Þingmaður Pírata vill heyra „töfralausnina“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. apríl 2019 15:59 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, vill fá að vita hvernig ríkisstjórnin ætlar að lækka vexti og halda verðbólgu samhliða í lágmargi. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, óskaði eftir því að fá að heyra hver „töfralausn“ ríkisstjórnarinnar væri sem myndi lækka vexti samhliða því að halda verðbólgu í lágmarki. Hann kom ósk sinni á framfæri í ræðu sem hann hélt á Alþingi í dag í tengslum við aðkomu ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum. „Helsta tæki Seðlabankans til að halda verðbólgumarkmiði eru vextir bankans í viðskiptum við önnur fjármálafyrirtæki. Seðlabankinn heldur niðri verðbólgu með því að hækka vexti. Áskorunin um lága vexti og litla verðbólgu mun því augljóslega ekki vera í höndum Seðlabanka heldur ríkisstjórnarinnar,“ sagði Björn Leví. Á heimsvísu séu vextir lágir þannig að Björn leyfir sér trúa að verkefnið sé gerlegt. „Á sama tíma er hins vegar gert ráð fyrir næstum því fjögurra prósenta verðbólgu á næstunni. Það er langt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans og ef þar á að beita verðbólgustýringartækjum þá hlýtur maður að búast við vaxtahækkun en það má hins vegar ekki því það brýtur gegn markmiðum stjórnvalda um að lækka vexti. Því verða stjórnvöld að gera eitthvað og nú reynir á því að á þeim áratugum sem Ísland hefur glímt við verðbólgudrauginn þá hefur aldrei fundist varanleg lausn.“ Björn Leví sagðist þó ekki hafa fundið neitt um þessa lausn í fjármálaáætlun. „Núna eftir langvarandi tímabil lítillar verðbólgu þegar hún er aftur farin að láta á sér kræla þegar sögur eru á kreiki um undirliggjandi þrýsting um verðhækkanir vegna kjarasamninga þá er allt í einu komin lausn. Lausnina er hins vegar ekki að finna í fjármálaáætlun sem nú er fjallað um í nefndum þingsins. Lausnin hlýtur því að vera viðbót og ég hlakka til að heyra meira um þessa lausn því að hún hlýtur að hafa þó nokkur áhrif á fjármálaáætlun og peningastefnuna ef út í það er farið.“ Björn Leví sagðist þó ekki vera neitt mjög bjartsýnn um að lausnin væri yfir höfuð til. „Hvað sem verður þá hlakkar til að sjá þessa töfralausn sem leiðir til lægri vaxta og lægri verðbólgu á sama tíma. Sú töfralausn finnst ekki í fjármálaáætlun og ef hún er þar þá er ríkisstjórnin ekkert að monta sig yfir því að hafa leyst eitt helsta efnahagsvandamál Íslands; háa vexti og háa verðbólgu. Mér finnst það frekar ólíklegt að það sé málið og því ætla ég að giska að lausnin hafi komið í gegnum aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum og sú lausn hlýtur að hafa áhrif á fjármálaáætlunina.“ Alþingi Kjaramál Píratar Seðlabankinn Tengdar fréttir Greip fram í fyrir Þorsteini og sagðist hafa leyst kjaradeiluna Þorsteinn sakaði ríkisstjórnina um ásýndarstjórnmál á Alþingi í dag. 11. apríl 2019 14:40 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, óskaði eftir því að fá að heyra hver „töfralausn“ ríkisstjórnarinnar væri sem myndi lækka vexti samhliða því að halda verðbólgu í lágmarki. Hann kom ósk sinni á framfæri í ræðu sem hann hélt á Alþingi í dag í tengslum við aðkomu ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum. „Helsta tæki Seðlabankans til að halda verðbólgumarkmiði eru vextir bankans í viðskiptum við önnur fjármálafyrirtæki. Seðlabankinn heldur niðri verðbólgu með því að hækka vexti. Áskorunin um lága vexti og litla verðbólgu mun því augljóslega ekki vera í höndum Seðlabanka heldur ríkisstjórnarinnar,“ sagði Björn Leví. Á heimsvísu séu vextir lágir þannig að Björn leyfir sér trúa að verkefnið sé gerlegt. „Á sama tíma er hins vegar gert ráð fyrir næstum því fjögurra prósenta verðbólgu á næstunni. Það er langt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans og ef þar á að beita verðbólgustýringartækjum þá hlýtur maður að búast við vaxtahækkun en það má hins vegar ekki því það brýtur gegn markmiðum stjórnvalda um að lækka vexti. Því verða stjórnvöld að gera eitthvað og nú reynir á því að á þeim áratugum sem Ísland hefur glímt við verðbólgudrauginn þá hefur aldrei fundist varanleg lausn.“ Björn Leví sagðist þó ekki hafa fundið neitt um þessa lausn í fjármálaáætlun. „Núna eftir langvarandi tímabil lítillar verðbólgu þegar hún er aftur farin að láta á sér kræla þegar sögur eru á kreiki um undirliggjandi þrýsting um verðhækkanir vegna kjarasamninga þá er allt í einu komin lausn. Lausnina er hins vegar ekki að finna í fjármálaáætlun sem nú er fjallað um í nefndum þingsins. Lausnin hlýtur því að vera viðbót og ég hlakka til að heyra meira um þessa lausn því að hún hlýtur að hafa þó nokkur áhrif á fjármálaáætlun og peningastefnuna ef út í það er farið.“ Björn Leví sagðist þó ekki vera neitt mjög bjartsýnn um að lausnin væri yfir höfuð til. „Hvað sem verður þá hlakkar til að sjá þessa töfralausn sem leiðir til lægri vaxta og lægri verðbólgu á sama tíma. Sú töfralausn finnst ekki í fjármálaáætlun og ef hún er þar þá er ríkisstjórnin ekkert að monta sig yfir því að hafa leyst eitt helsta efnahagsvandamál Íslands; háa vexti og háa verðbólgu. Mér finnst það frekar ólíklegt að það sé málið og því ætla ég að giska að lausnin hafi komið í gegnum aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum og sú lausn hlýtur að hafa áhrif á fjármálaáætlunina.“
Alþingi Kjaramál Píratar Seðlabankinn Tengdar fréttir Greip fram í fyrir Þorsteini og sagðist hafa leyst kjaradeiluna Þorsteinn sakaði ríkisstjórnina um ásýndarstjórnmál á Alþingi í dag. 11. apríl 2019 14:40 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Greip fram í fyrir Þorsteini og sagðist hafa leyst kjaradeiluna Þorsteinn sakaði ríkisstjórnina um ásýndarstjórnmál á Alþingi í dag. 11. apríl 2019 14:40