Drengur góður Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. apríl 2019 07:00 Alþjóðlegar ráðstefnur og samkomur einkennast yfirleitt af ákveðnum virðuleika, ekki síst ef þangað mætir valdamikið fólk sem lætur sér annt um ímynd sína og gætir þess vandlega að gefa ekki of mikið af sér. Fyrir vikið virkar það nokkuð fjarlægt, eins og það sé ekki í tengslum við líf venjulegs fólks. Fyrir fólk sem er með einkabílstjóra, einkaritara og alls kyns aðstoðarmenn er örugglega mjög auðvelt að glata veruleikatengingu og loka sig af í þægilegri einkaveröld þar sem aðrir eru reiðubúnir til þjónustu. Það eru þó ekki allir valdamiklir einstaklingar sem gætu svo auðveldlega valið þennan kost sem kæra sig um það. Þeir vilja bara fá að vera þeir sjálfir og um leið svo lánsamir að líta ekki stórt á sig. Þetta á einmitt við um forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson. Þegar forseti Íslands mætir valdafólki frá öðrum löndum er áberandi hversu alþýðlegur hann er. Hann sendir samstundis frá sér skilaboð eitthvað á þessa leið: Hér er ég, ofur venjulegur maður í óvenjulegri stöðu, lítið gefinn fyrir seremoníur og prjál en stundum krefst starfið þess að maður taki þátt í slíku og þá læt ég mig bara hafa það en er ósköp feginn þegar því er lokið. Hann er ekki umvafinn þeirri blöndu af sjálfsöryggi og hroka sem oft er of áberandi í fari ráðamanna. Stundum má greina á andliti hans svip sem ber vott um að hann sé enn ögn undrandi á því að vera í þeirri stöðu sem hann er. Í hópi fyrirmanna sker hann sig þannig úr, enda er eftir honum tekið. Hann er nefnilega ekta. Þetta sýndi sig með miklum ágætum á norðurslóðaráðstefnu, International Arctic Forum, í Pétursborg í Rússlandi þar sem forsetinn var í pallborði ásamt Vladímír Pútín, forseta Rússlands, Sauli Niinistö, forseta Finnlands, Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, og Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. Þar gerði forseti vor sér lítið fyrir og talaði stutta stund á rússnesku. Af svip gesta mátti ráða að þeir voru ögn ráðvilltir í byrjun, ekki alveg vissir hvernig bæri að taka þessu tiltæki forsetans. Smám saman breyttist svipurinn, þeir urðu afslappaðri og hlýlegt bros sást á vörum marga. Niðurstaða þeirra virtist vera að forseti Íslands væri drengur góður. Við lifum á tímum sem einkennast af þreytu í garð stjórnmála og stjórnmálamanna og stundum virðist sem fátt fái sameinað þjóðina nema þá helst einhverjir boltaleikir sem íslensk íþróttalið taka reglulega þátt í erlendis. Og svo lifir hún ætíð vonin um árangur, og helst sigur, í hinni árlegu og innihaldslitlu glimmersýningu Eurovision. Í báðum tilvikum er mikið um brostnar vonir. Ef þjóðin á sér sameiningartákn þá er það helst forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson. Hann nýtur almennra vinsælda, ekki síst vegna þess að hann hefur engan áhuga á að vera á stalli. Hann veit að hann er ósköp venjulegur maður sem þjóðin valdi til að gegna háu embætti. Því sinnir hann af hógværð, hlýju og manngæsku. Sannarlega drengur góður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegar ráðstefnur og samkomur einkennast yfirleitt af ákveðnum virðuleika, ekki síst ef þangað mætir valdamikið fólk sem lætur sér annt um ímynd sína og gætir þess vandlega að gefa ekki of mikið af sér. Fyrir vikið virkar það nokkuð fjarlægt, eins og það sé ekki í tengslum við líf venjulegs fólks. Fyrir fólk sem er með einkabílstjóra, einkaritara og alls kyns aðstoðarmenn er örugglega mjög auðvelt að glata veruleikatengingu og loka sig af í þægilegri einkaveröld þar sem aðrir eru reiðubúnir til þjónustu. Það eru þó ekki allir valdamiklir einstaklingar sem gætu svo auðveldlega valið þennan kost sem kæra sig um það. Þeir vilja bara fá að vera þeir sjálfir og um leið svo lánsamir að líta ekki stórt á sig. Þetta á einmitt við um forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson. Þegar forseti Íslands mætir valdafólki frá öðrum löndum er áberandi hversu alþýðlegur hann er. Hann sendir samstundis frá sér skilaboð eitthvað á þessa leið: Hér er ég, ofur venjulegur maður í óvenjulegri stöðu, lítið gefinn fyrir seremoníur og prjál en stundum krefst starfið þess að maður taki þátt í slíku og þá læt ég mig bara hafa það en er ósköp feginn þegar því er lokið. Hann er ekki umvafinn þeirri blöndu af sjálfsöryggi og hroka sem oft er of áberandi í fari ráðamanna. Stundum má greina á andliti hans svip sem ber vott um að hann sé enn ögn undrandi á því að vera í þeirri stöðu sem hann er. Í hópi fyrirmanna sker hann sig þannig úr, enda er eftir honum tekið. Hann er nefnilega ekta. Þetta sýndi sig með miklum ágætum á norðurslóðaráðstefnu, International Arctic Forum, í Pétursborg í Rússlandi þar sem forsetinn var í pallborði ásamt Vladímír Pútín, forseta Rússlands, Sauli Niinistö, forseta Finnlands, Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, og Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. Þar gerði forseti vor sér lítið fyrir og talaði stutta stund á rússnesku. Af svip gesta mátti ráða að þeir voru ögn ráðvilltir í byrjun, ekki alveg vissir hvernig bæri að taka þessu tiltæki forsetans. Smám saman breyttist svipurinn, þeir urðu afslappaðri og hlýlegt bros sást á vörum marga. Niðurstaða þeirra virtist vera að forseti Íslands væri drengur góður. Við lifum á tímum sem einkennast af þreytu í garð stjórnmála og stjórnmálamanna og stundum virðist sem fátt fái sameinað þjóðina nema þá helst einhverjir boltaleikir sem íslensk íþróttalið taka reglulega þátt í erlendis. Og svo lifir hún ætíð vonin um árangur, og helst sigur, í hinni árlegu og innihaldslitlu glimmersýningu Eurovision. Í báðum tilvikum er mikið um brostnar vonir. Ef þjóðin á sér sameiningartákn þá er það helst forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson. Hann nýtur almennra vinsælda, ekki síst vegna þess að hann hefur engan áhuga á að vera á stalli. Hann veit að hann er ósköp venjulegur maður sem þjóðin valdi til að gegna háu embætti. Því sinnir hann af hógværð, hlýju og manngæsku. Sannarlega drengur góður.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun