Fyrrum lögmaður Obama ákærður vegna vinnu í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 11. apríl 2019 23:38 Málið gegn Craig varð til vegna Rússarannsóknar Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna og vinnu sem Craig er sagður hafa unnið fyrir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump. AP/Pablo Martinez Monsivais Greg Craig, sem starfaði sem æðsti lögmaður Hvíta hússins í forsetatíð Barack Obama, hefur verið ákærður fyrir að ljúga að útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna um störf hans fyrir yfirvöld Úkraínu árið 2012. Málið gegn Craig varð til vegna Rússarannsóknar Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna og vinnu sem Craig er sagður hafa unnið fyrir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump. Manafort játaði í fyrra að hafa brotið lög vegna vinnu hans fyrir Viktor Yanukvovych, fyrrverandi forseta, og bandamenn hans. Craig, sem er 74 ára gamall, gæti setið í fangelsi í allt að tíu ár fyrir að ljúga að rannsakendum og fyrir að brjóta lög sem snúa að því vinnu Bandaríkjamanna fyrir önnur ríki. Sjálfur segist hann hafa leitt teymi lögfræðinga við vinnu að skýrslu fyrir Dómsmálaráðuneyti Úkraínu. Hann segir þá ekki hafa talið sig þurfa að skrá sig sem útsendara annars ríkis vegna þeirrar vinnu. „Þessar ákærur eru án fordæmis og eiga ekki rétt á sér,“ sagði Craig í yfirlýsingu sem hann birti á Youtube í dag. „Ég er viss um að bæði dómari og kviðdómendur verði sammála mér.“Fyrirtæki Craig var ráðið af Dómsmálaráðuneyti Úkraínu til að endurskoða málaflutning ráðuneytisins gagnvart Yuliu Tymoshenko, pólitísks andstæðings Yanukovych. Samkvæmt Washington Post segir í ákærunni að vinna Craig og starfsmanna hans hafi verið liður í áætlun Manafort til að bæta ímynd forsetans á alþjóðasviðinu.Mannréttindasamtök segja að skýrsla Craig og félaga hafi verið hvítþvottur á mannréttindabrotum Yanukovych gagnvart Tymoshenko og að hún hafi verið handtekin vegna andstöðu sinnar gagnvart forsetanum. Ríkisstjórn Yanukovych sagði að fyrirtæki Craig hefði fengið tólf þúsund dali fyrir skýrsluna. Saksóknarar halda því þó fram að Manafort hafi notast við aflandsfélag til að greiða fyrirtækinu fjórar milljónir dala til viðbótar og að Victor Pinchuk, vellauðugur Úkraínumaður, hafi borgað brúsann. Þá segja saksóknarar að Craig hafi ekki skráð sig sem útsendara annars ríkis af ótta við að upp myndi komast um greiðsluna og að hann myndi eiga erfitt með að starfa aftur fyrir hið opinbera í Bandaríkjunum. Bandaríkin Úkraína Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Greg Craig, sem starfaði sem æðsti lögmaður Hvíta hússins í forsetatíð Barack Obama, hefur verið ákærður fyrir að ljúga að útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna um störf hans fyrir yfirvöld Úkraínu árið 2012. Málið gegn Craig varð til vegna Rússarannsóknar Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna og vinnu sem Craig er sagður hafa unnið fyrir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump. Manafort játaði í fyrra að hafa brotið lög vegna vinnu hans fyrir Viktor Yanukvovych, fyrrverandi forseta, og bandamenn hans. Craig, sem er 74 ára gamall, gæti setið í fangelsi í allt að tíu ár fyrir að ljúga að rannsakendum og fyrir að brjóta lög sem snúa að því vinnu Bandaríkjamanna fyrir önnur ríki. Sjálfur segist hann hafa leitt teymi lögfræðinga við vinnu að skýrslu fyrir Dómsmálaráðuneyti Úkraínu. Hann segir þá ekki hafa talið sig þurfa að skrá sig sem útsendara annars ríkis vegna þeirrar vinnu. „Þessar ákærur eru án fordæmis og eiga ekki rétt á sér,“ sagði Craig í yfirlýsingu sem hann birti á Youtube í dag. „Ég er viss um að bæði dómari og kviðdómendur verði sammála mér.“Fyrirtæki Craig var ráðið af Dómsmálaráðuneyti Úkraínu til að endurskoða málaflutning ráðuneytisins gagnvart Yuliu Tymoshenko, pólitísks andstæðings Yanukovych. Samkvæmt Washington Post segir í ákærunni að vinna Craig og starfsmanna hans hafi verið liður í áætlun Manafort til að bæta ímynd forsetans á alþjóðasviðinu.Mannréttindasamtök segja að skýrsla Craig og félaga hafi verið hvítþvottur á mannréttindabrotum Yanukovych gagnvart Tymoshenko og að hún hafi verið handtekin vegna andstöðu sinnar gagnvart forsetanum. Ríkisstjórn Yanukovych sagði að fyrirtæki Craig hefði fengið tólf þúsund dali fyrir skýrsluna. Saksóknarar halda því þó fram að Manafort hafi notast við aflandsfélag til að greiða fyrirtækinu fjórar milljónir dala til viðbótar og að Victor Pinchuk, vellauðugur Úkraínumaður, hafi borgað brúsann. Þá segja saksóknarar að Craig hafi ekki skráð sig sem útsendara annars ríkis af ótta við að upp myndi komast um greiðsluna og að hann myndi eiga erfitt með að starfa aftur fyrir hið opinbera í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Úkraína Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira