Kartöfluskortur en tollar ekki lækkaðir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. apríl 2019 15:53 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir afgreiðslu málsins hjá atvinnuvegaráðuneytinu algjörlega óviðunandi. Félag atvinnurekenda gerir alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu atvinnuvegaráðuneytisins á beiðnum innflytjenda um að tollar á innfluttum kartöflum verði lækkaðir vegna skorts á innlendum kartöflum af viðunandi gæðum. Á vef Félags atvinnurekenda segir að félagið hafi aflað sér upplýsinga sem sýni að nánast ekkert sé til af innlendum kartöflum í söluhæfum gæðum. Frá því í byrjun síðustu viku hafa innflutningsfyrirtæki því þrýst á atvinnuvegaráðuneytið um að bregðast við en það er á valdi ráðherra að lækka tolla á innflutningi við aðstæður sem þessar. Ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara, sem starfar í ráðuneytinu, gerir tillögu til ráðherra um afnám tolla vegna skorts á búvörum á innanlandsmarkaði. Samkvæmt því sem fram kemur á vef Félags atvinnurekenda hefur beiðni um afnám tolla verið hafnað þar sem tveir framleiðendur segjast eiga talsvert af kartöflum. 30 prósent verðtollur leggst á innfluttar kartöflur auk 60 króna magntolls á kíló. „Það þýðir að verði fluttar inn kartöflur til að bregðast við skortinum má gera ráð fyrir að innflutningsverð þeirra geti tvöfaldast, sem hefur að sama skapi áhrif til hækkunar á útsöluverði til neytenda,“ segir á vef Félags atvinnurekenda. Þar er haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra félagsins, að afgreiðsla ráðuneytisins sé algjörlega óviðunandi. „Það er vitað að talsvert er til af kartöflum í landinu, en það liggur jafnframt fyrir að nánast ekkert af innlendu framleiðslunni er af þeim gæðum sem neytendur sætta sig við, enda síðastliðið sumar blautt og óhagstætt framleiðendum. Að meta það svo að ekki sé yfirvofandi skortur er fráleitt og þýðir að innflytjendur missa dýrmætan tíma, sem það tekur að panta og flytja til landsins vöru sem svarar kröfum neytenda. FA hefur lengi gagnrýnt það ákvæði búvörulaganna sem nefndin vísar til, en það leggur það í raun í vald innlendra framleiðenda búvara að ákveða hvort þeir fái erlenda samkeppni, óháð því hvort þeir eigi í raun nóg af viðkomandi vöru í söluhæfum gæðum. Við skorum á ráðuneytið að taka ákvörðun sem tekur mið af hagsmunum neytenda. Það er algerlega óboðlegt að einstaka framleiðendur geti með órökstuddum yfirlýsingum um birgðir sínar ráðið skattheimtu ríkissjóðs,“ segir Ólafur. Neytendur Samkeppnismál Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Félag atvinnurekenda gerir alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu atvinnuvegaráðuneytisins á beiðnum innflytjenda um að tollar á innfluttum kartöflum verði lækkaðir vegna skorts á innlendum kartöflum af viðunandi gæðum. Á vef Félags atvinnurekenda segir að félagið hafi aflað sér upplýsinga sem sýni að nánast ekkert sé til af innlendum kartöflum í söluhæfum gæðum. Frá því í byrjun síðustu viku hafa innflutningsfyrirtæki því þrýst á atvinnuvegaráðuneytið um að bregðast við en það er á valdi ráðherra að lækka tolla á innflutningi við aðstæður sem þessar. Ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara, sem starfar í ráðuneytinu, gerir tillögu til ráðherra um afnám tolla vegna skorts á búvörum á innanlandsmarkaði. Samkvæmt því sem fram kemur á vef Félags atvinnurekenda hefur beiðni um afnám tolla verið hafnað þar sem tveir framleiðendur segjast eiga talsvert af kartöflum. 30 prósent verðtollur leggst á innfluttar kartöflur auk 60 króna magntolls á kíló. „Það þýðir að verði fluttar inn kartöflur til að bregðast við skortinum má gera ráð fyrir að innflutningsverð þeirra geti tvöfaldast, sem hefur að sama skapi áhrif til hækkunar á útsöluverði til neytenda,“ segir á vef Félags atvinnurekenda. Þar er haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra félagsins, að afgreiðsla ráðuneytisins sé algjörlega óviðunandi. „Það er vitað að talsvert er til af kartöflum í landinu, en það liggur jafnframt fyrir að nánast ekkert af innlendu framleiðslunni er af þeim gæðum sem neytendur sætta sig við, enda síðastliðið sumar blautt og óhagstætt framleiðendum. Að meta það svo að ekki sé yfirvofandi skortur er fráleitt og þýðir að innflytjendur missa dýrmætan tíma, sem það tekur að panta og flytja til landsins vöru sem svarar kröfum neytenda. FA hefur lengi gagnrýnt það ákvæði búvörulaganna sem nefndin vísar til, en það leggur það í raun í vald innlendra framleiðenda búvara að ákveða hvort þeir fái erlenda samkeppni, óháð því hvort þeir eigi í raun nóg af viðkomandi vöru í söluhæfum gæðum. Við skorum á ráðuneytið að taka ákvörðun sem tekur mið af hagsmunum neytenda. Það er algerlega óboðlegt að einstaka framleiðendur geti með órökstuddum yfirlýsingum um birgðir sínar ráðið skattheimtu ríkissjóðs,“ segir Ólafur.
Neytendur Samkeppnismál Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira