlegrar samkeppni meðal arkitekta um endurbyggingu þakspírunnar sem brann til kaldra kola. Emmanuel Macron forseti Frakklands tilkynnti í gærkvöldi að stefnt skuli að því að Notre-Dame dómkirkjan verði endurbyggð á næstu fimm árum. Ríkisstjórn Frakklands fundaði um málið í dag og að fundi loknum sagði forsætisráðherra landsins, Edouard Philippe, það vilja kaþólsku kirkjunnar, frönsku þjóðarinnar og trúaðra jafnt sem trúlausra um allan heim að endurreisa þennan mikilvæga hluta franskrar menningar. „Þetta er vitaskuld gríðarlega krefjandi verkefni, söguleg ábyrgð, byggingarverkefni fyrir þessa kynslóð og komandi kynslóðir. Frakkland getur tekið þessari áskorun, ríkið getur tekið þessari áskorun, liðssöfnun er þegar hafin og þetta var umfjöllunarefni ríkisstjórnarfundarins í dag þar sem aðeins var fjallað um endurbyggingu Notre Dame,“ sagði Philippe. Efnt verður til alþjóðlegrar samkeppni meðal arkitekta um hvort og þá hvernig eigi að endurbyggja spíruna sem sett var á kirkjuna á nítjándu öld og varð eldinum að bráð, en elsti hluti kirkjunnar er um 850 ára gamall. Þá hafa stjórnvöld stofnað tvo sjóði sem eiga að halda utan um framlög til uppbyggingar kirkjunnar en nú þegar hafa fjölmörg fyrirtæki og stofnanir heitið háum fjárhæðum til verksins. „Þessir sjóðir munu fá peninga frá lögaðilum og einstaklingum til að fjármagna endurbyggningu og verndun Notre Dame dómsirkjunnar,“ sagði Philippe að loknum ríkisstjórnarfundi.
Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Kalla eftir tillögum að nýrri spíru frá arkitektum heimsbyggðarinnar Frönsk yfirvöld munu bjóða arkitektum víða um heim að senda inn tillögur að hönnun á nýrri spíru fyrir Notre Dame dómkirkjuna. Eldri spíran varð eldinum sem geysaði í kirkjunni á mánudaginn að bráð. 17. apríl 2019 13:00 Hafa yfirheyrt þrjátíu manns vegna eldsvoðans í Notre Dame Þrjátíu verkamenn hjá fimm byggingafyrirtækjum, sem höfðu umsjón með viðgerðum á Notre Dame kirkjunni í París þegar eldur kviknaði, hafa verið yfirheyrðir vegna málsins. 17. apríl 2019 10:57 Páfi lofar slökkviliðsmenn sem björguðu Maríukirkjunni Páfagarður hefur lofað sérfræðiráðgjöf við endurbyggingu kirkjunnar sem stórkemmdist í eldsvoða á mánudag. 17. apríl 2019 19:07 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Sjá meira
Kalla eftir tillögum að nýrri spíru frá arkitektum heimsbyggðarinnar Frönsk yfirvöld munu bjóða arkitektum víða um heim að senda inn tillögur að hönnun á nýrri spíru fyrir Notre Dame dómkirkjuna. Eldri spíran varð eldinum sem geysaði í kirkjunni á mánudaginn að bráð. 17. apríl 2019 13:00
Hafa yfirheyrt þrjátíu manns vegna eldsvoðans í Notre Dame Þrjátíu verkamenn hjá fimm byggingafyrirtækjum, sem höfðu umsjón með viðgerðum á Notre Dame kirkjunni í París þegar eldur kviknaði, hafa verið yfirheyrðir vegna málsins. 17. apríl 2019 10:57
Páfi lofar slökkviliðsmenn sem björguðu Maríukirkjunni Páfagarður hefur lofað sérfræðiráðgjöf við endurbyggingu kirkjunnar sem stórkemmdist í eldsvoða á mánudag. 17. apríl 2019 19:07