Mótmælendur mættir á ný í dómsmálaráðuneytið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. apríl 2019 15:05 Lögreglan mætti í ráðuneytið og fóru mótmælendur þá út þar sem lögreglan hótaði því að annars yrðu mótmælendur handteknir. vísir/vilhelm Mótmælendur í samtökunum No Borders eru nú aftur komnir í dómsmálaráðuneytið og eru með kyrrsetumótmæli í anddyri ráðuneytisins. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem mótmælt er í dómsmálaráðuneytinu með þessum hætti en mótmælendur hafa bæði verið bornir út úr ráðuneytinu sem og verið handteknir vegna mótmælanna undanfarnar vikur. Ástæða kyrrsetumótmælanna er sú að mótmælendurnir vilja fá fund með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, dómsmálaráðherra, til þess að ræða þær kröfur sem flóttafólk og hælisleitendur hafa sett fram. Snúa kröfurnar meðal annars að því að fá atvinnuleyfi á meðan á umsókn stendur og að Dyflinnarreglunni verði ekki beitt í jafnmiklum mæli og nú er. Síðast þegar No Borders mótmæltu í dómsmálaráðuneytinu voru fimm mótmælendur handteknir fyrir að hlýða ekki ítrekuðum fyrirmælum lögreglu um að fara út. Mótmælendur voru í anddyri ráðuneytisins á opnunartíma en ein þeirra, Elínborg Harpa Önundardóttir, sagði í samtali við Vísi að hún hefði engu að síður verið kærð fyrir húsbrot. „Við erum að nýta okkar borgaralega og lýðræðislega rétt til friðsælla mótmæla. Við förum í opinbera stofnun á opnunartíma á svæði sem ætlað er almenningi. Við förum þarna til þess að ítreka beiðni okkar um fund með dómsmálaráðherra með flóttafólki en við erum búin að biðja um fund síðan 20. febrúar. Við fórum með bréf til ráðherra í dag þar sem þessi beiðni er ítrekuð,“ sagði Elínborg þá í samtali við Vísi.Uppfært klukkan 15:22: Mótmælendur eru nú komnir út úr ráðuneytinu og mótmæla þar fyrir utan. Lögreglan mætti í ráðuneytið skömmu eftir að kyrrsetumótmælin hófust og sögðu að mótmælendurnir yrðu handteknir ef þeir færu ekki út, að því er einn mótmælenda, Jónatan Victor, segir í samtali við Vísi. Hann segir að No Borders muni ekki hætta mótmæla þar til Þórdís Kolbrún hitti þau og það sem skipti máli séu kröfur þeirra, til dæmis sú krafa að allir fái efnislega meðferð og að brottvísunum verði hætt til landa eins og Ítalíu og Grikklands.Mótmælendur fóru og mótmæltu fyrir utan ráðuneytið þegar lögreglan vísaði þeim út úr anddyrinu.vísir/vilhelm Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Telur handtökurnar bera vott um andúð á útlendingum Isabella Rivera, einn mótmælenda í dómsmálráðuneytinu í dag, telur að lögreglan viti ekki hvernig hún eigi að eiga við hópinn No Borders sem undanfarna daga og vikur hefur mótmælt meðferð og aðbúnaði hælisleitenda og flóttafólks hér á landi. 5. apríl 2019 18:12 Kærð fyrir húsbrot á opnunartíma dómsmálaráðuneytisins Mótmælendurnir fimm sem handteknir voru í dómsmálaráðuneytinu í dag voru allir látnir lausir í kvöld. 5. apríl 2019 22:35 Hælisleitendur fluttir beint af geðdeild og úr landi: „Það er rangt, ómannúðlegt og að mínum dómi ólöglegt“ Dæmi eru um að andlega veikir hælisleitendur, sem hafa fengið neitun um dvalarleyfi, séu sóttir á geðdeild og fluttir úr landi. Til stóð að ríkislögreglustjóri myndi sækja tuttugu og þriggja ára hælisleitanda frá Afganistan úr nauðungarvistun á geðdeild í nótt. Lögmaður mannsins segir rangt, ómannúðlegt og ólöglegt að stjórnvöld framkvæmi brottvísun á nauðungarvistuðu fólki sem sé hættulegt sjálfu sér. 9. apríl 2019 19:00 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Sjá meira
Mótmælendur í samtökunum No Borders eru nú aftur komnir í dómsmálaráðuneytið og eru með kyrrsetumótmæli í anddyri ráðuneytisins. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem mótmælt er í dómsmálaráðuneytinu með þessum hætti en mótmælendur hafa bæði verið bornir út úr ráðuneytinu sem og verið handteknir vegna mótmælanna undanfarnar vikur. Ástæða kyrrsetumótmælanna er sú að mótmælendurnir vilja fá fund með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, dómsmálaráðherra, til þess að ræða þær kröfur sem flóttafólk og hælisleitendur hafa sett fram. Snúa kröfurnar meðal annars að því að fá atvinnuleyfi á meðan á umsókn stendur og að Dyflinnarreglunni verði ekki beitt í jafnmiklum mæli og nú er. Síðast þegar No Borders mótmæltu í dómsmálaráðuneytinu voru fimm mótmælendur handteknir fyrir að hlýða ekki ítrekuðum fyrirmælum lögreglu um að fara út. Mótmælendur voru í anddyri ráðuneytisins á opnunartíma en ein þeirra, Elínborg Harpa Önundardóttir, sagði í samtali við Vísi að hún hefði engu að síður verið kærð fyrir húsbrot. „Við erum að nýta okkar borgaralega og lýðræðislega rétt til friðsælla mótmæla. Við förum í opinbera stofnun á opnunartíma á svæði sem ætlað er almenningi. Við förum þarna til þess að ítreka beiðni okkar um fund með dómsmálaráðherra með flóttafólki en við erum búin að biðja um fund síðan 20. febrúar. Við fórum með bréf til ráðherra í dag þar sem þessi beiðni er ítrekuð,“ sagði Elínborg þá í samtali við Vísi.Uppfært klukkan 15:22: Mótmælendur eru nú komnir út úr ráðuneytinu og mótmæla þar fyrir utan. Lögreglan mætti í ráðuneytið skömmu eftir að kyrrsetumótmælin hófust og sögðu að mótmælendurnir yrðu handteknir ef þeir færu ekki út, að því er einn mótmælenda, Jónatan Victor, segir í samtali við Vísi. Hann segir að No Borders muni ekki hætta mótmæla þar til Þórdís Kolbrún hitti þau og það sem skipti máli séu kröfur þeirra, til dæmis sú krafa að allir fái efnislega meðferð og að brottvísunum verði hætt til landa eins og Ítalíu og Grikklands.Mótmælendur fóru og mótmæltu fyrir utan ráðuneytið þegar lögreglan vísaði þeim út úr anddyrinu.vísir/vilhelm
Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Telur handtökurnar bera vott um andúð á útlendingum Isabella Rivera, einn mótmælenda í dómsmálráðuneytinu í dag, telur að lögreglan viti ekki hvernig hún eigi að eiga við hópinn No Borders sem undanfarna daga og vikur hefur mótmælt meðferð og aðbúnaði hælisleitenda og flóttafólks hér á landi. 5. apríl 2019 18:12 Kærð fyrir húsbrot á opnunartíma dómsmálaráðuneytisins Mótmælendurnir fimm sem handteknir voru í dómsmálaráðuneytinu í dag voru allir látnir lausir í kvöld. 5. apríl 2019 22:35 Hælisleitendur fluttir beint af geðdeild og úr landi: „Það er rangt, ómannúðlegt og að mínum dómi ólöglegt“ Dæmi eru um að andlega veikir hælisleitendur, sem hafa fengið neitun um dvalarleyfi, séu sóttir á geðdeild og fluttir úr landi. Til stóð að ríkislögreglustjóri myndi sækja tuttugu og þriggja ára hælisleitanda frá Afganistan úr nauðungarvistun á geðdeild í nótt. Lögmaður mannsins segir rangt, ómannúðlegt og ólöglegt að stjórnvöld framkvæmi brottvísun á nauðungarvistuðu fólki sem sé hættulegt sjálfu sér. 9. apríl 2019 19:00 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Sjá meira
Telur handtökurnar bera vott um andúð á útlendingum Isabella Rivera, einn mótmælenda í dómsmálráðuneytinu í dag, telur að lögreglan viti ekki hvernig hún eigi að eiga við hópinn No Borders sem undanfarna daga og vikur hefur mótmælt meðferð og aðbúnaði hælisleitenda og flóttafólks hér á landi. 5. apríl 2019 18:12
Kærð fyrir húsbrot á opnunartíma dómsmálaráðuneytisins Mótmælendurnir fimm sem handteknir voru í dómsmálaráðuneytinu í dag voru allir látnir lausir í kvöld. 5. apríl 2019 22:35
Hælisleitendur fluttir beint af geðdeild og úr landi: „Það er rangt, ómannúðlegt og að mínum dómi ólöglegt“ Dæmi eru um að andlega veikir hælisleitendur, sem hafa fengið neitun um dvalarleyfi, séu sóttir á geðdeild og fluttir úr landi. Til stóð að ríkislögreglustjóri myndi sækja tuttugu og þriggja ára hælisleitanda frá Afganistan úr nauðungarvistun á geðdeild í nótt. Lögmaður mannsins segir rangt, ómannúðlegt og ólöglegt að stjórnvöld framkvæmi brottvísun á nauðungarvistuðu fólki sem sé hættulegt sjálfu sér. 9. apríl 2019 19:00