Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 36-28 │Eyjamenn í undanúrslit Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2019 19:30 Sigurbergur var markahæstur Eyjamanna. vísir/daníel þór ÍBV er komið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir stórsigur á FH, 36-28, í öðrum leik liðanna í Eyjum í kvöld. Íslandsmeistararnir unnu báða leikina í einvíginu með samtals 13 marka mun. Frammistaða FH í einvíginu gegn ÍBV var svipuð og hún hefur verið eftir að liðið varð bikarmeistari í síðasta mánuði. Frá því FH vann Coca Cola-bikarinn hefur allur vindur verið úr liðinu og það aðeins unnið einn af sjö leikjum sínum. Þetta var síðasti leikur FH undir stjórn Halldórs Sigfússonar en hann hættir með liðið eftir fimm ára starf. Á þeim tíma vann FH tvo stóra titla og komst tvisvar í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. FH byrjaði leikinn ágætlega en ÍBV náði fljótt undirtökunum. Eyjamenn áttu ekki í neinum vandræðum með að opna vörn FH-inga og fengu öll þau færi sem þeir vildu fá. Sóknarleikur ÍBV var fjölbreyttur og ógnin kom alls staðar að. Tíu Eyjamenn skoruðu í leiknum. Á meðan var sókn FH stirð og lykilmenn náðu sér ekki á strik. ÍBV var með sjö marka forskot í hálfleik, 19-12, og seinni hálfleikurinn var lítt spennandi. FH-ingar náðu aldrei að minnka muninn í minna en sex mörk og fljótlega var ljóst í hvað stefndi. Liðin skoruðu að vild síðustu mínúturnar en á endanum munaði átta mörkum á þeim, 36-28.Af hverju vann ÍBV? Öfugt við FH kom ÍBV á fljúgandi siglingu inn í úrslitakeppnina. Íslandsmeistararnir eru með vind í seglum og líta afar vel út. FH-ingar reyndust auðveld bráð fyrir Eyjamenn sem voru mun sterkari aðilinn í einvíginu.Hverjir stóðu upp úr? Sigurbergur Sveinsson átti frábæran leik, skoraði átta mörk og virtist ekki hafa neitt fyrir því. Það eru vondar fréttir fyrir andstæðinga ÍBV ef Sigurbergur er kominn á flug á ný. Hornamennirnir Hákon Daði Styrmisson og Gabríel Martinez Róbertsson voru góðir og skoruðu samtals ellefu mörk. Sá síðarnefndi hefur heldur betur stimplað sig inn að undanförnu og er ein af stjörnum úrslitakeppninnar til þessa. Kristján Örn Kristjánsson var góður og Magnús Stefánsson öflugur í vörninni. Björn Viðar Björnsson átti ekki sama stórleik og á laugardaginn en stóð samt fyrir sínu og vel það. Jóhann Birgir Ingvarsson var besti maður FH en á tímabili var hann eini leikmaður liðsins sem virtist geta skorað.Hvað gekk illa? FH-vörnin var ólík sjálfri sér í leiknum enda fékk liðið 36 mörk á sig. Líkt og í fyrri leiknum áttu markverðir liðsins erfitt uppdráttar. Hægri hornamenn FH náðu sér engan veginn á strik og voru aðeins með eitt mark úr samtals átta skotum. Bjarni Ófeigur Valdimarsson var svo ósýnilegur þær mínútur sem hann spilaði.Hvað gerist næst? ÍBV er komið í undanúrslit þar sem liðið mætir annað hvort Haukum eða Stjörnunni. FH er hins vegar komið í sumarfrí. Þrátt fyrir vonbrigðaendi á þessu tímabili stefna FH-ingar áfram hátt undir stjórn Sigursteins Arndal sem tekur við liðinu af Halldóri.Erlingur: Strákarnir spiluðu frábæran handbolta Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, lofaði sína menn eftir sigurinn á FH í kvöld. Eyjamenn unnu einvígi liðanna, 2-0, og eru komnir áfram í undanúrslit. „Það vilja ekki margir sem vilja koma til Eyja. Þetta er góður heimavöllur. Ég verð að hrósa strákunum. Þeir spiluðu frábæran handbolta,“ sagði Erlingur eftir leik. „Róbert [Sigurðarson] var eins og klettur í vörninni og hefur staðið sig mjög vel að undanförnu. Ég er ánægður að við höfum haldið haus. Það er oft erfitt þegar forystan er mikil. Ég er mjög ánægður með hvernig menn komu inn í seinni hálfleikinn og við stjórnuðum leiknum. Ef ég ætti að telja það upp sem við gerðum vel væri ég hér í hálftíma.“ Eyjaliðið lítur afar vel út þessa stundina og stemmningin í liðinu virðist vera mjög góð. „Við höfum æft gríðarlega vel. Við slógum ekkert af í þessum hléum. Það hefur skilað sér. Svo skiptir liðsandinn miklu máli,“ sagði Erlingur. Hann er ánægður með hversu margir leikmenn ÍBV voru með framlag í sókninni. „Tíu leikmenn skoruðu í leiknum. Við áttum engan leikmenn á meðal tíu markahæstu leikmanna deildarinnar en skoruðum samt mest allra liða. Liðsheildin hefur verið sterk,“ sagði Erlingur. Í undanúrslitunum mætir ÍBV annað hvort Haukum eða Stjörnunni. Þau mætast í oddaleik á miðvikudaginn. „Mér líst mjög vel á þetta. Í dag sáum við að Stjarnan ætlar sér að komast áfram. Núna getum við fylgst með oddaleiknum. Hefðin er Haukamegin og þeir eru deildarmeistarar. En við ætlum að njóta og gefa allt í þetta,“ sagði Erlingur.Halldór: Erfitt að kveðja eftir 2-0 tap Halldór Sigfússon, þjálfari FH, viðurkenndi að sínir menn hefðu mætt ofjörlum sínum í Eyjum í kvöld. „ÍBV var mjög sterkt í leiknum. Við byrjuðum ágætlega en svo misstum við taktinn og gerðum alltof einföldum mistökum eins og í fyrri leiknum. Þetta hefur verið okkar saga frá bikarhelginni. Þetta hefur verið erfitt og ekki nógu góður gangur í liðinu,“ sagði Halldór. Staða FH var alls ekki í góð í hálfleik, enda sjö mörkum undir, 19-12. „Ég reyndi að berja trú í mannskapinn að þetta væri hægt. Við spiluðum miklu betur í seinni hálfleik en þeim fyrri og það var okkar besti hálfleikur í einvíginu. En það vantaði bara svo mikið upp á og þeir voru miklu betri á öllum sviðum. Það er mjög erfitt að detta út í 8-liða úrslitum, 2-0,“ sagði Halldór. Eftir að Fimleikafélagið varð bikarmeistari í mars hefur loftið farið úr FH-blöðrunni. „Við höfum átt slakari leiki eftir bikarhelgina. Við höfum átt góða leiki inni á milli en ekki höfum ekki náð okkur á strik í stóru leikjunum. Við spiluðum mjög vel í bikarhelginni og lönduðum einum af stóru titlunum. En það er mjög erfitt að kveðja liðið eftir 2-0 tap í 8-liða úrslitum. Íþróttirnar geta verið grimmar,“ sagði Halldór sem stýrði FH í síðasta sinn í kvöld. Hann kveðst sáttur með þau fimm ár sem hann var hjá FH. „Ég er mjög sáttur við okkar vinnu. Ég held ég geti gengið ágætlega stoltur frá borði. Á þessum árum unnum við nokkra titla og fórum tvisvar í úrslit um Íslandsmeistaratitil. Það vantaði þann stóra og auðvitað er það sárt,“ sagði Halldór. „Það má ekki gleyma því að við enduðum í 4. sæti deildarinnar í vetur þrátt fyrir að vera spáð neðar. Við vorum með lið á borð ÍBV og Aftureldingu fyrir aftan okkur.“ Olís-deild karla
