„Ég veðja á miðbæinn" Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. apríl 2019 20:30 Kaupmenn segjast dauðþreyttir á neikvæðri umfjöllun um miðborgina og telja margir mikla möguleika fólgna í göngugötum. Hátt leiguverð og fasteignagjöld séu stærra vandamál en takmarkanir á umferð. Í sumar stendur til að breyta umferð um miðbæinn og gera síðar göturnar sem hingað til hafa verið með sumarlokunum að varanlegum göngugötum. Yfir 240 rekstraraðilar í miðbænum hafa ritað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem fyrirhugaðri lokun er mótmælt og er þetta orðið mikið hitamál meðal verslunarmanna á svæðinu. Reykjavíkurborg hyggst gera nýja skoðunakönnun um málið á næstunni en samkvæmt könnun frá árinu 2017 reyndust 75% íbúa Reykjavíkur hlynntir göngugötum. Verslunareigandi segist þreyttur á neikvæðri umfjöllun um miðborgina. „Mér leiðist óskaplega þessi neikvæða umræða og þetta niðurtal. Ég veit um fjölda fólks meðal verslunareigenda sem eru mjög ánægðir hér í bænum og ég vil meina að miðbærinn hafi aldrei verið skemmtilegri en einmitt núna," segir Auðunn G. Árnason, eigandi Fríðu gullsmiðju, sem bendir einnig á að líf sé einnig að færast yfir hliðargötur við Laugaveg og Skólavörðustíg.Auðunn G. Árnason, eigandi Fríðu gullsmiðjuGuðrún Jóhannesdóttir, eigandi Kokku, tekur í sama streng. „Búðarglugginn árið 2019 er náttúrulega á Internetinu. Það að einhver geti rúntað hérna niður Laugarveginn og séð eitthvað sem hann vill kannski kaupa sér í næstu ferð; ég er ekki alveg að kaupa þau rök," segir hún. „Með göngugötum er hægt að gera svo margt annað," segir Matthildur Leifsdóttir, eigandi skóverslunarinnar 38 þrep. „Það má vera með vatnsbrunna og gosbrunna og síðan má kannski huga að útileikvöllum sem voru hér eina tíð. Það má endurnýja þá og gera að fjölskyldugörðum," segir hún. „Ég hef verið með rekstur í Smáralind og Kringlunni en ég veðja á miðbæinn. Ég sé bara fram á það að þegar það verður komin göngugata hérna fyrir utan verður meiri gróður, það verður betra aðgengi og það verður meira mannlíf," segir Guðrún í Kokku. Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins sem á verslunarrýmið að Hafnartorgi, sagði í viðtali við Fréttablaðið í dag að helsta ástæða þess að Laugavegurinn sé að gefa eftir sé hátt leiguverð. Hann segir Reginn hafa keypt fermetrann á Hafnartorgi á 430 þúsund krónur og að með kostnaði sé fermetraverðið rúmlega 600 þúsund. Til samanburðar sé atvinnuhúsnæði á góðum stöðum í miðbænum allt að einni milljón króna.Matthildur Leifsdóttir, eigandi skóverslunarinnar 38 þrep.Verslunareigendur taka undir þetta og telja að lokanir verslana á Laugaveginum megi frekar tengja við hátt leiguverð en götulokanir. Lækkun fasteignagjalda gæti haft mikil jákvæð áhrif. „Það er klárlega mjög stór faktor að leiguverð hefur verið að hækka ansi skarpt og það stafar náttúrulega líka af fasteignasköttunum sem hafa farið hækka. Það er eitthvað sem er stöðugt verið að benda á en hefur lítið gengið að mjaka niður," segir Guðrún. Eigandi 38 þrepa tekur undir. „Fasteignagjöld eru há og húsaleiga er há og sérstaklega fyrir þá sem vilja byrja í rekstri, líkt og ungt fólk sem er kannski að byrja í hönnun," segir Matthildur. Eigandi Fríðu segir að einhverjar verslanir gætu einnig þurft að aðlagast nútímanum. „Ég held að ástæðurnar séu ýmsar og alls ekki eingöngu lokun gatna. Fasteignaverð hefur farið upp og húsaleiga hefur hækkað í hlutfalli við það. Kannski eru líka bara einhverjar verslanir sem eru einfaldlega komnar á tíma og passa ekki inn í það umhverfi sem er hér núna. Ungt fólk sækir mikið í bæinn og virðist vera ánægt með bæinn eins og hann er," segir Auðunn. Göngugötur Reykjavík Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Kaupmenn segjast dauðþreyttir á neikvæðri umfjöllun um miðborgina og telja margir mikla möguleika fólgna í göngugötum. Hátt leiguverð og fasteignagjöld séu stærra vandamál en takmarkanir á umferð. Í sumar stendur til að breyta umferð um miðbæinn og gera síðar göturnar sem hingað til hafa verið með sumarlokunum að varanlegum göngugötum. Yfir 240 rekstraraðilar í miðbænum hafa ritað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem fyrirhugaðri lokun er mótmælt og er þetta orðið mikið hitamál meðal verslunarmanna á svæðinu. Reykjavíkurborg hyggst gera nýja skoðunakönnun um málið á næstunni en samkvæmt könnun frá árinu 2017 reyndust 75% íbúa Reykjavíkur hlynntir göngugötum. Verslunareigandi segist þreyttur á neikvæðri umfjöllun um miðborgina. „Mér leiðist óskaplega þessi neikvæða umræða og þetta niðurtal. Ég veit um fjölda fólks meðal verslunareigenda sem eru mjög ánægðir hér í bænum og ég vil meina að miðbærinn hafi aldrei verið skemmtilegri en einmitt núna," segir Auðunn G. Árnason, eigandi Fríðu gullsmiðju, sem bendir einnig á að líf sé einnig að færast yfir hliðargötur við Laugaveg og Skólavörðustíg.Auðunn G. Árnason, eigandi Fríðu gullsmiðjuGuðrún Jóhannesdóttir, eigandi Kokku, tekur í sama streng. „Búðarglugginn árið 2019 er náttúrulega á Internetinu. Það að einhver geti rúntað hérna niður Laugarveginn og séð eitthvað sem hann vill kannski kaupa sér í næstu ferð; ég er ekki alveg að kaupa þau rök," segir hún. „Með göngugötum er hægt að gera svo margt annað," segir Matthildur Leifsdóttir, eigandi skóverslunarinnar 38 þrep. „Það má vera með vatnsbrunna og gosbrunna og síðan má kannski huga að útileikvöllum sem voru hér eina tíð. Það má endurnýja þá og gera að fjölskyldugörðum," segir hún. „Ég hef verið með rekstur í Smáralind og Kringlunni en ég veðja á miðbæinn. Ég sé bara fram á það að þegar það verður komin göngugata hérna fyrir utan verður meiri gróður, það verður betra aðgengi og það verður meira mannlíf," segir Guðrún í Kokku. Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins sem á verslunarrýmið að Hafnartorgi, sagði í viðtali við Fréttablaðið í dag að helsta ástæða þess að Laugavegurinn sé að gefa eftir sé hátt leiguverð. Hann segir Reginn hafa keypt fermetrann á Hafnartorgi á 430 þúsund krónur og að með kostnaði sé fermetraverðið rúmlega 600 þúsund. Til samanburðar sé atvinnuhúsnæði á góðum stöðum í miðbænum allt að einni milljón króna.Matthildur Leifsdóttir, eigandi skóverslunarinnar 38 þrep.Verslunareigendur taka undir þetta og telja að lokanir verslana á Laugaveginum megi frekar tengja við hátt leiguverð en götulokanir. Lækkun fasteignagjalda gæti haft mikil jákvæð áhrif. „Það er klárlega mjög stór faktor að leiguverð hefur verið að hækka ansi skarpt og það stafar náttúrulega líka af fasteignasköttunum sem hafa farið hækka. Það er eitthvað sem er stöðugt verið að benda á en hefur lítið gengið að mjaka niður," segir Guðrún. Eigandi 38 þrepa tekur undir. „Fasteignagjöld eru há og húsaleiga er há og sérstaklega fyrir þá sem vilja byrja í rekstri, líkt og ungt fólk sem er kannski að byrja í hönnun," segir Matthildur. Eigandi Fríðu segir að einhverjar verslanir gætu einnig þurft að aðlagast nútímanum. „Ég held að ástæðurnar séu ýmsar og alls ekki eingöngu lokun gatna. Fasteignaverð hefur farið upp og húsaleiga hefur hækkað í hlutfalli við það. Kannski eru líka bara einhverjar verslanir sem eru einfaldlega komnar á tíma og passa ekki inn í það umhverfi sem er hér núna. Ungt fólk sækir mikið í bæinn og virðist vera ánægt með bæinn eins og hann er," segir Auðunn.
Göngugötur Reykjavík Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira