Fótbolti

Bayern aftur á toppinn

Dagur Lárusson skrifar
Kingsley Coman.
Kingsley Coman. vísir/getty
Bayern München komst á ný á toppinn í þýsku deildinni með 4-1 sigri á Dusseldorft þar sem Kingsley Coman skoraði tvívegis.

 

Dortmund fór á toppinn á deildinni í gær eftir sigur og því þurfti Bayern á sigri að halda í dag.

 

Sigur Bayern var í raun aldrei í hættu en fyrsta mark þeirra kom strax á 15. mínútu en þá skoraði Coman fyrra mark sitt eftir undirbúning frá Gnabry. Annað mark hans kom síðan rétt fyrir hálfleikinn en þá var það Joshua Kimmich sem gaf stoðsendinguna.

 

Í byrjun seinni hálfleiksins skoraði Gnabry þriðja mark Bayern en það var Thomas Muller sem lagði upp markið. 

 

Á lokakaflanum minnkaði Dusseldorf síðan muninn með marki úr vítaspyrnu áður en Lorenzo Goretzka kláraði leikinn fyrir Bayern með marki. Lokastaðan 4-1.

 

Eftir sigurinn er Bayern með 67 stig, einu stigi meira heldur en Dortmund og því verða síðustu leikirnir æsispennandi í deildinni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×