ÍBV er komið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir stórsigur á FH, 36-28, í öðrum leik liðanna í Eyjum í kvöld. Íslandsmeistararnir unnu báða leikina í einvíginu með samtals 13 marka mun. Frammistaða FH í einvíginu gegn ÍBV var svipuð og hún hefur verið eftir að liðið varð bikarmeistari í síðasta mánuði. Frá því FH vann Coca Cola-bikarinn hefur allur vindur verið úr liðinu og það aðeins unnið einn af sjö leikjum sínum. Þetta var síðasti leikur FH undir stjórn Halldórs Sigfússonar en hann hættir með liðið eftir fimm ára starf. Á þeim tíma vann FH tvo stóra titla og komst tvisvar í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. FH byrjaði leikinn ágætlega en ÍBV náði fljótt undirtökunum. Eyjamenn áttu ekki í neinum vandræðum með að opna vörn FH-inga og fengu öll þau færi sem þeir vildu fá. Sóknarleikur ÍBV var fjölbreyttur og ógnin kom alls staðar að. Tíu Eyjamenn skoruðu í leiknum. Á meðan var sókn FH stirð og lykilmenn náðu sér ekki á strik. ÍBV var með sjö marka forskot í hálfleik, 19-12, og seinni hálfleikurinn var lítt spennandi. FH-ingar náðu aldrei að minnka muninn í minna en sex mörk og fljótlega var ljóst í hvað stefndi. Liðin skoruðu að vild síðustu mínúturnar en á endanum munaði átta mörkum á þeim, 36-28.Af hverju vann ÍBV? Öfugt við FH kom ÍBV á fljúgandi siglingu inn í úrslitakeppnina. Íslandsmeistararnir eru með vind í seglum og líta afar vel út. FH-ingar reyndust auðveld bráð fyrir Eyjamenn sem voru mun sterkari aðilinn í einvíginu.Hverjir stóðu upp úr? Sigurbergur Sveinsson átti frábæran leik, skoraði átta mörk og virtist ekki hafa neitt fyrir því. Það eru vondar fréttir fyrir andstæðinga ÍBV ef Sigurbergur er kominn á flug á ný. Hornamennirnir Hákon Daði Styrmisson og Gabríel Martinez Róbertsson voru góðir og skoruðu samtals ellefu mörk. Sá síðarnefndi hefur heldur betur stimplað sig inn að undanförnu og er ein af stjörnum úrslitakeppninnar til þessa. Kristján Örn Kristjánsson var góður og Magnús Stefánsson öflugur í vörninni. Björn Viðar Björnsson átti ekki sama stórleik og á laugardaginn en stóð samt fyrir sínu og vel það. Jóhann Birgir Ingvarsson var besti maður FH en á tímabili var hann eini leikmaður liðsins sem virtist geta skorað.Hvað gekk illa? FH-vörnin var ólík sjálfri sér í leiknum enda fékk liðið 36 mörk á sig. Líkt og í fyrri leiknum áttu markverðir liðsins erfitt uppdráttar. Hægri hornamenn FH náðu sér engan veginn á strik og voru aðeins með eitt mark úr samtals átta skotum. Bjarni Ófeigur Valdimarsson var svo ósýnilegur þær mínútur sem hann spilaði.Hvað gerist næst? ÍBV er komið í undanúrslit þar sem liðið mætir annað hvort Haukum eða Stjörnunni. FH er hins vegar komið í sumarfrí. Þrátt fyrir vonbrigðaendi á þessu tímabili stefna FH-ingar áfram hátt undir stjórn Sigursteins Arndal sem tekur við liðinu af Halldóri.Erlingur: Strákarnir spiluðu frábæran handbolta Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, lofaði sína menn eftir sigurinn á FH í kvöld. Eyjamenn unnu einvígi