Huldufélag hefur söfnun fyrir WOW Air Andri Eysteinsson skrifar 14. apríl 2019 13:12 Frá vefnum Hluthafi.com Skjáskot/Hluthafi.com Nafnlausir „hollvinir almennrar samkeppni“ standa fyrir vefsvæðinu hluthafi.com, þar er óskað eftir því að landsmenn taki sig saman til að endurreisa flugfélagið sáluga WOW Air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. Til að leggja sitt af mörkum geti almenningur tekið þátt í söfnun og skráð hlutafjárloforð.Hvergi á síðunni kemur fram hver eða hverjir standi að baki vefsíðunni, hvað þá söfnuninni. Einu upplýsingarnar sem veittar eru, eru þær að „þeir einstaklingar sem standa að gerð þessarar síðu og væntanlegs almenningshlutafélags hafa ekki starfað hjá WOW Air og eru ekki tengdir félaginu á nokkurn hátt.Á vefnum segir að hópurinn telji að ef Skúli [Mogensen] og hans besta fólk geti endurreist WOW Air þá eigi fólki í landinu að sameinast um að hjálpa til. Því eru einstaklingar og fyrirtæki hvött til að leggja fram hlutafé, í krafti fjöldans, til þess að tryggja rekstur WOW Air til framtíðar.Texti sem birtist á vef Hluthafa.comSkjáskotLoforðin bindandi í 90 daga og falla niður ef ekki verður af endurreisn WOW Hópurinn nafnlausi telur að ef 10-20 þúsund hluthafar safnist saman sé best að stofna almenningshlutafélag sem myndi fjárfesta í WOW Air eða nýju lággjaldaflugfélagi. Hópurinn setur tilvonandi fjárfestum skilmála. Fjárfestar þurfa að vera fjárráða og fullra átján ára. Þá kemur fram að hlutafjárloforðin séu bindandi í 90 daga og að ef ekki verði af endurreisn WOW Air ,eða nýtt félag verði ekki stofnað, verði loforðið ógilt og falli niður. Hópurinn hvetur þá sem ekki hafa staðið í fjárfestingum áður að leggja ekki til meira en sem nemur 1/5 af mánaðarlaunum.Fréttastofa hefur sent skriflegar fyrirspurnir á netfang sem gefið er upp á vefnum hluthafi.com. Meðal þess sem fréttastofa hefur óskað svara við er hver eða hverjir standi að baki vefnum og söfnuninni.Upplýsingar sem gefnar eru upp um hópinn á vefnumSkjáskot WOW Air Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Nafnlausir „hollvinir almennrar samkeppni“ standa fyrir vefsvæðinu hluthafi.com, þar er óskað eftir því að landsmenn taki sig saman til að endurreisa flugfélagið sáluga WOW Air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. Til að leggja sitt af mörkum geti almenningur tekið þátt í söfnun og skráð hlutafjárloforð.Hvergi á síðunni kemur fram hver eða hverjir standi að baki vefsíðunni, hvað þá söfnuninni. Einu upplýsingarnar sem veittar eru, eru þær að „þeir einstaklingar sem standa að gerð þessarar síðu og væntanlegs almenningshlutafélags hafa ekki starfað hjá WOW Air og eru ekki tengdir félaginu á nokkurn hátt.Á vefnum segir að hópurinn telji að ef Skúli [Mogensen] og hans besta fólk geti endurreist WOW Air þá eigi fólki í landinu að sameinast um að hjálpa til. Því eru einstaklingar og fyrirtæki hvött til að leggja fram hlutafé, í krafti fjöldans, til þess að tryggja rekstur WOW Air til framtíðar.Texti sem birtist á vef Hluthafa.comSkjáskotLoforðin bindandi í 90 daga og falla niður ef ekki verður af endurreisn WOW Hópurinn nafnlausi telur að ef 10-20 þúsund hluthafar safnist saman sé best að stofna almenningshlutafélag sem myndi fjárfesta í WOW Air eða nýju lággjaldaflugfélagi. Hópurinn setur tilvonandi fjárfestum skilmála. Fjárfestar þurfa að vera fjárráða og fullra átján ára. Þá kemur fram að hlutafjárloforðin séu bindandi í 90 daga og að ef ekki verði af endurreisn WOW Air ,eða nýtt félag verði ekki stofnað, verði loforðið ógilt og falli niður. Hópurinn hvetur þá sem ekki hafa staðið í fjárfestingum áður að leggja ekki til meira en sem nemur 1/5 af mánaðarlaunum.Fréttastofa hefur sent skriflegar fyrirspurnir á netfang sem gefið er upp á vefnum hluthafi.com. Meðal þess sem fréttastofa hefur óskað svara við er hver eða hverjir standi að baki vefnum og söfnuninni.Upplýsingar sem gefnar eru upp um hópinn á vefnumSkjáskot
WOW Air Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira