Rush fær hundrað milljónir í bætur vegna „æsifréttamennsku af verstu sort“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. apríl 2019 08:14 Geoffrey Rush fyrir utan dómstól í Sydney í Ástralíu í nóvember síðastliðnum. Málaferli hans gegn Daily Telegraph hafa staðið yfir í marga mánuði. Getty/Mark Metcalfe Fjölmiðlasamsteypan News Corp var í dag dæmd til að greiða ástralska leikaranum Geoffrey Rush yfir 850 þúsund Bandaríkjadali, rúmar hundrað milljónir íslenskra króna, eftir að úrskurðað var að ástralska dagblaðið Daily Telegraph hefði vegið að æru leikarans með því að birta röð greina um meinta kynferðislega áreitni hans. Rush kærði blaðið og blaðamann þess, Jonathon Moran, fyrir ærumeiðingar en í greinunum var hegðun leikarans lýst í aðdraganda frumsýningar Lés konungs í Sydney árið 2015, þar sem Rush fór með titlhlutverkið. „Glannalega ábyrgðarlaus æsifréttamennska“ Dómari í málinu sagði umfjöllun blaðsins „í öllum tilfellum glannalega ábyrgðarlausa æsifréttamennsku af verstu sort“. Þá var það mat dómarans að ófræging blaðsins myndi hafa af leikaranum tekjur í að minnsta kosti tvö ár til viðbótar. Hann taldi því líklegt að Rush fengi viðbótargreiðslur ofan á milljónamiskabæturnar til að bæta upp fyrir tekjutapið. Sjá einnig: Sakar Rush um kynferðislega áreitni: Dansaði nakinn fyrir framan hana og gægðist á hana í sturtu Í frétt breska dagblaðsins The Guardian kemur jafnframt fram að dómarinn hafi sagt ásakanir leikkonunnar Eryn Jean Norvill, sem Telegrap greindi frá á sínum tíma, ótrúverðugar. Tilgreindi hann sérstalega að vitnisburðir bæði leikstjóra Lés konungs og meðleikara Norvill og Rush í sýningunni hafi stangast á við frásagnirnar. Kynferðislegar skilaboðasendingar og nektardans Rush ræddi við blaðamenn eftir að dómur féll og þakkaði eiginkonu sinni og börnum fyrir stuðninginn í gegnum hið „átakanlega tímabil“ sem nú væri að baki. Rush hefur ætíð þvertekið fyrir ásakanirnar sem bornar voru á hendur honum. Í vitnisburði fyrir dómi sagði Norvill að Rush hefði snert brjóst hennar á sviði, sent henni kynferðisleg skilaboð og kallað hana „gómsæta“ meðan á æfingum stóð. Hún lagði jafnramt áherlsu á valdaójafnvægið í sambandi þeirra, hún hafi verið á botni virðingarraðarinnar og hann á toppnum. Ástralska leikkonan Yael Stone steig svo fram í desember í fyrra og sakaði Rush um kynferðislega áreitni. Hún sagði leikarann hafa dansað nakinn fyrir framan hana, notað spegil til að fylgjast með henni í sturtu og sent henni kynferðisleg skilaboð. Ástralía Bíó og sjónvarp MeToo Tengdar fréttir Geoffrey Rush einangraður og lystarlaus Stórleikarinn Geoffrey Rush fer ekki út úr húsi og hefur lítið sem ekkert borðað eftir að hafa verið sakaður um ósæmilega hegðun í fyrra. 9. apríl 2018 07:35 Sakar Rush um kynferðislega áreitni: Dansaði nakinn fyrir framan hana og gægðist á hana í sturtu Ástralska leikkonan Yael Stone sakar samlanda sinn, leikarann Geoffrey Rush, um kynferðislega áreitni í viðtali sem birt var í bandaríska dagblaðinu New York Times í gær. 17. desember 2018 12:21 Geoffrey Rush víkur vegna ásakana Ástralski leikarinn Geoffrey Rush hefur látið af embætti formanns Áströlsku kvikmyndaakademíunnar. 2. desember 2017 16:01 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Fjölmiðlasamsteypan News Corp var í dag dæmd til að greiða ástralska leikaranum Geoffrey Rush yfir 850 þúsund Bandaríkjadali, rúmar hundrað milljónir íslenskra króna, eftir að úrskurðað var að ástralska dagblaðið Daily Telegraph hefði vegið að æru leikarans með því að birta röð greina um meinta kynferðislega áreitni hans. Rush kærði blaðið og blaðamann þess, Jonathon Moran, fyrir ærumeiðingar en í greinunum var hegðun leikarans lýst í aðdraganda frumsýningar Lés konungs í Sydney árið 2015, þar sem Rush fór með titlhlutverkið. „Glannalega ábyrgðarlaus æsifréttamennska“ Dómari í málinu sagði umfjöllun blaðsins „í öllum tilfellum glannalega ábyrgðarlausa æsifréttamennsku af verstu sort“. Þá var það mat dómarans að ófræging blaðsins myndi hafa af leikaranum tekjur í að minnsta kosti tvö ár til viðbótar. Hann taldi því líklegt að Rush fengi viðbótargreiðslur ofan á milljónamiskabæturnar til að bæta upp fyrir tekjutapið. Sjá einnig: Sakar Rush um kynferðislega áreitni: Dansaði nakinn fyrir framan hana og gægðist á hana í sturtu Í frétt breska dagblaðsins The Guardian kemur jafnframt fram að dómarinn hafi sagt ásakanir leikkonunnar Eryn Jean Norvill, sem Telegrap greindi frá á sínum tíma, ótrúverðugar. Tilgreindi hann sérstalega að vitnisburðir bæði leikstjóra Lés konungs og meðleikara Norvill og Rush í sýningunni hafi stangast á við frásagnirnar. Kynferðislegar skilaboðasendingar og nektardans Rush ræddi við blaðamenn eftir að dómur féll og þakkaði eiginkonu sinni og börnum fyrir stuðninginn í gegnum hið „átakanlega tímabil“ sem nú væri að baki. Rush hefur ætíð þvertekið fyrir ásakanirnar sem bornar voru á hendur honum. Í vitnisburði fyrir dómi sagði Norvill að Rush hefði snert brjóst hennar á sviði, sent henni kynferðisleg skilaboð og kallað hana „gómsæta“ meðan á æfingum stóð. Hún lagði jafnramt áherlsu á valdaójafnvægið í sambandi þeirra, hún hafi verið á botni virðingarraðarinnar og hann á toppnum. Ástralska leikkonan Yael Stone steig svo fram í desember í fyrra og sakaði Rush um kynferðislega áreitni. Hún sagði leikarann hafa dansað nakinn fyrir framan hana, notað spegil til að fylgjast með henni í sturtu og sent henni kynferðisleg skilaboð.
Ástralía Bíó og sjónvarp MeToo Tengdar fréttir Geoffrey Rush einangraður og lystarlaus Stórleikarinn Geoffrey Rush fer ekki út úr húsi og hefur lítið sem ekkert borðað eftir að hafa verið sakaður um ósæmilega hegðun í fyrra. 9. apríl 2018 07:35 Sakar Rush um kynferðislega áreitni: Dansaði nakinn fyrir framan hana og gægðist á hana í sturtu Ástralska leikkonan Yael Stone sakar samlanda sinn, leikarann Geoffrey Rush, um kynferðislega áreitni í viðtali sem birt var í bandaríska dagblaðinu New York Times í gær. 17. desember 2018 12:21 Geoffrey Rush víkur vegna ásakana Ástralski leikarinn Geoffrey Rush hefur látið af embætti formanns Áströlsku kvikmyndaakademíunnar. 2. desember 2017 16:01 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Geoffrey Rush einangraður og lystarlaus Stórleikarinn Geoffrey Rush fer ekki út úr húsi og hefur lítið sem ekkert borðað eftir að hafa verið sakaður um ósæmilega hegðun í fyrra. 9. apríl 2018 07:35
Sakar Rush um kynferðislega áreitni: Dansaði nakinn fyrir framan hana og gægðist á hana í sturtu Ástralska leikkonan Yael Stone sakar samlanda sinn, leikarann Geoffrey Rush, um kynferðislega áreitni í viðtali sem birt var í bandaríska dagblaðinu New York Times í gær. 17. desember 2018 12:21
Geoffrey Rush víkur vegna ásakana Ástralski leikarinn Geoffrey Rush hefur látið af embætti formanns Áströlsku kvikmyndaakademíunnar. 2. desember 2017 16:01