Rykmistur yfir borginni væntanlega ættað frá Eyjafjallajökli Birgir Olgeirsson skrifar 10. apríl 2019 15:04 Svona var staðan yfir Grafarvogi klukkan 15 í dag. Vísir/Vilhelm Rykmistur liggur nú yfir höfuðborgarsvæðinu sem má líklegast rekja til Markarfljóts. Þetta segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, en hann segir mikinn þurrk á svæðinu við Eyjafjallajökul valda því að suðaustan áttin á auðvelt með að blása ösku- og leirleifum frá eldgosum á því svæði eftir suðurströndinni. Óli hefur rýnt í gervitunglamyndir sem bera þess merki að þetta mistur sé ættað frá svæðinu við Eyjafjallajökul og þar sé Markarfljót langlíklegasti sökudólgurinn. Í hádeginu í dag var þetta mistur bundið vestast við Hafnarfjörð, það er að segja svæðið í kringum Vellina, en örlítil breyting á vindáttinni gerði það að verkum að það færðist yfir höfuðborgarsvæðið. Ekki þurfi nema eina til tveggja gráðu breytingu á vindátt til að svo fari. Hann segir þetta mistur ekki hættulegt mönnum, flest öll snefilefni hafi skolast úr því, en þetta geti valdið fólki óþægindum. Ekkert lát verður á suðaustan áttinni það sem eftir lifir vikunnar en búast má við að það þykkni upp undir lok hennar og verður ansi blautt á sunnanverðu landinu um helgina sem bindur þá öskuna- og leirinn og ætti því mistrið að hverfa um það leyti. Eftirfarandi tilkynning barst frá Reykjavíkurborg vegna málsins klukkan 16:00:Styrkur svifryks (PM10) hefur farið hækkandi í borginni í dag. Ástæðan er sandfok frá söndunum á Suðurlandi. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er gert er ráð fyrir svipuðum veðurfarsaðstæðum næsta sólarhringinn og því mögulegt að styrkur svifryks verði hár áfram af sömu orsökum. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.Í dag 11. apríl. Klukkan 15:00 var klukkustundargildi svifryks við Grensásveg 295 míkrógrömm á rúmmetra, við Njörvasund/Sæbraut 303 míkrógrömm á rúmmetra, í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum 139 míkrógrömm á rúmmetra og í mælistöðinni við Fossaleyni/Víkurveg 343 míkrógrömm á rúmmetra.Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á loftgæði.is.Þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík og annars staðar á landinu. Loftgæðafarstöðvar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur eru nú staðsettar við Njörvasund/Sæbraut og Fossaleyni/Víkurveg í Grafarvogi. Reykjavík Veður Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Rykmistur liggur nú yfir höfuðborgarsvæðinu sem má líklegast rekja til Markarfljóts. Þetta segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, en hann segir mikinn þurrk á svæðinu við Eyjafjallajökul valda því að suðaustan áttin á auðvelt með að blása ösku- og leirleifum frá eldgosum á því svæði eftir suðurströndinni. Óli hefur rýnt í gervitunglamyndir sem bera þess merki að þetta mistur sé ættað frá svæðinu við Eyjafjallajökul og þar sé Markarfljót langlíklegasti sökudólgurinn. Í hádeginu í dag var þetta mistur bundið vestast við Hafnarfjörð, það er að segja svæðið í kringum Vellina, en örlítil breyting á vindáttinni gerði það að verkum að það færðist yfir höfuðborgarsvæðið. Ekki þurfi nema eina til tveggja gráðu breytingu á vindátt til að svo fari. Hann segir þetta mistur ekki hættulegt mönnum, flest öll snefilefni hafi skolast úr því, en þetta geti valdið fólki óþægindum. Ekkert lát verður á suðaustan áttinni það sem eftir lifir vikunnar en búast má við að það þykkni upp undir lok hennar og verður ansi blautt á sunnanverðu landinu um helgina sem bindur þá öskuna- og leirinn og ætti því mistrið að hverfa um það leyti. Eftirfarandi tilkynning barst frá Reykjavíkurborg vegna málsins klukkan 16:00:Styrkur svifryks (PM10) hefur farið hækkandi í borginni í dag. Ástæðan er sandfok frá söndunum á Suðurlandi. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er gert er ráð fyrir svipuðum veðurfarsaðstæðum næsta sólarhringinn og því mögulegt að styrkur svifryks verði hár áfram af sömu orsökum. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.Í dag 11. apríl. Klukkan 15:00 var klukkustundargildi svifryks við Grensásveg 295 míkrógrömm á rúmmetra, við Njörvasund/Sæbraut 303 míkrógrömm á rúmmetra, í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum 139 míkrógrömm á rúmmetra og í mælistöðinni við Fossaleyni/Víkurveg 343 míkrógrömm á rúmmetra.Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á loftgæði.is.Þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík og annars staðar á landinu. Loftgæðafarstöðvar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur eru nú staðsettar við Njörvasund/Sæbraut og Fossaleyni/Víkurveg í Grafarvogi.
Reykjavík Veður Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira