Óvissunni var eytt um framtíð Hannesar Þórs Hjörvar Ólafsson skrifar 10. apríl 2019 11:00 Hannes Þór Halldórsson með Ólafi Jóhannessyni þjálfar Vals. Vísir/Vilhelm Valsmenn hafa verið stórhuga í íslenskum knattspyrnuheimi undanfarin ár og það er greinilega ekkert lát á því. Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára kynntu íslenska landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson til leiks á blaðamannafundi í gær. Valur hefur ekki farið í grafgötur með að liðið vilji taka skref fram á við og komast í riðlakeppni í Evrópukeppni og félagaskipti eins og þau sem tilkynnt var um í gær eru liður í þeim fasa. „Það er ofboðslegur léttir að hafa ákveðið það hvar ég kem til með að spila næstu árin. Tíminn í Aserbaídsjan var ekki eins og efni stóðu til og hann var erfiður og á köflum bara niðurlægjandi. Þegar ég er að taka ákvörðun um framtíð mína þá vil ég hafa puttana í því sjálfur. Það eru því fjölmargir fundir með aserskum umboðsmanni mínum og forráðamönnum að baki og það er þægileg tilfinning að vita að ég þarf ekki að díla við það meira. Ég gæti skrifað heila bók um tíma minn þarna ytra og geri það mögulega þegar tími gefst til,“ segir Hannes Þór í samtali við Fréttablaðið. „Ég var með önnur tilboð hér og þar um heiminn á borðinu hjá mér og það var ekki alveg rétt sem Fréttablaðið staðhæfði að ég það væri klappað og klárt að ég myndi enda á Hlíðarenda. Nú er það hins vegar niðurstaðan og ég er afar kátur með það. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn hungraður í að spila eftir að hafa spilað jafn lítið og raun ber vitni síðustu mánuði,“ segir Hannes. „Ég er fullkomlega meðvitaður um það að leikmenn sem hafa komið til Íslands eftir að hafa verið í atvinnumennsku eiga það til að staðna eða jafnvel dala. Ég er vissulega að koma heim ári á undan áætlun. Það sem kemur vonandi til þess að hjálpa mér í að halda mér í sama gæðaflokki er að ég er enn að leika með landsliðinu og stefni að því að spila á EM eftir tvö ár og svo HM eftir fjögur ár þegar þar að kemur,“ segir hann enn fremur. „Nú er ég hins vegar fyrst og fremst að einbeita mér að því að koma mér vel fyrir hér á Hlíðarenda og spila eins vel og mögulegt er í sumar. Mér líður strax mjög vel með þessa ákvörðun og er nú þegar kominn inn íslenskan kúltúr á nýjan leik. Það var alltaf planið að koma heim á næstu árum og umgjörðin hér í fótboltanum er ekkert ólík því sem ég vandist þegar ég lék á Norðurlöndunum. Nú er ég bara spenntur fyrir framhaldinu,“ segir markvörðurinn öflugi um, framhaldið. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira
Valsmenn hafa verið stórhuga í íslenskum knattspyrnuheimi undanfarin ár og það er greinilega ekkert lát á því. Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára kynntu íslenska landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson til leiks á blaðamannafundi í gær. Valur hefur ekki farið í grafgötur með að liðið vilji taka skref fram á við og komast í riðlakeppni í Evrópukeppni og félagaskipti eins og þau sem tilkynnt var um í gær eru liður í þeim fasa. „Það er ofboðslegur léttir að hafa ákveðið það hvar ég kem til með að spila næstu árin. Tíminn í Aserbaídsjan var ekki eins og efni stóðu til og hann var erfiður og á köflum bara niðurlægjandi. Þegar ég er að taka ákvörðun um framtíð mína þá vil ég hafa puttana í því sjálfur. Það eru því fjölmargir fundir með aserskum umboðsmanni mínum og forráðamönnum að baki og það er þægileg tilfinning að vita að ég þarf ekki að díla við það meira. Ég gæti skrifað heila bók um tíma minn þarna ytra og geri það mögulega þegar tími gefst til,“ segir Hannes Þór í samtali við Fréttablaðið. „Ég var með önnur tilboð hér og þar um heiminn á borðinu hjá mér og það var ekki alveg rétt sem Fréttablaðið staðhæfði að ég það væri klappað og klárt að ég myndi enda á Hlíðarenda. Nú er það hins vegar niðurstaðan og ég er afar kátur með það. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn hungraður í að spila eftir að hafa spilað jafn lítið og raun ber vitni síðustu mánuði,“ segir Hannes. „Ég er fullkomlega meðvitaður um það að leikmenn sem hafa komið til Íslands eftir að hafa verið í atvinnumennsku eiga það til að staðna eða jafnvel dala. Ég er vissulega að koma heim ári á undan áætlun. Það sem kemur vonandi til þess að hjálpa mér í að halda mér í sama gæðaflokki er að ég er enn að leika með landsliðinu og stefni að því að spila á EM eftir tvö ár og svo HM eftir fjögur ár þegar þar að kemur,“ segir hann enn fremur. „Nú er ég hins vegar fyrst og fremst að einbeita mér að því að koma mér vel fyrir hér á Hlíðarenda og spila eins vel og mögulegt er í sumar. Mér líður strax mjög vel með þessa ákvörðun og er nú þegar kominn inn íslenskan kúltúr á nýjan leik. Það var alltaf planið að koma heim á næstu árum og umgjörðin hér í fótboltanum er ekkert ólík því sem ég vandist þegar ég lék á Norðurlöndunum. Nú er ég bara spenntur fyrir framhaldinu,“ segir markvörðurinn öflugi um, framhaldið.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira