Greip fram í fyrir Þorsteini og sagðist hafa leyst kjaradeiluna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. apríl 2019 14:40 Þorsteinn sakaði ríkisstjórnina um ásýndarstjórnmál á Alþingi í dag. Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra, greip tvíveigis fram í fyrir Þorsteini Víglundssyni, varaformanni Viðreisnar, sem hélt ræðu í pontu Alþingis undir liðnum „Aðkoma ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum og tengd mál, munnleg skýrsla forsætisráðherra“. Í ræðu sinni viðraði Þorsteinn áhyggjur sínar af of miklu samspili ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins við gerð kjarasamninga. Þorsteini er það til efs að áður hafi verið samið um kjör við hagfelldari kringumstæður.Aðkoma stjórnvalda liður í ásýndarstjórnmálum „Kaupmáttur er í sögulegu hámarki, atvinnuleysi tiltölulega lágt, efnahagslífið í almennt góðri stöðu þó kólnandi fari. Í sjálfu sér var ekkert þar sem kallaði á svo víðtæka aðkomu stjórnvalda við úrlausn,“ segir Þorsteinn. Hann segir að þetta sé liður í hinum svokölluðu „ásýndarstjórnmálum nútímans“ að ríkisstjórnin skyldi stilla sér upp sem eins konar „riddara á hvítum hesti“ við úrlausn kjaradeilna. Það var þá sem Ásmundur Einar fann sig knúinn til að grípa inn í og kallaði „og leyst hana!“ þegar hann gekk fram hjá ræðupúltinu. Þorsteinn svaraði þá um hæl. Að hætti ásýndarstjórnmála hefði ríkisstjórninni tekist að pakka saman stefnumálum sínum sem hún hefði áður sett fram í yfirlýsingu strax í upphafi og síðan lagt fram sem eins konar lausnarspil til að ljúka kjarasamningum. „…sem er svo sem alveg ágætlega vel gert af hálfu hæstvirtrar ríkisstjórnar en má spyrja sig, stóð þá aldrei til að efna þau loforð öðruvísi en í tengslum við kjarasamninga?“ sagði Þorsteinn sem bauð Ásmundi upp í pontu ef hann langaði til að fá orðið. Alþingi Efnahagsmál Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Bein útsending: Lífskjarasamningurinn kynntur Ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 22:30 í kvöld, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. 3. apríl 2019 22:33 Kjarasamningar undirritaðir Kjarasamningar um þrjátíu stéttarfélaga og SA voru undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan 22:20 í kvöld. 3. apríl 2019 22:18 Lífskjarasamningur kynntur Innlegg ríkisstjórnarinnar í kjaraviðræðurnar. 2. apríl 2019 18:24 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra, greip tvíveigis fram í fyrir Þorsteini Víglundssyni, varaformanni Viðreisnar, sem hélt ræðu í pontu Alþingis undir liðnum „Aðkoma ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum og tengd mál, munnleg skýrsla forsætisráðherra“. Í ræðu sinni viðraði Þorsteinn áhyggjur sínar af of miklu samspili ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins við gerð kjarasamninga. Þorsteini er það til efs að áður hafi verið samið um kjör við hagfelldari kringumstæður.Aðkoma stjórnvalda liður í ásýndarstjórnmálum „Kaupmáttur er í sögulegu hámarki, atvinnuleysi tiltölulega lágt, efnahagslífið í almennt góðri stöðu þó kólnandi fari. Í sjálfu sér var ekkert þar sem kallaði á svo víðtæka aðkomu stjórnvalda við úrlausn,“ segir Þorsteinn. Hann segir að þetta sé liður í hinum svokölluðu „ásýndarstjórnmálum nútímans“ að ríkisstjórnin skyldi stilla sér upp sem eins konar „riddara á hvítum hesti“ við úrlausn kjaradeilna. Það var þá sem Ásmundur Einar fann sig knúinn til að grípa inn í og kallaði „og leyst hana!“ þegar hann gekk fram hjá ræðupúltinu. Þorsteinn svaraði þá um hæl. Að hætti ásýndarstjórnmála hefði ríkisstjórninni tekist að pakka saman stefnumálum sínum sem hún hefði áður sett fram í yfirlýsingu strax í upphafi og síðan lagt fram sem eins konar lausnarspil til að ljúka kjarasamningum. „…sem er svo sem alveg ágætlega vel gert af hálfu hæstvirtrar ríkisstjórnar en má spyrja sig, stóð þá aldrei til að efna þau loforð öðruvísi en í tengslum við kjarasamninga?“ sagði Þorsteinn sem bauð Ásmundi upp í pontu ef hann langaði til að fá orðið.
Alþingi Efnahagsmál Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Bein útsending: Lífskjarasamningurinn kynntur Ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 22:30 í kvöld, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. 3. apríl 2019 22:33 Kjarasamningar undirritaðir Kjarasamningar um þrjátíu stéttarfélaga og SA voru undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan 22:20 í kvöld. 3. apríl 2019 22:18 Lífskjarasamningur kynntur Innlegg ríkisstjórnarinnar í kjaraviðræðurnar. 2. apríl 2019 18:24 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira
Bein útsending: Lífskjarasamningurinn kynntur Ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 22:30 í kvöld, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. 3. apríl 2019 22:33
Kjarasamningar undirritaðir Kjarasamningar um þrjátíu stéttarfélaga og SA voru undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan 22:20 í kvöld. 3. apríl 2019 22:18