Erfiðustu mögulegu aðstæður Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. apríl 2019 10:15 Heilbrigðisstarfsmenn í hlífðarfötum sjást hér inni á ebólumeðferðarstöð í Austur-Kongó. Getty Ebólufaraldurinn í Austur-Kongó er sá næstversti í sögunni. Upplýsingafulltrúi WHO segir í samtali við Fréttablaðið að takmörkuð trú á heilbrigðisstarfsfólki og átök á svæðinu torveldi vinnu. 751 hefur látist og 1.186 sýkst. Ebólufaraldurinn sem braust út í Kivu og Ituri í Austur-Kongó þann 1. ágúst á síðasta ári geisar enn. Hann er orðinn sá næstversti í skráðri mannkynssögu. Alls hafa 1.186 tilfelli verið staðfest og 751 andlát hefur verið rakið til veirunnar. 675 hinna látnu voru kvenkyns, 341 var barn. Líkurnar á að faraldurinn breiðist enn frekar út bæði innan Austur-Kongó og til annarra landa eru taldar miklar. Því hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) ráðlagt fólki að ferðast hvorki til né stunda viðskipti við Austur-Kongó að svo stöddu. Faraldurinn er raunar sá næstversti. Í þriðja sæti er faraldur sem geisaði í Úganda um aldamótin og heimti líf 224. Á toppnum trónir svo ebólufaraldur sem geisaði í VesturAfríku frá því í desember 2013 og fram í janúar 2016. Þá smituðust nærri 29 þúsund og rúm 11 þúsund létust. Stærstu tveir faraldrarnir eru af völdum sama afbrigðis ebólu, eða EBOV og það eru faraldrarnir í fjórða og fimmta sæti einnig.Átök og traust Afar erfiðlega hefur gengið að ráða niðurlögum faraldursins í Kivu. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Ein sú helsta er langvarandi átök í norðurhluta Kivu á milli hersins og allnokkurra uppreisnarhópa. Eiginleg skjálftamiðja faraldursins, ef svo má komast að orði, er í bænum Beni. Bærinn hefur komið illa út úr átökunum og hafa tugir árása verið gerðar á hann meðan hjálparstarfsfólk, læknar og hjúkrunarfræðingar reyna að aðstoða sjúklinga. Samkvæmt tilkynningu sem WHO sendi frá sér í gær hefur árásum á svæðinu fjölgað. Því hefur aðgengi að sjúklingum verið takmarkað að undanförnu og illa gengur að rannsaka útbreiðslu. Hins vegar liggur fyrir að útbreiðsla sjúkdómsins hefur aukist í borginni Butembo og í nærliggjandi bæjum að undanförnu. Önnur helsta ástæðan er takmarkað traust í garð læknavísinda og alþjóðlegra heilbrigðisstarfsmanna. Læknaritið Lancet birti í síðasta mánuði rannsókn þar sem 36 prósent af tæplega þúsund aðspurðum sögðust viss um að sjúkdómurinn hafi verið skáldaður til þess að koma á ringulreið í AusturKongó. Þar af leiðandi hafa margir verið ragir við að láta bólusetja sig. „Skortur á trausti og faraldurinn sjálfur leiða til þess að fólk vill einfaldlega hvorki fylgja ráðleggingum né hlusta á skilaboð yfirvalda sem reyna að segja íbúum hvað skuli gera til þess að leysa úr ástandinu,“ hafði BBC eftir Patrick Vinck, aðalstjórnanda rannsóknarinnar, fyrir mánaðamót.Neyðarástand Sjálfstæð neyðarnefnd á vegum WHO tilkynnti eftir fund sinn í gær að þótt nauðsynlegt sé að vinna áfram gegn faraldrinum af fullum krafti sé ekki tilefni til þess að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi. Tarik Jasarevic, upplýsingafulltrúi WHO, segir í samtali við Fréttablaðið að þetta hafi verið í annað skipti sem nefndin fundar um neyðarástandsyfirlýsingu en ekki var ákveðið að lýsa yfir neyðarástandi síðast. Nú var boðað til fundarins vegna skyndilegrar fjölgunar nýsmitaðra eftir að talan hafði farið lækkandi um nokkurt skeið. Auknar áhyggjur af öryggi á svæðinu voru einnig ástæðan fyrir því að boðað var til fundarins. Yfirlýsing um alþjóðlegt neyðarástand er því ekki sjálfsögð þegar nefndin kemur saman. „Ákvörðun sem þessi byggir á því hvort ástandið sé alvarlegt, óvenjulegt eða óvænt, stefni nágrannaríkjum í alvarlega hættu og krefjist tafarlausra, alþjóðlegra viðbragða,“ segir Jasarevic og bætir við: „Nefndin fundaði síðast þann 17. október árið 2018 og lagði til að ekki ætti að lýsa yfir neyðarástandi. Hins vegar var alvarlegum áhyggjum af faraldrinum lýst yfir og bent á að hættan á útbreiðslu til grannríkja væri afar mikil.“ Nágrannaríkin hafa, að sögn Jasarevics, komið á miklu eftirliti vegna þessarar hættu. Þannig fá þau upplýsingar um hvar ný tilfelli koma upp. „En þótt smithættan innan landsins og hættan á útbreiðslu til nágrannalanda sé afar mikil eru líkurnar á útbreiðslu í hnattrænu samhengi litlar,“ segir Jasarevic. Hann bætir því við að ekkert tilfelli hafi enn komið upp þar sem erlendur heilbrigðisstarfsmaður snýr heim og ebólutilfelli kemur upp í heimalandinu í kjölfarið.Erfiðar aðstæður „Þetta eru svo gott sem erfiðustu aðstæður sem hægt er að ímynda sér: Átökin, íbúar sem eru á sífelldri hreyfingu, veikburða heilbrigðiskerfi, stríðshrjáð þjóð sem er vön að reiða sig á óformlegt heilbrigðiskerfi. En sú staðreynd að tekist hefur að ná stjórn á faraldrinum á ákveðnum stöðum þýðir að þrátt fyrir þessar erfiðu aðstæður er hægt að koma í veg fyrir frekari smit,“ segir Jasarevic. Hann segir að síðustu árásir á heilbrigðisstarfsfólk eða ebólumeðferðarstöðvar hafi verið gerðar þann 9. mars síðastliðinn. „Til þess að binda enda á ebólufaraldurinn þurfum við að ná góðu jafnvægi til þess að hámarka þá aðstoð sem við getum boðið, gera það á hlutlausan hátt, og vernda bæði sjúklinga og starfsfólk fyrir vopnuðum hópum,“ segir Jasarevic og bætir við að slík vandamál komi upp á öllum stríðshrjáðum svæðum heims.Samskipti Um þá staðreynd að fjölmargir trúi því ekki að ebóla sé til, og vilji því ekki láta bólusetja sig, segir Jasarevic að heilbrigðisstarfsfólk í Austur-Kongó sé í daglegum samskiptum við íbúa. „Meirihluti styður og sættir sig við vinnu okkar.“ Hann segir að tekist hafi að útrýma sjúkdómnum í ýmsum samfélögum sem hafa tekið vel í starf WHO og annarra. „Þessi samskipti fela í sér að við kynnum okkur trú fólksins, tökum við spurningum og ráðleggingum um hvernig við eigum að berjast við faraldurinn og sækjum jafnframt íbúafundi. Ebóluteymin leggja áherslu á samskipti við þá sem gagnrýna starf okkar einna mest. Saman getum við hins vegar leyst úr vandanum.“ Þá segir Jasarevic að um níutíu prósent þeirra sem geta fengið bólusetningu samþykki það. „Og meira en nítuíu prósent bólusettra samþykkja frekari heimsóknir á þriðja og 21. degi eftir bólusetningu.Hafa lært mikið Jasarevic segir að bæði WHO og heilbrigðisstarfsfólk um allan heim hafi lært mikið af ebólufaraldrinum í Vestur-Afríku, þeim versta í mannkynssögunni. „Við höfum náð miklum árangri síðan í að tryggja að sá lærdómur komi að gagni.“ Þannig nefnir hann að WHO hafi árið 2016 komið á fót sérstöku verkefni um neyðarástand í heilbrigðismálum. „Þetta voru miklar breytingar fyrir WHO og þannig jukum við getu okkar. Eitt af því sem við lærðum í Vestur-Afríku var að faraldurinn hreyfist hraðar en þeir peningar sem úthlutað er til að berjast við sjúkdóminn. Þess vegna komum við á fót sjóði fyrir fyrrnefnt verkefni svo hægt sé að tryggja að fjármagn sé til staðar strax í upphafi,“ segir Jasarevic og bendir á að þannig hafi WHO strax verið reiðubúin þegar faraldurinn braust út. Upplýsingafulltrúinn bætir því við að lokum að WHO hafi komið upp öðru verkefni til þess að aðstoða stofnanir og ríki við að byggja upp innviði til þess að takast á við faraldra. „Nýlega höfum við einnig sett upp kerfi með Alþjóðabankanum svo við getum fylgst með því hversu vel hvaða svæði eru í stakk búin til að takast á við faraldra og aðra heilbrigðisvá.“ Austur-Kongó Birtist í Fréttablaðinu Ebóla Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Ebólufaraldurinn í Austur-Kongó er sá næstversti í sögunni. Upplýsingafulltrúi WHO segir í samtali við Fréttablaðið að takmörkuð trú á heilbrigðisstarfsfólki og átök á svæðinu torveldi vinnu. 751 hefur látist og 1.186 sýkst. Ebólufaraldurinn sem braust út í Kivu og Ituri í Austur-Kongó þann 1. ágúst á síðasta ári geisar enn. Hann er orðinn sá næstversti í skráðri mannkynssögu. Alls hafa 1.186 tilfelli verið staðfest og 751 andlát hefur verið rakið til veirunnar. 675 hinna látnu voru kvenkyns, 341 var barn. Líkurnar á að faraldurinn breiðist enn frekar út bæði innan Austur-Kongó og til annarra landa eru taldar miklar. Því hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) ráðlagt fólki að ferðast hvorki til né stunda viðskipti við Austur-Kongó að svo stöddu. Faraldurinn er raunar sá næstversti. Í þriðja sæti er faraldur sem geisaði í Úganda um aldamótin og heimti líf 224. Á toppnum trónir svo ebólufaraldur sem geisaði í VesturAfríku frá því í desember 2013 og fram í janúar 2016. Þá smituðust nærri 29 þúsund og rúm 11 þúsund létust. Stærstu tveir faraldrarnir eru af völdum sama afbrigðis ebólu, eða EBOV og það eru faraldrarnir í fjórða og fimmta sæti einnig.Átök og traust Afar erfiðlega hefur gengið að ráða niðurlögum faraldursins í Kivu. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Ein sú helsta er langvarandi átök í norðurhluta Kivu á milli hersins og allnokkurra uppreisnarhópa. Eiginleg skjálftamiðja faraldursins, ef svo má komast að orði, er í bænum Beni. Bærinn hefur komið illa út úr átökunum og hafa tugir árása verið gerðar á hann meðan hjálparstarfsfólk, læknar og hjúkrunarfræðingar reyna að aðstoða sjúklinga. Samkvæmt tilkynningu sem WHO sendi frá sér í gær hefur árásum á svæðinu fjölgað. Því hefur aðgengi að sjúklingum verið takmarkað að undanförnu og illa gengur að rannsaka útbreiðslu. Hins vegar liggur fyrir að útbreiðsla sjúkdómsins hefur aukist í borginni Butembo og í nærliggjandi bæjum að undanförnu. Önnur helsta ástæðan er takmarkað traust í garð læknavísinda og alþjóðlegra heilbrigðisstarfsmanna. Læknaritið Lancet birti í síðasta mánuði rannsókn þar sem 36 prósent af tæplega þúsund aðspurðum sögðust viss um að sjúkdómurinn hafi verið skáldaður til þess að koma á ringulreið í AusturKongó. Þar af leiðandi hafa margir verið ragir við að láta bólusetja sig. „Skortur á trausti og faraldurinn sjálfur leiða til þess að fólk vill einfaldlega hvorki fylgja ráðleggingum né hlusta á skilaboð yfirvalda sem reyna að segja íbúum hvað skuli gera til þess að leysa úr ástandinu,“ hafði BBC eftir Patrick Vinck, aðalstjórnanda rannsóknarinnar, fyrir mánaðamót.Neyðarástand Sjálfstæð neyðarnefnd á vegum WHO tilkynnti eftir fund sinn í gær að þótt nauðsynlegt sé að vinna áfram gegn faraldrinum af fullum krafti sé ekki tilefni til þess að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi. Tarik Jasarevic, upplýsingafulltrúi WHO, segir í samtali við Fréttablaðið að þetta hafi verið í annað skipti sem nefndin fundar um neyðarástandsyfirlýsingu en ekki var ákveðið að lýsa yfir neyðarástandi síðast. Nú var boðað til fundarins vegna skyndilegrar fjölgunar nýsmitaðra eftir að talan hafði farið lækkandi um nokkurt skeið. Auknar áhyggjur af öryggi á svæðinu voru einnig ástæðan fyrir því að boðað var til fundarins. Yfirlýsing um alþjóðlegt neyðarástand er því ekki sjálfsögð þegar nefndin kemur saman. „Ákvörðun sem þessi byggir á því hvort ástandið sé alvarlegt, óvenjulegt eða óvænt, stefni nágrannaríkjum í alvarlega hættu og krefjist tafarlausra, alþjóðlegra viðbragða,“ segir Jasarevic og bætir við: „Nefndin fundaði síðast þann 17. október árið 2018 og lagði til að ekki ætti að lýsa yfir neyðarástandi. Hins vegar var alvarlegum áhyggjum af faraldrinum lýst yfir og bent á að hættan á útbreiðslu til grannríkja væri afar mikil.“ Nágrannaríkin hafa, að sögn Jasarevics, komið á miklu eftirliti vegna þessarar hættu. Þannig fá þau upplýsingar um hvar ný tilfelli koma upp. „En þótt smithættan innan landsins og hættan á útbreiðslu til nágrannalanda sé afar mikil eru líkurnar á útbreiðslu í hnattrænu samhengi litlar,“ segir Jasarevic. Hann bætir því við að ekkert tilfelli hafi enn komið upp þar sem erlendur heilbrigðisstarfsmaður snýr heim og ebólutilfelli kemur upp í heimalandinu í kjölfarið.Erfiðar aðstæður „Þetta eru svo gott sem erfiðustu aðstæður sem hægt er að ímynda sér: Átökin, íbúar sem eru á sífelldri hreyfingu, veikburða heilbrigðiskerfi, stríðshrjáð þjóð sem er vön að reiða sig á óformlegt heilbrigðiskerfi. En sú staðreynd að tekist hefur að ná stjórn á faraldrinum á ákveðnum stöðum þýðir að þrátt fyrir þessar erfiðu aðstæður er hægt að koma í veg fyrir frekari smit,“ segir Jasarevic. Hann segir að síðustu árásir á heilbrigðisstarfsfólk eða ebólumeðferðarstöðvar hafi verið gerðar þann 9. mars síðastliðinn. „Til þess að binda enda á ebólufaraldurinn þurfum við að ná góðu jafnvægi til þess að hámarka þá aðstoð sem við getum boðið, gera það á hlutlausan hátt, og vernda bæði sjúklinga og starfsfólk fyrir vopnuðum hópum,“ segir Jasarevic og bætir við að slík vandamál komi upp á öllum stríðshrjáðum svæðum heims.Samskipti Um þá staðreynd að fjölmargir trúi því ekki að ebóla sé til, og vilji því ekki láta bólusetja sig, segir Jasarevic að heilbrigðisstarfsfólk í Austur-Kongó sé í daglegum samskiptum við íbúa. „Meirihluti styður og sættir sig við vinnu okkar.“ Hann segir að tekist hafi að útrýma sjúkdómnum í ýmsum samfélögum sem hafa tekið vel í starf WHO og annarra. „Þessi samskipti fela í sér að við kynnum okkur trú fólksins, tökum við spurningum og ráðleggingum um hvernig við eigum að berjast við faraldurinn og sækjum jafnframt íbúafundi. Ebóluteymin leggja áherslu á samskipti við þá sem gagnrýna starf okkar einna mest. Saman getum við hins vegar leyst úr vandanum.“ Þá segir Jasarevic að um níutíu prósent þeirra sem geta fengið bólusetningu samþykki það. „Og meira en nítuíu prósent bólusettra samþykkja frekari heimsóknir á þriðja og 21. degi eftir bólusetningu.Hafa lært mikið Jasarevic segir að bæði WHO og heilbrigðisstarfsfólk um allan heim hafi lært mikið af ebólufaraldrinum í Vestur-Afríku, þeim versta í mannkynssögunni. „Við höfum náð miklum árangri síðan í að tryggja að sá lærdómur komi að gagni.“ Þannig nefnir hann að WHO hafi árið 2016 komið á fót sérstöku verkefni um neyðarástand í heilbrigðismálum. „Þetta voru miklar breytingar fyrir WHO og þannig jukum við getu okkar. Eitt af því sem við lærðum í Vestur-Afríku var að faraldurinn hreyfist hraðar en þeir peningar sem úthlutað er til að berjast við sjúkdóminn. Þess vegna komum við á fót sjóði fyrir fyrrnefnt verkefni svo hægt sé að tryggja að fjármagn sé til staðar strax í upphafi,“ segir Jasarevic og bendir á að þannig hafi WHO strax verið reiðubúin þegar faraldurinn braust út. Upplýsingafulltrúinn bætir því við að lokum að WHO hafi komið upp öðru verkefni til þess að aðstoða stofnanir og ríki við að byggja upp innviði til þess að takast á við faraldra. „Nýlega höfum við einnig sett upp kerfi með Alþjóðabankanum svo við getum fylgst með því hversu vel hvaða svæði eru í stakk búin til að takast á við faraldra og aðra heilbrigðisvá.“
Austur-Kongó Birtist í Fréttablaðinu Ebóla Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira