„Ef Samkeppniseftirlitið fengi háa einkunn hjá fyrirtækjum þá væri eitthvað að“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. apríl 2019 10:45 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir EES-samninginn hafa haft mjög góða hluti í för með sér fyrir neytendur. vísir/vilhelm Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að eftirlit sé hluti af vernd neytenda. Hann segist þakka guði fyrir það að fyrirtæki gefi Samkeppniseftirlitinu ekki háa einkunn því svo væri þá væri eitthvað að. Breki ræddi rétt og vernd neytenda í tengslum við EES-samninginn í Bítinu á Bylgjunni í morgun en Neytendasamtökin standa fyrir málþingi um efnið í hádeginu í dag. Hann sagði mjög margt hafa breyst mjög fljótt til mikils batnaðar hér á landi fyrir neytendur eftir að við urðum aðilar að EES-samningnum. Þannig hafi til dæmis Samkeppniseftirlitið verið sett á fót í kjölfar samningsins en áður hafði eftirlit með fyrirtækjum verið mjög lítið að sögn Breka. „Og það er náttúrulega fyrir okkur, við erum mjög lítil þjóð, og þá græðum við hlutfallslega meira á svona samstarfi við stærri þjóðir. Ef við lítum til dæmis á málefni sem standa okkur nærri þá eru það reikisamningar símafyrirtækjanna. […] Það var bara fyrir þrýsting frá evrópskum neytendasamtökum,“ sagði Breki. Þá nefndi hann jafnframt réttindi flugfarþega sem eru miklu meiri á evrópska efnahagssvæðinu en annars staðar í heiminum. Spurður út í þá gagnrýni sem komi stundum fram á alþjóðlegt samstarf eins og EES-samninginn varðandi það að á okkur sé troðið alls konar tilskipunum sem ekki eigi við og að eftirlitsstofnanir þenjist út benti Breki á að öllu samstarfi fylgi kostir og gallar. Eðli þess sé að aðilar þurfi að gera málamiðlanir. „Samstarf gengur út á það að allir aðilar lagi sig að öllum hinum. Maður þarf að gefa eftir í einhverju og svo fær maður eitthvað annað í öðru. Varðandi eftirlitsiðnaðinn sem oft er kallaður, eftirlitsmenningu eða slíkt, þá gleyma menn því að það er hinn anginn á neytendaverndinni. Það er verið að vernda okkur. Til dæmis sá ég könnun í gær sem var verið að gera á meðal fyrirtækja þar sem Samkeppniseftirlitið fékk mjög slæma útreið, fyrirtæki gáfu Samkeppniseftirlitinu ekki háa einkunn. Ég segi bara þökkum guði fyrir það. Ef Samkeppniseftirlitið fengi háa einkunn hjá fyrirtækjum þá væri eitthvað að. Við verðum að passa okkur svolítið í þessari umræðu hvaðan hlutirnir eru að koma, hverjir eru hagsmunirnir og það er ekkert alltaf neytendurnir þó mennirnir berji sér á brjóst og segist bera hag neytendanna fyrir brjósti þá er það ekki alltaf svo. […] Þegar Samtök atvinnulífsins koma fram með könnun þá er ástæða fyrir því,“ sagði Breki en viðtalið í heild má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Neytendur Samkeppnismál Tengdar fréttir Fleiri telja samráð stjórnvalda slæmt Samkvæmt nýrri könnun telur meirihluti fyrirtækja samráð stjórnvalda áður en reglum er breytt vera slæmt. Flest fyrirtæki segja skýrari leiðbeiningar skorta frá Fjármálaeftirlitinu og Samkeppniseftirlitinu. 16. apríl 2019 06:45 Íslensk reglubyrði sú þyngsta innan OECD Íslenska hagkerfið er það hagkerfi innan OECD sem býr við mestar reglubyrðar í þjónustugreinum. 17. apríl 2019 08:00 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að eftirlit sé hluti af vernd neytenda. Hann segist þakka guði fyrir það að fyrirtæki gefi Samkeppniseftirlitinu ekki háa einkunn því svo væri þá væri eitthvað að. Breki ræddi rétt og vernd neytenda í tengslum við EES-samninginn í Bítinu á Bylgjunni í morgun en Neytendasamtökin standa fyrir málþingi um efnið í hádeginu í dag. Hann sagði mjög margt hafa breyst mjög fljótt til mikils batnaðar hér á landi fyrir neytendur eftir að við urðum aðilar að EES-samningnum. Þannig hafi til dæmis Samkeppniseftirlitið verið sett á fót í kjölfar samningsins en áður hafði eftirlit með fyrirtækjum verið mjög lítið að sögn Breka. „Og það er náttúrulega fyrir okkur, við erum mjög lítil þjóð, og þá græðum við hlutfallslega meira á svona samstarfi við stærri þjóðir. Ef við lítum til dæmis á málefni sem standa okkur nærri þá eru það reikisamningar símafyrirtækjanna. […] Það var bara fyrir þrýsting frá evrópskum neytendasamtökum,“ sagði Breki. Þá nefndi hann jafnframt réttindi flugfarþega sem eru miklu meiri á evrópska efnahagssvæðinu en annars staðar í heiminum. Spurður út í þá gagnrýni sem komi stundum fram á alþjóðlegt samstarf eins og EES-samninginn varðandi það að á okkur sé troðið alls konar tilskipunum sem ekki eigi við og að eftirlitsstofnanir þenjist út benti Breki á að öllu samstarfi fylgi kostir og gallar. Eðli þess sé að aðilar þurfi að gera málamiðlanir. „Samstarf gengur út á það að allir aðilar lagi sig að öllum hinum. Maður þarf að gefa eftir í einhverju og svo fær maður eitthvað annað í öðru. Varðandi eftirlitsiðnaðinn sem oft er kallaður, eftirlitsmenningu eða slíkt, þá gleyma menn því að það er hinn anginn á neytendaverndinni. Það er verið að vernda okkur. Til dæmis sá ég könnun í gær sem var verið að gera á meðal fyrirtækja þar sem Samkeppniseftirlitið fékk mjög slæma útreið, fyrirtæki gáfu Samkeppniseftirlitinu ekki háa einkunn. Ég segi bara þökkum guði fyrir það. Ef Samkeppniseftirlitið fengi háa einkunn hjá fyrirtækjum þá væri eitthvað að. Við verðum að passa okkur svolítið í þessari umræðu hvaðan hlutirnir eru að koma, hverjir eru hagsmunirnir og það er ekkert alltaf neytendurnir þó mennirnir berji sér á brjóst og segist bera hag neytendanna fyrir brjósti þá er það ekki alltaf svo. […] Þegar Samtök atvinnulífsins koma fram með könnun þá er ástæða fyrir því,“ sagði Breki en viðtalið í heild má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Neytendur Samkeppnismál Tengdar fréttir Fleiri telja samráð stjórnvalda slæmt Samkvæmt nýrri könnun telur meirihluti fyrirtækja samráð stjórnvalda áður en reglum er breytt vera slæmt. Flest fyrirtæki segja skýrari leiðbeiningar skorta frá Fjármálaeftirlitinu og Samkeppniseftirlitinu. 16. apríl 2019 06:45 Íslensk reglubyrði sú þyngsta innan OECD Íslenska hagkerfið er það hagkerfi innan OECD sem býr við mestar reglubyrðar í þjónustugreinum. 17. apríl 2019 08:00 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Fleiri telja samráð stjórnvalda slæmt Samkvæmt nýrri könnun telur meirihluti fyrirtækja samráð stjórnvalda áður en reglum er breytt vera slæmt. Flest fyrirtæki segja skýrari leiðbeiningar skorta frá Fjármálaeftirlitinu og Samkeppniseftirlitinu. 16. apríl 2019 06:45
Íslensk reglubyrði sú þyngsta innan OECD Íslenska hagkerfið er það hagkerfi innan OECD sem býr við mestar reglubyrðar í þjónustugreinum. 17. apríl 2019 08:00