DV bauð flokkunum kostaða umfjöllun um orkupakkann Jakob Bjarnar skrifar 17. apríl 2019 14:23 Þetta kostaboð sem auglýsingadeild DV bauð framkvæmdastjórum flokkanna var ekki borið undir ritstjórnina. visir/vilhelm Framkvæmdastjórum flokkanna hefur borist boð frá DV sem gengur út á að fyrir 70 þúsund krónur, auk virðisaukaskatts, býðst þeim að fá heilsíðu undir sjónarmið sem þau vilja setja fram varðandi 3. orkupakkann. Þennan umdeilda pakka. Einar Þór Sigurðsson, starfandi ritstjóri DV kemur af fjöllum og segist þetta ekki á vegum þeirra á ritstjórninni.Framkvæmdastjórar flokkanna ekki alveg að kaupa þetta Framkvæmdastjórarnir, sem hittast reglulega til að bera saman bækur sínar og huga að sameiginlegum hagsmunamálum, telja þetta á afar gráu svæði en meðal þeirra eru fyrrverandi blaða- og fréttamenn svo sem þær Karen Kjartansdóttir hjá Samfylkingunni og Björg Eva Erlendsdóttir hjá Vinstri grænum.Meðal framkvæmdastjóra flokkanna eru þær Björg Eva Erlendsdóttir og Karen Kjartansdóttir, og þeim þótti þetta heldur sérkennilegt tilboð.Tilboðið barst þeim frá Helga Fannari, markaðsráðgjafa DV. Í erindi sínu varðandi þetta tilboð greinir hann frá því að sérblað DV muni birtast 3. maí og umræðuefnið sé stórt: „3. orkupakkinn. Hægt er að vinna þetta á tvo vegu. Annar er að þið skrifið ykkar kynningu og sendið okkur inn til birtingar. Eða blaðakona frá okkur hefur samband og skrifar kynninguna fyrir ykkur.“Flott umfjöllun fyrir 70 þúsund krónur Því er lofað að þetta verði flott umfjöllun þar sem flokkarnir geti kynnt afstöðu sína til 3. orkupakkans og gert grein fyrir plúsum og mínusum. „Heilsíða ásamt grein á Dv.is er á 70.000kr +vsk.“ Kristjón Kormákur Guðjónsson lét nýverið af störfum sem ritstjóri DV en starfandi sem slíkur er Einar Þór Sigurðsson. Hann hafði ekki heyrt af þessu. „Ég kem af fjöllum. Þetta er ekkert sem er á snærum okkar hér á ritstjórninni.“Ekki náðist í Karl Garðarsson framkvæmdastjóra en Einar Þór ritstjóri segir þennan auglýsingasamning aldrei hafa verið borinn undir ritstjórnina.Á ýmsum fjölmiðlum hefur um langt skeið tíðkast að seldar séu kynningar og þær þá sérstaklega rammaðar inn sem slíkar. En, það kann að vera munur á því hvort um er að ræða dekk eða stjórnmálaskoðanir. Meginhlutverk fjölmiðla er einmitt að fjalla um slíkt með hlutlægum hætti.Ritstjórinn segir þetta á grensunni „Það er sjónarmið sem ég get tekið undir heilshugar, að það þurfi að vera ákveðin lína þarna á milli, svo ég tali fyrir mig sem fagmaður í þessu fagi. Mikilvægt að þarna séu skýrar línur,“ segir Einar Þór: „Þetta er á grensunni, ég verð að viðurkenna það og segja hreint út. Sem fagmaður í blaðamennsku. Og verð að vísa til Karls. Að mínu mati væri eðlilegast að svona umfjöllun sé á forræði ritstjórnar blaðsins, til að tryggja að öll sjónarmið komi fram, ekki bara þeirra sem eru tilbúnir að borga fyrir að koma þeim á framfæri. Þarna er um að ræða stórt hagsmunamál fyrir íslenskt samfélag og mjög mikilvægt að allir fái að koma sinni rödd að.“ Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir í morgun til að ná í Karl Garðarsson framkvæmdastjóra DV en án árangurs. Samkvæmt upplýsingum í móttökunni er hann nú kominn í páskafrí. Fjölmiðlar Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Framkvæmdastjórum flokkanna hefur borist boð frá DV sem gengur út á að fyrir 70 þúsund krónur, auk virðisaukaskatts, býðst þeim að fá heilsíðu undir sjónarmið sem þau vilja setja fram varðandi 3. orkupakkann. Þennan umdeilda pakka. Einar Þór Sigurðsson, starfandi ritstjóri DV kemur af fjöllum og segist þetta ekki á vegum þeirra á ritstjórninni.Framkvæmdastjórar flokkanna ekki alveg að kaupa þetta Framkvæmdastjórarnir, sem hittast reglulega til að bera saman bækur sínar og huga að sameiginlegum hagsmunamálum, telja þetta á afar gráu svæði en meðal þeirra eru fyrrverandi blaða- og fréttamenn svo sem þær Karen Kjartansdóttir hjá Samfylkingunni og Björg Eva Erlendsdóttir hjá Vinstri grænum.Meðal framkvæmdastjóra flokkanna eru þær Björg Eva Erlendsdóttir og Karen Kjartansdóttir, og þeim þótti þetta heldur sérkennilegt tilboð.Tilboðið barst þeim frá Helga Fannari, markaðsráðgjafa DV. Í erindi sínu varðandi þetta tilboð greinir hann frá því að sérblað DV muni birtast 3. maí og umræðuefnið sé stórt: „3. orkupakkinn. Hægt er að vinna þetta á tvo vegu. Annar er að þið skrifið ykkar kynningu og sendið okkur inn til birtingar. Eða blaðakona frá okkur hefur samband og skrifar kynninguna fyrir ykkur.“Flott umfjöllun fyrir 70 þúsund krónur Því er lofað að þetta verði flott umfjöllun þar sem flokkarnir geti kynnt afstöðu sína til 3. orkupakkans og gert grein fyrir plúsum og mínusum. „Heilsíða ásamt grein á Dv.is er á 70.000kr +vsk.“ Kristjón Kormákur Guðjónsson lét nýverið af störfum sem ritstjóri DV en starfandi sem slíkur er Einar Þór Sigurðsson. Hann hafði ekki heyrt af þessu. „Ég kem af fjöllum. Þetta er ekkert sem er á snærum okkar hér á ritstjórninni.“Ekki náðist í Karl Garðarsson framkvæmdastjóra en Einar Þór ritstjóri segir þennan auglýsingasamning aldrei hafa verið borinn undir ritstjórnina.Á ýmsum fjölmiðlum hefur um langt skeið tíðkast að seldar séu kynningar og þær þá sérstaklega rammaðar inn sem slíkar. En, það kann að vera munur á því hvort um er að ræða dekk eða stjórnmálaskoðanir. Meginhlutverk fjölmiðla er einmitt að fjalla um slíkt með hlutlægum hætti.Ritstjórinn segir þetta á grensunni „Það er sjónarmið sem ég get tekið undir heilshugar, að það þurfi að vera ákveðin lína þarna á milli, svo ég tali fyrir mig sem fagmaður í þessu fagi. Mikilvægt að þarna séu skýrar línur,“ segir Einar Þór: „Þetta er á grensunni, ég verð að viðurkenna það og segja hreint út. Sem fagmaður í blaðamennsku. Og verð að vísa til Karls. Að mínu mati væri eðlilegast að svona umfjöllun sé á forræði ritstjórnar blaðsins, til að tryggja að öll sjónarmið komi fram, ekki bara þeirra sem eru tilbúnir að borga fyrir að koma þeim á framfæri. Þarna er um að ræða stórt hagsmunamál fyrir íslenskt samfélag og mjög mikilvægt að allir fái að koma sinni rödd að.“ Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir í morgun til að ná í Karl Garðarsson framkvæmdastjóra DV en án árangurs. Samkvæmt upplýsingum í móttökunni er hann nú kominn í páskafrí.
Fjölmiðlar Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira