Vilja efla baráttu gegn plastmengun í hafi: „Plastmengun þekkir ekki landamæri“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 10. apríl 2019 13:30 Paula Lehtomäki framkvæmdastjóri norrænu ráðherranefndarinnar, Ola Elvestuen loftslags- og umhverfisráðherra Noregs, Kimmo Tiilikainen húsnæðis-, orkumála- og umhverfisráðherra Finnlands, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra, Jakob Ellemann-Jensen umhverfis- og matvælaráðherra Danmerkur, Karen Motzfeldt fulltrúi Grænlands á fundinum og Lars Ronnås loftslagssendiherra Svíþjóðar. Mynd/Umhverfisráðuneytið „Ráðherrarnir eru sammála um að þróa samning sem tekur á plastmengun í hafi og örplastmengun,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, en hann stýrði fundi ráðherranefndar umhverfisráðherra Norðurlandanna sem fundaði í Reykjavík í morgun en Ísland gegnir formennsku í nefndinni í ár. Ráðherrarnir samþykktu á fundinum yfirlýsingu þar sem kallað er eftir nýjum alþjóðlegum sáttmála sem hefur það að markmiði að draga úr og fyrirbyggja losun plasts og örplasts í hafið. Yfirlýsing ráðherranna verður send til stofnana Evrópusambandsins og Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem og G7 og G20 ríkjanna.Guðmundur Ingi stýrði fundi ráðherranefndarinnar.Mynd/Umhverfisráðuneytið„Það er mjög mikilvægt að koma þessari yfirlýsingu út,“ segir Guðmundur Ingi. „Þessi umræða hefur verið talsvert mikil í hinu alþjóðlega samhengi og þetta styður það að við getum farið að taka af meiri festu á við þessi mál alþjóðlega. Plastið og plastmengunin þekkir ekki landamæri en síðan þurfum við auðvitað að standa okkur vel heima fyrir.“ Á fundinum var einnig rætt um eftirfylgni við Helsinki-yfirlýsinguna um kolefnishlutleysi. Í janúar undirrituðu forsætisráðherrar Norðurlandanna yfirlýsingu þess efnis að Norðurlöndin vildu vera leiðandi í loftslagsmálum og þau ætluðu sér að efla samvinnu á fjölmörgum sviðum. Þar er kolefnishlutleysi ekki undanskilið. Í dag var einnig ákveðið að setja af stað greiningu á markmiðum Norðurlandanna um kolefnishlutleysi og ráðherrarnir ræddu einnig mikilvægi þess að setja metnaðarfull markmið við endurskoðun samnings um líffræðilega fjölbreytni. Umhverfismál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Ráðherrarnir eru sammála um að þróa samning sem tekur á plastmengun í hafi og örplastmengun,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, en hann stýrði fundi ráðherranefndar umhverfisráðherra Norðurlandanna sem fundaði í Reykjavík í morgun en Ísland gegnir formennsku í nefndinni í ár. Ráðherrarnir samþykktu á fundinum yfirlýsingu þar sem kallað er eftir nýjum alþjóðlegum sáttmála sem hefur það að markmiði að draga úr og fyrirbyggja losun plasts og örplasts í hafið. Yfirlýsing ráðherranna verður send til stofnana Evrópusambandsins og Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem og G7 og G20 ríkjanna.Guðmundur Ingi stýrði fundi ráðherranefndarinnar.Mynd/Umhverfisráðuneytið„Það er mjög mikilvægt að koma þessari yfirlýsingu út,“ segir Guðmundur Ingi. „Þessi umræða hefur verið talsvert mikil í hinu alþjóðlega samhengi og þetta styður það að við getum farið að taka af meiri festu á við þessi mál alþjóðlega. Plastið og plastmengunin þekkir ekki landamæri en síðan þurfum við auðvitað að standa okkur vel heima fyrir.“ Á fundinum var einnig rætt um eftirfylgni við Helsinki-yfirlýsinguna um kolefnishlutleysi. Í janúar undirrituðu forsætisráðherrar Norðurlandanna yfirlýsingu þess efnis að Norðurlöndin vildu vera leiðandi í loftslagsmálum og þau ætluðu sér að efla samvinnu á fjölmörgum sviðum. Þar er kolefnishlutleysi ekki undanskilið. Í dag var einnig ákveðið að setja af stað greiningu á markmiðum Norðurlandanna um kolefnishlutleysi og ráðherrarnir ræddu einnig mikilvægi þess að setja metnaðarfull markmið við endurskoðun samnings um líffræðilega fjölbreytni.
Umhverfismál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira