Víkingur hlaut tvenn verðlaun frá BBC: „Eins og græðismyrsl fyrir eyrun“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. apríl 2019 23:45 Víkingur Heiðar hlaut aðalverðlaun kvöldsins. Vísir/Eyþór Íslenski píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson hlaut í kvöld tvenn verðlaun á BBC Music Magazine Awards fyrir útsetningar á verkum Johanns Sebastian Bach á hljómplötu sem hann sendi frá sér síðasta haust undir merkjum hins virta útgáfufyrirtækis Deutsche Grammophon. „Ég er djúpt snortinn yfir því að hljóta þessi mikilvægu verðlaun og að fólk hafi ánægju af því að hlusta,“ sagði Víkingur þegar hann veitti verðlaunum viðtöku í Lundúnum í kvöld. Víkingur hlaut aðalverðlaun kvöldsins fyrir hljómplötu sína með flutningi á verkum Johanns Sebastian Bach sem var plata ársins þvert á flokka og þá fékk hann einnig verðlaun fyrir hljóðfæraleiksplötu ársins. „Fagurlega smíðuð Bach samsetning eins og græðismyrsl fyrir eyrun,“ segir í rökstuðningi dómnefndar. Ef einhver plata gæti sýnt fram á tímaleysi Bachs, þá væri þetta hún. Víkingur sagði að eitt það persónulegasta sem hægt væri að gera í tónlist væri að spila og taka upp tónlist eftir Bach. Hann kvaðst afar þakklátur fyrir hlý viðbrögð við plötunni. Tónlist Tengdar fréttir Víkingur og Hallveig fluttu íslenskt rapp á klassískum nótum GDRN hlaut fern verðlaun þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í Silfurbergi í Hörpu í gær. 14. mars 2019 15:30 Víkingur Heiðar tilnefndur til verðlauna tónlistartímarits BBC Plata Víkings, Johann Sebastian Bach, hefur fengið góðar viðtökur. 22. janúar 2019 17:27 Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Íslenski píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson hlaut í kvöld tvenn verðlaun á BBC Music Magazine Awards fyrir útsetningar á verkum Johanns Sebastian Bach á hljómplötu sem hann sendi frá sér síðasta haust undir merkjum hins virta útgáfufyrirtækis Deutsche Grammophon. „Ég er djúpt snortinn yfir því að hljóta þessi mikilvægu verðlaun og að fólk hafi ánægju af því að hlusta,“ sagði Víkingur þegar hann veitti verðlaunum viðtöku í Lundúnum í kvöld. Víkingur hlaut aðalverðlaun kvöldsins fyrir hljómplötu sína með flutningi á verkum Johanns Sebastian Bach sem var plata ársins þvert á flokka og þá fékk hann einnig verðlaun fyrir hljóðfæraleiksplötu ársins. „Fagurlega smíðuð Bach samsetning eins og græðismyrsl fyrir eyrun,“ segir í rökstuðningi dómnefndar. Ef einhver plata gæti sýnt fram á tímaleysi Bachs, þá væri þetta hún. Víkingur sagði að eitt það persónulegasta sem hægt væri að gera í tónlist væri að spila og taka upp tónlist eftir Bach. Hann kvaðst afar þakklátur fyrir hlý viðbrögð við plötunni.
Tónlist Tengdar fréttir Víkingur og Hallveig fluttu íslenskt rapp á klassískum nótum GDRN hlaut fern verðlaun þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í Silfurbergi í Hörpu í gær. 14. mars 2019 15:30 Víkingur Heiðar tilnefndur til verðlauna tónlistartímarits BBC Plata Víkings, Johann Sebastian Bach, hefur fengið góðar viðtökur. 22. janúar 2019 17:27 Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Víkingur og Hallveig fluttu íslenskt rapp á klassískum nótum GDRN hlaut fern verðlaun þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í Silfurbergi í Hörpu í gær. 14. mars 2019 15:30
Víkingur Heiðar tilnefndur til verðlauna tónlistartímarits BBC Plata Víkings, Johann Sebastian Bach, hefur fengið góðar viðtökur. 22. janúar 2019 17:27