liðanna, 2-0, og eru komnir áfram í undanúrslit. „Það vilja ekki margir sem vilja koma til Eyja. Þetta er góður heimavöllur. Ég verð að hrósa strákunum. Þeir spiluðu frábæran handbolta,“ sagði Erlingur eftir leik. „Róbert [Sigurðarson] var eins og klettur í vörninni og hefur staðið sig mjög vel að undanförnu. Ég er ánægður að við höfum haldið haus. Það er oft erfitt þegar forystan er mikil. Ég er mjög ánægður með hvernig menn komu inn í seinni hálfleikinn og við stjórnuðum leiknum. Ef ég ætti að telja það upp sem við gerðum vel væri ég hér í hálftíma.“ Eyjaliðið lítur afar vel út þessa stundina og stemmningin í liðinu virðist vera mjög góð. „Við höfum æft gríðarlega vel. Við slógum ekkert af í þessum hléum. Það hefur skilað sér. Svo skiptir liðsandinn miklu máli,“ sagði Erlingur. Hann er ánægður með hversu margir leikmenn ÍBV voru með framlag í sókninni. „Tíu leikmenn skoruðu í leiknum. Við áttum engan leikmenn á meðal tíu markahæstu leikmanna deildarinnar en skoruðum samt mest allra liða. Liðsheildin hefur verið sterk,“ sagði Erlingur. Í undanúrslitunum mætir ÍBV annað hvort Haukum eða Stjörnunni. Þau mætast í oddaleik á miðvikudaginn. „Mér líst mjög vel á þetta. Í dag sáum við að Stjarnan ætlar sér að komast áfram. Núna getum við fylgst með oddaleiknum. Hefðin er Haukamegin og þeir eru deildarmeistarar. En við ætlum að njóta og gefa allt í þetta,“ sagði Erlingur.Halldór: Erfitt að kveðja eftir 2-0 tap Halldór Sigfússon, þjálfari FH, viðurkenndi að sínir menn hefðu mætt ofjörlum sínum í Eyjum í kvöld. „ÍBV var mjög sterkt í leiknum. Við byrjuðum ágætlega en svo misstum við taktinn og gerðum alltof einföldum mistökum eins og í fyrri leiknum. Þetta hefur verið okkar saga frá bikarhelginni. Þetta hefur verið erfitt og ekki nógu góður gangur í liðinu,“ sagði Halldór. Staða FH var alls ekki í góð í hálfleik, enda sjö mörkum undir, 19-12. „Ég reyndi að berja trú í mannskapinn að þetta væri hægt. Við spiluðum miklu betur í seinni hálfleik en þeim fyrri og það var okkar besti hálfleikur í einvíginu. En það vantaði bara svo mikið upp á og þeir voru miklu betri á öllum sviðum. Það er mjög erfitt að detta út í 8-liða úrslitum, 2-0,“ sagði Halldór. Eftir að Fimleikafélagið varð bikarmeistari í mars hefur loftið farið úr FH-blöðrunni. „Við höfum átt slakari leiki eftir bikarhelgina. Við höfum átt góða leiki inni á milli en ekki höfum ekki náð okkur á strik í stóru leikjunum. Við spiluðum mjög vel í bikarhelginni og lönduðum einum af stóru titlunum. En það er mjög erfitt að kveðja liðið eftir 2-0 tap í 8-liða úrslitum. Íþróttirnar geta verið grimmar,“ sagði Halldór sem stýrði FH í síðasta sinn í kvöld. Hann kveðst sáttur með þau fimm ár sem hann var hjá FH. „Ég er mjög sáttur við okkar vinnu. Ég held ég geti gengið ágætlega stoltur frá borði. Á þessum árum unnum við nokkra titla og fórum tvisvar í úrslit um Íslandsmeistaratitil. Það vantaði þann stóra og auðvitað er það sárt,“ sagði Halldór. „Það má ekki gleyma því að við enduðum í 4. sæti deildarinnar í vetur þrátt fyrir að vera spáð neðar. Við vorum með lið á borð ÍBV og Aftureldingu fyrir aftan okkur.“