Kartöfluskortur en tollar ekki lækkaðir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. apríl 2019 15:53 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir afgreiðslu málsins hjá atvinnuvegaráðuneytinu algjörlega óviðunandi. Félag atvinnurekenda gerir alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu atvinnuvegaráðuneytisins á beiðnum innflytjenda um að tollar á innfluttum kartöflum verði lækkaðir vegna skorts á innlendum kartöflum af viðunandi gæðum. Á vef Félags atvinnurekenda segir að félagið hafi aflað sér upplýsinga sem sýni að nánast ekkert sé til af innlendum kartöflum í söluhæfum gæðum. Frá því í byrjun síðustu viku hafa innflutningsfyrirtæki því þrýst á atvinnuvegaráðuneytið um að bregðast við en það er á valdi ráðherra að lækka tolla á innflutningi við aðstæður sem þessar. Ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara, sem starfar í ráðuneytinu, gerir tillögu til ráðherra um afnám tolla vegna skorts á búvörum á innanlandsmarkaði. Samkvæmt því sem fram kemur á vef Félags atvinnurekenda hefur beiðni um afnám tolla verið hafnað þar sem tveir framleiðendur segjast eiga talsvert af kartöflum. 30 prósent verðtollur leggst á innfluttar kartöflur auk 60 króna magntolls á kíló. „Það þýðir að verði fluttar inn kartöflur til að bregðast við skortinum má gera ráð fyrir að innflutningsverð þeirra geti tvöfaldast, sem hefur að sama skapi áhrif til hækkunar á útsöluverði til neytenda,“ segir á vef Félags atvinnurekenda. Þar er haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra félagsins, að afgreiðsla ráðuneytisins sé algjörlega óviðunandi. „Það er vitað að talsvert er til af kartöflum í landinu, en það liggur jafnframt fyrir að nánast ekkert af innlendu framleiðslunni er af þeim gæðum sem neytendur sætta sig við, enda síðastliðið sumar blautt og óhagstætt framleiðendum. Að meta það svo að ekki sé yfirvofandi skortur er fráleitt og þýðir að innflytjendur missa dýrmætan tíma, sem það tekur að panta og flytja til landsins vöru sem svarar kröfum neytenda. FA hefur lengi gagnrýnt það ákvæði búvörulaganna sem nefndin vísar til, en það leggur það í raun í vald innlendra framleiðenda búvara að ákveða hvort þeir fái erlenda samkeppni, óháð því hvort þeir eigi í raun nóg af viðkomandi vöru í söluhæfum gæðum. Við skorum á ráðuneytið að taka ákvörðun sem tekur mið af hagsmunum neytenda. Það er algerlega óboðlegt að einstaka framleiðendur geti með órökstuddum yfirlýsingum um birgðir sínar ráðið skattheimtu ríkissjóðs,“ segir Ólafur. Neytendur Samkeppnismál Mest lesið Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Fleiri fréttir Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Sjá meira
Félag atvinnurekenda gerir alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu atvinnuvegaráðuneytisins á beiðnum innflytjenda um að tollar á innfluttum kartöflum verði lækkaðir vegna skorts á innlendum kartöflum af viðunandi gæðum. Á vef Félags atvinnurekenda segir að félagið hafi aflað sér upplýsinga sem sýni að nánast ekkert sé til af innlendum kartöflum í söluhæfum gæðum. Frá því í byrjun síðustu viku hafa innflutningsfyrirtæki því þrýst á atvinnuvegaráðuneytið um að bregðast við en það er á valdi ráðherra að lækka tolla á innflutningi við aðstæður sem þessar. Ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara, sem starfar í ráðuneytinu, gerir tillögu til ráðherra um afnám tolla vegna skorts á búvörum á innanlandsmarkaði. Samkvæmt því sem fram kemur á vef Félags atvinnurekenda hefur beiðni um afnám tolla verið hafnað þar sem tveir framleiðendur segjast eiga talsvert af kartöflum. 30 prósent verðtollur leggst á innfluttar kartöflur auk 60 króna magntolls á kíló. „Það þýðir að verði fluttar inn kartöflur til að bregðast við skortinum má gera ráð fyrir að innflutningsverð þeirra geti tvöfaldast, sem hefur að sama skapi áhrif til hækkunar á útsöluverði til neytenda,“ segir á vef Félags atvinnurekenda. Þar er haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra félagsins, að afgreiðsla ráðuneytisins sé algjörlega óviðunandi. „Það er vitað að talsvert er til af kartöflum í landinu, en það liggur jafnframt fyrir að nánast ekkert af innlendu framleiðslunni er af þeim gæðum sem neytendur sætta sig við, enda síðastliðið sumar blautt og óhagstætt framleiðendum. Að meta það svo að ekki sé yfirvofandi skortur er fráleitt og þýðir að innflytjendur missa dýrmætan tíma, sem það tekur að panta og flytja til landsins vöru sem svarar kröfum neytenda. FA hefur lengi gagnrýnt það ákvæði búvörulaganna sem nefndin vísar til, en það leggur það í raun í vald innlendra framleiðenda búvara að ákveða hvort þeir fái erlenda samkeppni, óháð því hvort þeir eigi í raun nóg af viðkomandi vöru í söluhæfum gæðum. Við skorum á ráðuneytið að taka ákvörðun sem tekur mið af hagsmunum neytenda. Það er algerlega óboðlegt að einstaka framleiðendur geti með órökstuddum yfirlýsingum um birgðir sínar ráðið skattheimtu ríkissjóðs,“ segir Ólafur.
Neytendur Samkeppnismál Mest lesið Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Fleiri fréttir Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent