Icesave-lekinn í greinargerð FBI um Assange: „10 Reykjavik 13“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. apríl 2019 11:42 Heill kafli í greinargerð FBI um Julian Assange fjallar um Icesave-lekann. Vísir/EPA Í greinargerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI um mál Julians Assange er sérstaklega fjallað um leyniskýrslur bandaríska sendiráðsins um samskipti íslenskra ráðamanna í tengslum við Icesave-málið. Trúnaðargögnunum var lekið til WikiLeaks árið 2010. Í greinargerð FBI rökstyður Megan Brown, lögreglufulltrúi FBI, málatilbúnaðinn gegn Assange. Honum er gefið að sök að hafa tekið þátt í samsæri um þjófnað á gögnum úr tölvum hins opinbera í samstarfi við Chelsea Manning sem var dæmd fyrir að leka þúsundum trúnaðarskjala til WikiLeaks. Málatilbúnaðurinn byggir meðal annars á afritum af samtölum Assange og Manning. Assange, stofnandi WikiLeaks, var handtekinn að morgni fimmtudagsins 11. apríl í sendiráði Ekvadors í Lundúnum hvar hann hafði dvalið frá árinu 2012 af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Í greinargerðinni er einn kafli sem hverfist um leka á trúnaðargögnum bandaríska sendiráðsins um Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Ástæðan fyrir því að Icesave-lekinn er sérstaklega tilgreindur er sú að hann er talinn varpa frekara ljósi á eðli þeirra gagna sem lekið var. Skrárnar hafi verið skýrt merktar trúnaðargögn. Í gegnum samskiptakerfi utanríkisþjónustu Bandaríkjanna eða eins konar innra neti er Manning sögð hafa komist yfir skjalið „10 Reykjavik 13“ þar sem fjallað var um Icesave málið. Manning á að hafa viðurkennt að hafa brennt skjölin á geisladisk 15. febrúar árið 2010, farið með hann heim til sín og hlaðið skjölunum inn í fartölvuna sína og þaðan inn á WikiLeaks. Í greinargerðinni kemur fram að þessi skjöl hafi verið merkt sem trúnaðarskjöl. Manning er í greinargerðinni sögð hafa skoðað þrjár skrár merktar „Sigurdardottir.pdf,“ „Skarphedinsson.pfd“ og „Jonsson. Pdf.“ en þetta voru leyniskýrslur bandaríska utanríkisráðuneytisins um Jóhönnu, Össur og Albert. WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Forseti Ekvadors segist hafa fengið tryggingar frá breskum stjórnvöldum um að þau gæti að mannréttindum Julians Assange, stofnanda Wikileaks. 15. apríl 2019 07:45 Munu berjast gegn því að Assange verði framseldur með öllum tiltækum ráðum Kristinn Hrafnsson, fjölmiðlamaður, segist vera í áfalli vegna nýjustu vendinga í máli Julians Assange. 11. apríl 2019 11:11 Telur rangt að framselja Assange Corbyn segir það rangt að framselja Assange eftir að hann hafi með blaðamennsku sinni afhjúpað voðaverk Bandaríska hersins sem framin voru í Írak og Afganistan. 12. apríl 2019 07:29 Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00 Telur Bandaríkjamenn vilja læsa Assange inni og henda lyklunum Kristinn Hrafnsson segir framsalskröfuna fáránlega og telur fisk liggja þar undir steini. 11. apríl 2019 15:01 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira
Í greinargerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI um mál Julians Assange er sérstaklega fjallað um leyniskýrslur bandaríska sendiráðsins um samskipti íslenskra ráðamanna í tengslum við Icesave-málið. Trúnaðargögnunum var lekið til WikiLeaks árið 2010. Í greinargerð FBI rökstyður Megan Brown, lögreglufulltrúi FBI, málatilbúnaðinn gegn Assange. Honum er gefið að sök að hafa tekið þátt í samsæri um þjófnað á gögnum úr tölvum hins opinbera í samstarfi við Chelsea Manning sem var dæmd fyrir að leka þúsundum trúnaðarskjala til WikiLeaks. Málatilbúnaðurinn byggir meðal annars á afritum af samtölum Assange og Manning. Assange, stofnandi WikiLeaks, var handtekinn að morgni fimmtudagsins 11. apríl í sendiráði Ekvadors í Lundúnum hvar hann hafði dvalið frá árinu 2012 af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Í greinargerðinni er einn kafli sem hverfist um leka á trúnaðargögnum bandaríska sendiráðsins um Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Ástæðan fyrir því að Icesave-lekinn er sérstaklega tilgreindur er sú að hann er talinn varpa frekara ljósi á eðli þeirra gagna sem lekið var. Skrárnar hafi verið skýrt merktar trúnaðargögn. Í gegnum samskiptakerfi utanríkisþjónustu Bandaríkjanna eða eins konar innra neti er Manning sögð hafa komist yfir skjalið „10 Reykjavik 13“ þar sem fjallað var um Icesave málið. Manning á að hafa viðurkennt að hafa brennt skjölin á geisladisk 15. febrúar árið 2010, farið með hann heim til sín og hlaðið skjölunum inn í fartölvuna sína og þaðan inn á WikiLeaks. Í greinargerðinni kemur fram að þessi skjöl hafi verið merkt sem trúnaðarskjöl. Manning er í greinargerðinni sögð hafa skoðað þrjár skrár merktar „Sigurdardottir.pdf,“ „Skarphedinsson.pfd“ og „Jonsson. Pdf.“ en þetta voru leyniskýrslur bandaríska utanríkisráðuneytisins um Jóhönnu, Össur og Albert.
WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Forseti Ekvadors segist hafa fengið tryggingar frá breskum stjórnvöldum um að þau gæti að mannréttindum Julians Assange, stofnanda Wikileaks. 15. apríl 2019 07:45 Munu berjast gegn því að Assange verði framseldur með öllum tiltækum ráðum Kristinn Hrafnsson, fjölmiðlamaður, segist vera í áfalli vegna nýjustu vendinga í máli Julians Assange. 11. apríl 2019 11:11 Telur rangt að framselja Assange Corbyn segir það rangt að framselja Assange eftir að hann hafi með blaðamennsku sinni afhjúpað voðaverk Bandaríska hersins sem framin voru í Írak og Afganistan. 12. apríl 2019 07:29 Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00 Telur Bandaríkjamenn vilja læsa Assange inni og henda lyklunum Kristinn Hrafnsson segir framsalskröfuna fáránlega og telur fisk liggja þar undir steini. 11. apríl 2019 15:01 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira
Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Forseti Ekvadors segist hafa fengið tryggingar frá breskum stjórnvöldum um að þau gæti að mannréttindum Julians Assange, stofnanda Wikileaks. 15. apríl 2019 07:45
Munu berjast gegn því að Assange verði framseldur með öllum tiltækum ráðum Kristinn Hrafnsson, fjölmiðlamaður, segist vera í áfalli vegna nýjustu vendinga í máli Julians Assange. 11. apríl 2019 11:11
Telur rangt að framselja Assange Corbyn segir það rangt að framselja Assange eftir að hann hafi með blaðamennsku sinni afhjúpað voðaverk Bandaríska hersins sem framin voru í Írak og Afganistan. 12. apríl 2019 07:29
Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00
Telur Bandaríkjamenn vilja læsa Assange inni og henda lyklunum Kristinn Hrafnsson segir framsalskröfuna fáránlega og telur fisk liggja þar undir steini. 11. apríl 2019 15:01