BH batt endi á einokun KR og Víkings: "Jákvætt fyrir borðtennis á Íslandi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. apríl 2019 14:00 Íslandsmeistaralið BH. mynd/bh BH varð Íslandsmeistari karla í borðtennis í fyrsta sinn á laugardaginn eftir sigur á Víkingi, 3-1. Úrslitakeppnin fór fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. „Þetta hafðist og það er það sem skiptir máli. Við unnum tvíliðaleikinn sannfærandi en allir einliðaleikirnir fóru í oddalotu,“ sagði Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, einn liðsmanna BH, í samtali við Vísi. Auk Péturs voru bróðir hans, Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, Birgir Ívarsson og Magnús Gauti Úlfarsson í sigurliði BH. Þjálfari þess er Tómas Ingi Shelton. BH komst í úrslit í karlaflokki í fyrra en tapaði þá fyrir Víkingi í oddaleik. Þá var leikið með öðru fyrirkomulagi, heima og að heiman og svo gripið til oddaleiks ef staðan væri jöfn. BH vann fyrsta leikinn í úrslitunum í fyrra en tapaði næstu tveimur. BH er fjórða félagið sem verður Íslandsmeistari í karlaflokki. Örninn varð meistari fyrstu árin en á árunum 1976-2018 einokuðu KR og Víkingur Íslandsmeistaratitilinn. BH rauf þar með 43 ára einokun Reykjavíkurfélaganna um helgina. BH varð einnig deildarmeistari í febrúar. Þá kemur Íslandsmeistarinn í einliðaleik, Magnús Gauti, úr röðum BH. Gott fyrir öll minni liðEn hvaða áhrif hefur sigur BH á landslagið í íslenska borðtennisheiminum? „Þetta er mjög jákvætt fyrir borðtennis á Íslandi og vafalaust jákvætt fyrir BH. Þetta gefur krökkunum helling, að sjá þeir geti orðið Íslandsmeistarar. Svo er þetta fín auglýsing fyrir okkur í Hafnarfirði,“ sagði Pétur. „Þetta er líka gott fyrir öll minni lið á Íslandi; að sjá að þú þarft ekki að vera í KR eða Víkingi til að verða Íslandsmeistari,“ bætti Pétur við. Hann kemur úr mikilli borðtennisfjölskyldu. Fimm af sex í fjölskyldunni hafa orðið Íslandsmeistarar í meistaraflokki og öll sex Íslandsmeistarar í einhverjum aldursflokki. Ungir sigurvegararÍslandsmeistarar Víkings.mynd/borðtennissamband íslandsVíkingur varð Íslandsmeistari kvenna eftir 3-0 sigur á B-liði KR. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Víkinga síðan 2014 og sá 21. í heildina. Liðin sem kepptu til úrslita voru mjög ung en aðeins ein af átta keppendum í liðunum fæddist á síðustu öld. Hinar sjö eru fæddar á árunum 2001-06. Í sigurliði Víkings var m.a. hin tólf ára Agnes Brynjarsdóttir sem er einnig Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna. Auk Agnesar voru Stella Karen Kristjánsdóttir, Þórunn Ásta Árnadóttir og Nevana Tasic í liði Víkings. Sú síðastnefnda tapaði ekki leik í vetur. Þess má geta að öll átta sem voru í sigurliðunum í karla- og kvennaflokki unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil um helgina. Hér fyrir neðan má sjá útsendingu frá úrslitaleikjunum í karla- og kvennaflokki á laugardaginn. Borðtennis Tengdar fréttir Rufu 43 ára einokun KR og Víkings BH varð um helgina deildarmeistari karla í borðtennis. Hafnarfjarðarliðið rauf þar með 43 ára einokun KR og Víkings í efstu deild. 6. febrúar 2019 18:45 12 ára Íslandsmeistari í borðtennis Hin 12 ára Agnes Brynjarsdóttir varð um helgina yngsti Íslandsmeistari í meistaraflokki kvenna í borðtennis. 4. mars 2019 20:30 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
BH varð Íslandsmeistari karla í borðtennis í fyrsta sinn á laugardaginn eftir sigur á Víkingi, 3-1. Úrslitakeppnin fór fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. „Þetta hafðist og það er það sem skiptir máli. Við unnum tvíliðaleikinn sannfærandi en allir einliðaleikirnir fóru í oddalotu,“ sagði Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, einn liðsmanna BH, í samtali við Vísi. Auk Péturs voru bróðir hans, Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, Birgir Ívarsson og Magnús Gauti Úlfarsson í sigurliði BH. Þjálfari þess er Tómas Ingi Shelton. BH komst í úrslit í karlaflokki í fyrra en tapaði þá fyrir Víkingi í oddaleik. Þá var leikið með öðru fyrirkomulagi, heima og að heiman og svo gripið til oddaleiks ef staðan væri jöfn. BH vann fyrsta leikinn í úrslitunum í fyrra en tapaði næstu tveimur. BH er fjórða félagið sem verður Íslandsmeistari í karlaflokki. Örninn varð meistari fyrstu árin en á árunum 1976-2018 einokuðu KR og Víkingur Íslandsmeistaratitilinn. BH rauf þar með 43 ára einokun Reykjavíkurfélaganna um helgina. BH varð einnig deildarmeistari í febrúar. Þá kemur Íslandsmeistarinn í einliðaleik, Magnús Gauti, úr röðum BH. Gott fyrir öll minni liðEn hvaða áhrif hefur sigur BH á landslagið í íslenska borðtennisheiminum? „Þetta er mjög jákvætt fyrir borðtennis á Íslandi og vafalaust jákvætt fyrir BH. Þetta gefur krökkunum helling, að sjá þeir geti orðið Íslandsmeistarar. Svo er þetta fín auglýsing fyrir okkur í Hafnarfirði,“ sagði Pétur. „Þetta er líka gott fyrir öll minni lið á Íslandi; að sjá að þú þarft ekki að vera í KR eða Víkingi til að verða Íslandsmeistari,“ bætti Pétur við. Hann kemur úr mikilli borðtennisfjölskyldu. Fimm af sex í fjölskyldunni hafa orðið Íslandsmeistarar í meistaraflokki og öll sex Íslandsmeistarar í einhverjum aldursflokki. Ungir sigurvegararÍslandsmeistarar Víkings.mynd/borðtennissamband íslandsVíkingur varð Íslandsmeistari kvenna eftir 3-0 sigur á B-liði KR. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Víkinga síðan 2014 og sá 21. í heildina. Liðin sem kepptu til úrslita voru mjög ung en aðeins ein af átta keppendum í liðunum fæddist á síðustu öld. Hinar sjö eru fæddar á árunum 2001-06. Í sigurliði Víkings var m.a. hin tólf ára Agnes Brynjarsdóttir sem er einnig Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna. Auk Agnesar voru Stella Karen Kristjánsdóttir, Þórunn Ásta Árnadóttir og Nevana Tasic í liði Víkings. Sú síðastnefnda tapaði ekki leik í vetur. Þess má geta að öll átta sem voru í sigurliðunum í karla- og kvennaflokki unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil um helgina. Hér fyrir neðan má sjá útsendingu frá úrslitaleikjunum í karla- og kvennaflokki á laugardaginn.
Borðtennis Tengdar fréttir Rufu 43 ára einokun KR og Víkings BH varð um helgina deildarmeistari karla í borðtennis. Hafnarfjarðarliðið rauf þar með 43 ára einokun KR og Víkings í efstu deild. 6. febrúar 2019 18:45 12 ára Íslandsmeistari í borðtennis Hin 12 ára Agnes Brynjarsdóttir varð um helgina yngsti Íslandsmeistari í meistaraflokki kvenna í borðtennis. 4. mars 2019 20:30 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Rufu 43 ára einokun KR og Víkings BH varð um helgina deildarmeistari karla í borðtennis. Hafnarfjarðarliðið rauf þar með 43 ára einokun KR og Víkings í efstu deild. 6. febrúar 2019 18:45
12 ára Íslandsmeistari í borðtennis Hin 12 ára Agnes Brynjarsdóttir varð um helgina yngsti Íslandsmeistari í meistaraflokki kvenna í borðtennis. 4. mars 2019 20:30