Iðnaðarmenn tilbúnir með áætlun varðandi verkföll Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. apríl 2019 14:48 Kristján Þórður Snæbjarnarson er hér fyrir miðju með öðrum í samninganefnd iðnaðarmanna fyrir fund með SA fyrr í mánuðinum. vísir/vilhelm Næsta vika mun ráða úrslitum varðandi það hvort iðnaðarmenn fara í verkfallsaðgerðir eða hvort að kjaraviðræður þeirra og Samtaka atvinnulífsins fara að skila nýjum kjarasamningi. Þetta segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmanna, í samtali við Vísi. „Við áttum fund með SA í morgun. Það svo sem gerðist ekkert mjög margt á þeim fundi, ekkert sem maður getur ekki fest hönd á í raun og veru. Það var ákveðið að funda aftur strax eftir páska og festa formlegan fund á miðvikudaginn. Þá munum við reyna til þrautar að sjá hversu langt við komumst í að gera kjarasamning á þeim tímapunkti, og munum nota næstu viku í það, og ef það fer ekki að skila árangri þá munum við undirbúa einhver önnur skref, aðgerðir eða eitthvað slíkt,“ segir Kristján. Hann kveðst lítið geta sagt um það sem verið sé að ræða við samningaborðið þegar hann spurður að því hvort iðnaðarmenn fari fram á hærri krónutöluhækkanir en SGS og VR sömdu til dæmis um við SA. „Við erum að ræða málin heildstætt og leita allra leiða til að koma samningum saman.“ Spurður nánar út í möguleg verkföll segir Kristján að iðnaðarmenn séu með áætlun varðandi það sem unnið sé út frá. Það hafi hins vegar ekki verið gert opinbert. „Við erum með átakahóp í gangi sem er búinn að vera að skipuleggja og leggja ákveðnar línur fyrir okkur. Ef viðræður ganga ekki þannig að maður nær samningi þá eðli máls samkvæmt mun þurfa að enda á einhverjum verkföllum eða slíku. Það er búið að teikna upp plan og menn eru að vinna út frá því en það hefur ekki verið gert opinbert.“ En næsta mun þá ráða úrslitum varðandi það hvernig þetta fer hjá ykkur? Það er tímaramminn sem unnið er eftir? „Já, það er bara svolítið þannig sem staðan er. Næsta vika mun verða viðburðarík, geri ég ráð fyrir. Það mun eitthvað skýrast.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Segir lítið að gerast í kjaradeilu iðnaðarmanna og SA Samningafundur var í kjaradeilu iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins fyrir hádegi í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. 15. apríl 2019 16:28 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Í hart eftir að leigjandi málaði veggina dökkgráa í stað málarahvítra Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Í hart eftir að leigjandi málaði veggina dökkgráa í stað málarahvítra Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Sjá meira
Næsta vika mun ráða úrslitum varðandi það hvort iðnaðarmenn fara í verkfallsaðgerðir eða hvort að kjaraviðræður þeirra og Samtaka atvinnulífsins fara að skila nýjum kjarasamningi. Þetta segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmanna, í samtali við Vísi. „Við áttum fund með SA í morgun. Það svo sem gerðist ekkert mjög margt á þeim fundi, ekkert sem maður getur ekki fest hönd á í raun og veru. Það var ákveðið að funda aftur strax eftir páska og festa formlegan fund á miðvikudaginn. Þá munum við reyna til þrautar að sjá hversu langt við komumst í að gera kjarasamning á þeim tímapunkti, og munum nota næstu viku í það, og ef það fer ekki að skila árangri þá munum við undirbúa einhver önnur skref, aðgerðir eða eitthvað slíkt,“ segir Kristján. Hann kveðst lítið geta sagt um það sem verið sé að ræða við samningaborðið þegar hann spurður að því hvort iðnaðarmenn fari fram á hærri krónutöluhækkanir en SGS og VR sömdu til dæmis um við SA. „Við erum að ræða málin heildstætt og leita allra leiða til að koma samningum saman.“ Spurður nánar út í möguleg verkföll segir Kristján að iðnaðarmenn séu með áætlun varðandi það sem unnið sé út frá. Það hafi hins vegar ekki verið gert opinbert. „Við erum með átakahóp í gangi sem er búinn að vera að skipuleggja og leggja ákveðnar línur fyrir okkur. Ef viðræður ganga ekki þannig að maður nær samningi þá eðli máls samkvæmt mun þurfa að enda á einhverjum verkföllum eða slíku. Það er búið að teikna upp plan og menn eru að vinna út frá því en það hefur ekki verið gert opinbert.“ En næsta mun þá ráða úrslitum varðandi það hvernig þetta fer hjá ykkur? Það er tímaramminn sem unnið er eftir? „Já, það er bara svolítið þannig sem staðan er. Næsta vika mun verða viðburðarík, geri ég ráð fyrir. Það mun eitthvað skýrast.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Segir lítið að gerast í kjaradeilu iðnaðarmanna og SA Samningafundur var í kjaradeilu iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins fyrir hádegi í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. 15. apríl 2019 16:28 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Í hart eftir að leigjandi málaði veggina dökkgráa í stað málarahvítra Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Í hart eftir að leigjandi málaði veggina dökkgráa í stað málarahvítra Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Sjá meira
Segir lítið að gerast í kjaradeilu iðnaðarmanna og SA Samningafundur var í kjaradeilu iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins fyrir hádegi í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. 15. apríl 2019 16:28